Færsluflokkur: Trúmál

Er kaþólskan dulbúinn spíritismi?

Það sem mer finnst undarlegt við kaþólskuna er hversu lík hún er því sem trúfróðir menn kalla spíritsima - en samt er kaþólska trúarkerfið á móti spíritisma. Að taka menn í "guðatölu" eða "dýrlíngatölu" (sem er að mínu mati eitt og það sama) og síðan sækja eftir "nálegð" við þessar sálir er ekkert annað en spíritismi. Að vísu er ekki miðill á staðnum en kirkjan hefur tekið að sér það hlutverk "in absentia" með því að setja þessar manneskjur á þennan stall.

Dýrlingakúltúrinn og páfadýrkun eru aðaleinkenni kaþólskunnar. Það eru búnar til styttur af viðkomandi, eða gullrammaðar ljósmyndir, og fólk biður fyrir framan þessi skurðgoð - því þetta eru jú skurðgoð, ekki satt? Þeim eru meira að segja færðar fórnir. Það eru samdar bænir til dauðra sbr Maríubænin.

En bíddu við, er ekki fyrsta boðorðið sbr Mósebók: "Þú skalt ekki aðra guði hafa en mig"? Gildir það boðorð þá fyrir alla aðra en kaþólikka? Eða eru kaþólikkar ekki kristnir heldur einfaldlega spíritistar?

PS. Best að játa strax að ég er alinn upp í kaþólsku, var fermdur kaþólskur og hvaðeina, en kvaddi regluveldið fljótlega upp úr því. Verð því tæplega tekinn í dýrlingatölu héðan af...


mbl.is Jóhannes Páll varla gerður dýrlingur strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband