Færsluflokkur: Bloggar

Njósnari hennar hátignar - Kennedy, Mark Kennedy...

Er þetta ekki skólabókardæmi um njósnir erlends ríkis? Það er sama hver málstaðurinn er. Ef þetta hefði verið Rússi á kaldastríðsárunum þá hefði heldur betur heyrst væl og skæl. En íslensk innan/utanríkisstefna er djók og því segir enginn neitt. Já, það er meira að segja umhugsunarvert hvað hefði gerst ef Rússi hefði njósnað um íslensk innanríkismál nú á tímum...
mbl.is Mál Kennedys merki um samsæri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brilljant! Húrra! Bravó!

Til hvers að hækka nýsköpunargjald sem gefur ríkissjóði einungis nokkra hundraðþúsundkalla í auknar tekjur á ári?

Þetta er mikil hækkun fyrir þá sem eru að fjárfesta í nýsköpun en smáaurar fyrir ríkissjóð. Ef ég væri hálfviti eða vinstri maður sem ætlaði að koma í veg fyrir nýsköpun þá myndi ég einmitt hækka svona skatta og gjöld. Ríkið vantar pening STRAX. Um að gera að ná meiru út úr þeim sem eru að skapa velferðarumhverfi framtíðarinnar.

Einungis sönnum vinstrimanni dytti í hug að skattleggja útsæðið frekar en að bíða eftir uppskerunni og skattleggja hana.

Brilljant! Húrra! Bravó!


mbl.is Gjald fyrir einkaleyfi hækkar um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiladauðir dómsmálaráðherrar?

Maður trúir þessu bara ekki - hver ákveður að skera niður efnahagsbrotadeild á sama tíma og heimsmet er slegið í bankaútrás, bankaránum og sívaxandi gróðrarstíu af spillingu og hvítflipaglæpum?!

Auðvitað snýr þetta klúður að dómsmálaráðherrum fyrir hrun - n.b. þar sem heiladauði Björns Bjarnasonar er víti til varnaðar. Það er fljótlega upptalið sem sá maður afrekaði í sinni embættistíð, öfugt á við það sem hann hefði átt að gera væri hann starfinu vaxinn. Stólseta Björns var á þeim tíma sem allt sukkið og svínaríið varð til og hæfur maður hefði átt að sjá útfyrir stólröndina. Þá hefði margt farið öðruvísi.

Af hverju erum við endalaust að kjósa yfir okkur óhæfa og heiladauða stjórnmálamenn? Hver er gulrótin fyrir þá sem bjóða sig fram til þings eða sveitastjórna? Launin? Völdin? Hugsjónin?

Kannski er málið að launin eru of lág? Sem þýðir að hæfileikafólk hefur ekki efni á því að vera í pólitík af því launin eru svo miklu lægri en bjóðast í einkageiranum. Þá verður þröskuldurinn inn í stjórmálageiran lægri og meðalmennska og heiladauði þrífst í öllum embættum stjórnkerfisins. Þá vegna sækja blaðurskjóður í pólitík af því þeir þurfa bara að geta bullað fyrir kosningar. Innan um eru svo skemmtikraftar og kolkrabbaprinsar sem þurfa ekki að lifa af þingfararkaupi. Foj bara.


mbl.is Efnahagsbrotadeild endurskipulögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn langi armur BNA

Viðbrögð Bandaríkjastjórnar við þessu Wikileaks máli eru stórundarleg. Það er eins og þeir skilji ekki muninn á upplýsingaveitu sem brýtur trúnaðareið (sbr sá sem lak upplýsingunum til Wikileaks) og upplýsingaveitu sem er fjölmiðill.

Oft og iðulega í mannkynssögunni hefur stjórnin brotið lög á þegnum sínum. Ég fann þessa tilvitnun hér fyrir neðan á netinu um muninn á "the law and intimidation" sem er kjarni málsins. (Þegar Apple, VISA, Eurocard, PayPal, Amazon og tugir annarra fyrirtækja láta undan "intimidation" og brjóta með því lög á Wikileaks, þá er eitthvað mikið að.)

Hér er tilvitnunin:

"The law is supposed to be a democratically established standard of behavior that is enforced, interpreted and adjudicated with painfully disciplined, fair, and PREDICTABLE consistency."

Bandaríkjamenn eru þjóð sem hefur getað leiðrétt svona hliðarspor eins og þeir eru að taka núna. Við megum ekki rugla saman mönnunum sem eru breyskir og lögunum sem eiga að skapa þeim rammann. Ég held að Bandaríkjamenn eigi eftir að sjá skóginn fyrir trjánum í þessu Wikileaks máli en það tekur tíma.

Nú er frábært tækifæri til að gera Ísland að frjálsu fjölmiðlalandi svo hinn langi armur BNA nái ekki í þá sem vilja birta sannleikann. Skyldu þingmenn Alþingis þora ef þeir eiga á hættu að allt sem þeir hafa sett á samskiptasíður sínar verði afhent Bandaríkjamönnum til skoðunar?


mbl.is „Ég hef ekkert að fela“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofsahræðsla á Laufásvegi...

Í fréttum RÚV í kvöld sagði að nágrannar sendiráðs Bandaríkjanna þori ekki að tjá sig um götuker, bílastæði, og öryggisvörslu sendiráðsins af ótta um afleiðingarnar. Sem sagt, nágrannar veigra sér við að nýta lögbundin íslenskan málfrelsisrétt útaf mögulegum hefndarhug Bandaríkjastjórnar sem gæti meinað þeim inngöngu í landið, eða valdið öðrum óskilgreindum óþægindum.

Af því að við búum á Íslandi þar sem öllum leyfist að hafa skoðun á nágranna sínum þá vekur svona frétt mann til umhugsunar. Eru Þinghyltingar drulluhræddir við sendiráðið og húsbónda þess í vestri? Af hverju ættu þeir annars að neita að tjá sig?

Hmm... Hvar eru fordæmi fyrir svona kanahræðslu áratugum eftir lok kaldastríðsins? Hefur einhverjum verið synjað um vegabréfsáritun til USA vegna skoðanaskipta um hvort sendiráðið fari að íslenskum lögum, reglugerðum, hefðum eða mannasiðum?

Skyldi þessi maður sem hefur staðið með mótmælaskiltið á gangstéttinni fyrir utan sendiráðið fá að fara til Bandaríkjanna? (hann stendur þar biðjandi um frið, sem heitir á ensku "to petition the government" sjá PS-ið hér fyrir neðan)

Eh, humm... Verð ég tekinn í viðtal í næstu ferð fyrir að skrifa þetta blogg og velta upp heimspekilegum spurningum?

Eða erum við íslendingar bara einfaldlega "paranoid"?

PS: The Constitution of the United States, part of the Bill of Rights reads;"Congress shall make no law respecting an establishment of religion, or prohibiting the free exercise thereof; or abridging the freedom of speech, or of the press; or the right of the people peaceably to assemble, and to petition the Government for a redress of grievances."


mbl.is Eftirlit við Laufásveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gulrætur fyrir snúbúa

Nýbúi er erlendur aðili sem velur sér búsetu á Íslandi.

Snúbúi er borinn og barnfæddur íslendingur sem snýr til baka eftir búsetu í útlöndum. Gott og einfalt orð sem allir skilja nema einna helst stjórnvöld.

Ég skil bara ekki af hverju stjórnvöld gera snúbúum svona erfitt að flytja heim. Af hverju ekki leyfa okkur að taka búslóð og bíl hingað tollalaust? Veita skattafslætti til að auðvelda okkur að setja upp heimili að nýju, eða ef við viljum fjárfesta, eða stofna fyrirtæki og veita atvinnu?

En það er öðru nær. Snúbúar þurfa að kosta eigin heilsuþjónustu í hálft ár. Börnin okkar fá ekki hjálp við að læra íslensku, en nýbúabörn fá stuðningskennslu. Svo er bíldruslan manns tolluð langt upp yfir gangverð, sjónvarpstækið og þvottavélin (nema þau séu í henglum og greinilega ekki nýleg) og ef maður á eitthvað sem heitir "list" í búslóðinni þá er það haft að féþúfu líka.

Mér finnst að það eigi að raða upp gulrótunum svo brottfluttir íslendingar sjái akk í því að flytja heim aftur?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband