Færsluflokkur: Menning og listir

forréttindaþjóðin ísland og bandarísk lög...

Ég leyfi mér að fullyrða að innflytjendalög USA eru mun sanngjarnari en innflytjendalög á Íslandi.  Þetta Elru Óskar mál er ekki einu sinni fréttnæmt enda er greinilega bara hálf sagan sögð. Venjulegt hugsandi fólk hefði kynnt sér hvað bar að gera til að fá að koma aftur til USA eftir að hafa brotið innflytjendalögin.

Kjarninn í þessum fréttaflutningi er hversu ósanngjarnir landamæraverðirnir voru hleypa ekki konu inn í landið. Og að meðferðin hafi verið ómanneskjuleg á meðan hún beið eftir næstu flugvél heim aftur.

Ég þekki aðeins til þessara mála þar sem ég er að vinna heimildarmynd um innflytjendamál USA og hef skoðað hundruð af svipuðum málum. Handjárn eru eftir því sem ég best ekki notuð nema fólk sé með einhver læti eða líklegt til að skaða sjálft sig. Eflaust hefur konunni brugðið við að vera vísað úr landi og viðbrögðin eftir því. Kannski hafa þeir fundið vínlykt líka en hún segist hafa drukkið eiitt hvítvínsglas í flugvélinni. Svo er það 14 klst biðin án matar og drykkjar. Ein aðferð sem þeir nota er að leyfa fólki að "cool down" og láta það afskiptalaust á meðan. 

 Já, hér er ekki allt sem sýnist...

Forsendurnar fyrir þessari "frétt" eru bull. AÐ ætla að vaða í gegnum vegabréfaskoðun á "íslenskum forréttindum" einum saman er bara bull og að ætla að krefjast afsökunar á framkomu landamæravarða án þess að hafa alla söguna er enn verra bull. Utanríkisráðherra ætti að athuga sinn gang áður en hún fer í þann slag.


mbl.is Mun krefjast afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband