Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Er Palm ekki líka vasareiknitölva ?

Mikið er maður orðinn leiður á reiknivillum í fréttum úr viðskiptalífinu, sérstaklega þegar sjálf villan er kjarni fréttarinnar eins og hér í þessari frétt þar sem HP er "...að kaupa farsíma- og smátölvuframleiðandann Palm fyrir 1,2 milljarða dala, jafnvirði 550 milljarða króna. "

Hvað er 1.200.000.000 dollarar sinnum 129 kr ? Er það jafnvirði 550.000.000.000 kr?

Ég held ekki.

Því miður á ég ekki Palm til að reikna svona mörg núll en 1.2 sinnum 129 er sirka 155. Söluverð Palm á þá eflaust að vera 155.000.000.000 krónur, sem er 155 milljarðar en ekki 55.

Æ, hvaða máli skiptir það svo sem - þetta eru allt tölur sem varla komast fyrir í munni manns hvað þá í reiknivél...


mbl.is HP kaupir Palm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Save the people of Iceland" - i.e. "ICESAVE" for short

Gat ekki annað en hlegið þegar ég las þessa frétt á mbl.is:

---Stofnuð hefur verið bænaskrá á netinu þar sem hægt er að skrifa undir áskorunina: "Björgum Íslendingum", eða eins og það útleggst á ensku: "Save the people of Iceland"---

Kreppa og hremmingar skapa ný tækifæri og hér er tækifæri til að endurnota frægasta vörumerki Íslands "ICESAVE" enda er það tilvalið nafn á þessa bænaskrá. Hingað til hefur verið hægt að hala inn pening út á vörumerkið. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin.

Skyldi ekki vera hægt að selja þessum samtökum vörumerkið?

Úps. Hver á ICESAVE? Þjóðin eða Landsbankinn?

Spyr sá sem ekki veit...


mbl.is „Björgum Íslendingum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"YNDI VINUR" Bréf frá Nígeríu

Ég fékk eftirfarandi Nígeríupóst í dag sem virðist þýddur yfir á íslensku með vefforriti. Þeir virðast vera að sækja á nýjan markhóp með íslenskri útgáfu af "get rich quick" tilboði. Ekki veitir af í þessum íslensku efnahagshremmingum. Hér er pósturinn. Góða skemmtun:

 

--  --  --  -- 

Yndi Vinur

ÉG vita this skilaboð vilja koma til þú eins og a koma á óvart eins og

við gera ekki vita hvor annan í manneskja en sökum the náttúran af

this viðskipti hver ég er óður í til afhjúpa til þú , ég velja til

snerting þú um email til leita að fyrir þinn samþykki fyrir félag

fyrir okkur til framkvæma a framkvæmd þessi vilja vera gagnlegur til

báðir af okkur. Áður ég halda áfram , Minn Nafn Er Herra. Andrew

Philips a Bretar Borgari ÉG er the tilbúinn til notkunar

framkvæmdastjóri af Citibank Plc. Oxford Grein hér í London Uk. Á

meðan okkar anual bankarekstur hæfnispróf hver took staður á the

þriðji af this mánuður (3rd Júní 2009) við uppgötva a gríðarstór summa

af peningar vinstri í a sofandi reikningur fyrir yfir sjö ár (7 ár )

án allir líkami óperu- á the reikningur eftir á futher rannsókn á the

reikningur , við stofna út þessi the reikningur eiga að vera til einn

af okkar erlendur fjárfestir ( herra. George Leen ) hver því miður

glataður hans líf saman með hans eiginkona í a brotlending í the ár

2002 á a frí ferðalag til Bandaríkin. According to til minn banki

stýrikerfi og siðfræði svo sem sofandi reikningur vilja vera gera

upptækan og the sjóður vilja vera hús inn í the banki ósóttur

reikningur fyrir banki nota ef enginn koma upp eins og the arfþegi.

 

Eins og þú mega vilja til vita , Herra. George Leen innborgun this

peningar til okkar banki providing that enginn eins og the arfþegi.

Minn val af snerting þú vekja undirstaða á the náttúran af this

framkvæmd hver þurfa a útlendingur áður the sjóður geta vera gefa út

og minn aðalæð tilgangur er til nútíminn þú til the banki eins og the

ættingi svo þessi the sjóður virði af sextán milljón fimm hundrað

þúsund Sameinaður Stjórnvitringur Dollari geta vera greiddur til þú

eins og the arfþegi fyrir okkar gagnkvæmur hagur. á the endir af this

framkvæmd the sjóður vilja vera hluti sextíu prósent (60) til mig og

fjórði prósent (40) til þú. Þóknast ef þú ert áhugasamur í minn tilboð

vingjarnlegur ná sér niðri á til mig þegar í stað eftir á lestur this

skilaboð með the hópur stuðningsmanna smáatriði niðri :

 

Þinn Fullur Nafn

Þinn Aldur

Þinn Atvinna

Þinn Snerting Heimilisfang

Þinn Persónulegur Hreyfanlegur Sími Tala

 

Í kvittun af the yfir þurfa upplýsingar vilja búa húsgögnum þú með

fleiri smáatriði og the halda áfram fyrir framkvæmd this verkefni

aleiga mín þörf er þinn skilningur co - gangur og gæsla this framkvæmd

toppur leyndarmál og leynilegur þangað til við ert. Eins og þú mega

vilja til vita ég hafa allur the lífsnauðsynlegur upplýsingar til

styðja this krafa og með the áhrif af minn staða í the banki við vilja

ljúka this framkvæmd án allir hindrun.

 

Bíða eftir þinn áríðandi svar

 

Takk

Herra. Andrew Philips

 

-- -- -- 

PS: Nígeríusvindl eins og þetta gengur út á að láta viðtakanda halda að hann eigi von á miklum peningum og til þess að það gangi eftir þarf hann/hún að leggja út "kostnað" og gefa upp bankaupplýsingar sínar, o.s.frv. Síðan er bankareikningur viðtakanda tæmdur eða þá bætist sífellt við nýr kostnaður sem viðtakandi þarf að borga til að fá stóra peninginn. Ef viðtakandinn er blankur þá er honum/henni stundum sendur feitur erlendur tékki með fyrirmælum um að skipta honum í banka og senda hluta hans til svindlarans - en tékkinn er falsaður og upphæðin lendir öll á fórnarlambinu. Svo eru fleiri varíasjónir af sama þema sem öll ganga útá að láta viðtakanda póstsins trúa því að til að fá peninga frá svindlaranum verði að senda svindlaranum peninga.

Já,mannlegu hugviti eru engin takmörk sett...

 


Skrítið...

Í árslok 2006 var Sjálfstæðisflokkurinn á hausnum og fráfarandi og verðandi framkvæmdastjóri vöktu yfir fjármálunum. Heildarstyrkir frá fyrirtækjum fyrstu 11 mánuðina voru ca 20 milljónir - og viti menn, detta ekki inn í kassann 60 millur kortéri fyrir áramót og fjárhag flokksins var borgið.

Við eigum að trúa því að þetta hafi gerst án þess að nokkur tæki eftir því nema formaður flokksins og nýji framkvæmdastjórinn.

Við eigum að trúa því að 75% af innkomu ársins 2006 hafi farið framhjá Kjartani Gunnarssyni meðan hann var að afhenda eftirmanni sínum búið.

Við eigum að trúa því að Kjartan hafi kvittað upp á bókhaldið hjá endurskoðanda flokksins án þess að taka eftir því að allt var komið í bullandi plús.

Við eigum að trúa því að Kjartan hafi fyrst frétt af styrkjunum í fréttum Stöðvar 2, tveimur og hálfu ári seinna!

Nú er Kjartan í felum og lætur fjölmiðla ekki ná í sig.

Skrítið...

 

 


mbl.is Fengu meiri styrki árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða kvöð fylgdi peningunum?

Sjálfstæðisflokkurinn vann í lottóinu án þess að nokkur vissi af því. Fjárhagsvandi flokksins var nánast úr sögunni án þess að forystan yrði þess vör. Samkvæmt Bjarna Ben og flokksmaskínunni þá voru það “óviðkomandi aðilar” sem skúbbuðu upp 50-60 milljónum sisona, lögðu inn á reikning Sjálfstæðisflokksins. Allt fullkomlega eðlilegt á sínum tíma, kvaðalaust og frjálst, en samt vandlega falið.


Hvað vantar í þessa "frétt" til að hún meiki sens?

Hvernig getur stjórnmálaflokkur sem er með fjármálin í hálfgerri klessu komið fjármálum á þurrt nánast á einni nóttu án þess að framkvæmdastjóri og prókúruhafi viti af því? Nýbakaður framkvæmdastjóri veit ekkert heldur en framlagið kom meðan hann var að taka við búinu, þ.m.t. fjármálunum. Fjáröflunarnefnd flokksins segist koma af fjöllum. Flokksritari, varaformaður og ráðherrar gapa af undrun. Og svo fela þeir sig...


Þegar viðsnúningur átti sér stað í fjármálum flokksins og hann fór gersamlega framhjá lykilmönnum hans, þá spyr maður hvort menn með svona athyglisbrest eigi yfirleitt heima í stjórnmálum? Þessir sömu menn standa uppá sápukössum, segja spillingu og leynimakki stríð á hendur og hrópa: "Kjósið mig, treystið okkur! Ex Dé!"

En útsjónarsömum Sjálfstæðismönnum er ekki alls varnað. Flokksmaskínan sá auðvitað strax að finna þyrfti blóraböggul til að axla ábyrgð. Best að blórinn hafi engu að tapa, a.m.k. ekki atkvæðum. Stígur þá fram Geir Haarde, - maður sem þar til fyrir örfáum vikum tók ekki ábyrgð á einu né neinu. Nota bene, það var þegar hann gengdi "ábyrgðarstöðu". Nú er hann að verða atvinnulaus um sinn og þá er gott að eiga inni greiða.

Spilling er ekki til nema hún sé viðurkennd. Þess vegna var Ísland óspilltasta land í heimi og því fór sem fór. Nú eru aðrir tímar og eðlilegt að spyrja hvaða kvöð fylgdi þessum peningum og af hverju er/var verið að fela þá? Vilja Sjálfstæðismenn í einlægni hreinsa til - eða sópa ósómanum undir teppið eins og tíðkast hefur hingað til.

Hvað gerði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir FL Group og Landsbankann til að eiga þessa rausnargjöf skilið?


Sjálfstæðiskýli og framsóknarkaun

Kaupþingsmálin sem eru að koma upp á yfirborðið núna eru bara byrjunin. Ýldulyktin er viðvarandi. 

Við skulum ekki gleyma að Búnaðarbankinn var gefinn Finni Ingólfssyni og Framsóknarmafíunni á silfurbakka og gerði þá að milljarðamæringum. Sukkið byrjaði með spilltum stjórnmálamönnum sem einkavinavæddu eignir þjóðarinnar og útbýttu þeim til vina og bandamanna - rétt eins og gert var með kvótann í denn. Þar var fordæmið fyrir afhendingu þjóðarverðmæta án ábyrgðar og gagnrýni - og þess vegna sagði enginn neitt um bankakvótagjafir Davíðs og kó. Fordæmið var kvótagjöf í nafni byggðastefnu.

Ef einkavæðingarsaga framsóknar- og sjálfstæðisflokkana er skoðuð þá má rannsóknin ekki vera framkvæmd af gerendunum sjálfum, eins og oft er raunin í íslenskri pólitík. Þess vegna þarf kosningar fyrr en seinna. Nýjir vendir sópa best.

www.s.is    jon@s.is

 


mbl.is Milljarðalán án áhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband