Færsluflokkur: Kvikmyndir

Óskarinn, ég nennti ekki að fara...

Jæja, þá er Óskarinn kominn á réttar arinhillur hér í Los Angeles og víðar. Hugh Jackman var frábær. Nýtt sjó frábært. Góð skemmtun og rauði dregillinn óslitinn og sjæní og verður notaður næsta ár líka og allt í góðu með það. Ég keyrði framhjá The Kodak Theatre fyrir hátíðina og mér varð hugsað til þess þegar Friðrik Þór var tilnefndur. Hvarð varð úr öllum tækifærunum sem íslenskri kvikmyndagerð buðust það árið? Hmm...


Óskarinn er "hælæt" ársins hér í Hollívúdd. Núna var þetta aðeins með öðru sniði en áður. Áhorf hefur minnkað og svo voru menn með einhvern móral útaf kreppunni og vildu ekki vera of glamórús.

Ég var búinn að spá því að Slumdog Millionaire myndi sópa til sín verðlaunum og skildi ekki hvað gekk þeim til sem útnefndu Frost/Nixon. Það var bara Hollivísk pólitík og hafði ekkert með kvikmyndagerð að gera. Hollívúddklíkunni fannst tími kominn til að Ron Howard fengi styttu en þessi mynd var ekki þessi virði. Better luck next time.

Mér fannst skrítið hversu litlausar tilnefningarnar voru í handritagerðinni. Þau handrit sem unnu, þ.e. Slumdog og Milk voru eiginlega "slam dunk" tilnefningar. Tilnefningaferlið í handritagerð virðist mér hafa verið frekar þunnt þetta árið. Handritaflóran var frekar þunn og margar sæmilegar myndir gerðar eftir góðum handritum. Það þynnir út tilnefningarnar en Milk er dæmi um kvikmynd sem var ekkert sérstaklega vel gerð en hafði gott handrit og góða leikara til að ná þeim gæðastaðli sem þurfti. Maður má ekki gleyma því að kvikmyndagerð er "tím effort" og stundum getur lélegt handrit orðið að gulli í klippiherberginu og öfugt. Ég hef lesið handrit að myndum sem komu út á árinu og voru meðalmennskan ein en handritin mjög góð. Og öfugt.

Sumir hafa gagnrýnt þennan ný-Hollívíska sið að tilnefna frekar myndir sem komu út á seinni hluta ársins og gleyma hinum sem voru frumsýndar í ársbyrjun. Þetta er orðið að verðlaunahátíð fyrir síðustu 3-4 mánuði en ekki árið í heild. Síðasti Óskar var talandi dæmi um það og þessi Óskar er ekki langt frá því heldur. Slumdog, The Reader, Frost/Nixon, Doubt og The Curious Case of Benjamin Button komu allar út í árslok. Já, minni akademíunnar hér í Hollívúdd virkar í skammtímaham, sirka 4 mánuðir virðast vera tímamörkin. Kannski þarf 3 Óskarshátíðir á ári til að dekka árið allt?

Jón Ármann Steinsson

Los Angeles,  www.s.is    jon@s.is


Hafskipsmálið og sjálfsmyndin

Hvenær hefur lögreglan og réttarkerfið rannsakað eigin gerðir án þess að vera neytt til þess? Gott dæmi er lögregluofbeldi sem næst á myndbandi en er staðfastlega neitað þangað til myndbandið kemur fram.

Maður er að vona að áratuga handvöm og verkkvíði efnahagsbrotadeildar sé liðin tíð eftir bankahrunið. En það þarf eflaust dágóðan meðgöngutíma til að lögreglan og réttarkerfið verði að sannleikselskandi apparati sem tekur ábyrgð á gerðum sínum í fortíð og framtíð. 


mbl.is Hafnar rannsókn á Hafskipsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutverk dómsmálaráðherra

Manni virðist íslensk lög vera úreltustu lög í heimi. Barnaverndarlög ekki í samræmi við barnasáttmála SÞ, viðskiptalöggjöf losaralegri en reglurnar í Matador, hegningarlög algjört djók, bótalöggjöfin gerð eftir forskrift tryggingafélaganna og látin standa þannig áratugum saman, höfundarlög eru áratugum á eftir nágrannalöndunum, lög um áfengisauglýsingar eru þannig að það ætti að klippa aðra hverja auglýsingu úr erlendum blöðum ef farið væri eftir þeim  - og svona má lengi telja.

Hvert er hlutverk dómsmálaráðherra ef ekki að passa að við verðum ekki að "gúanólýðveldi" þegar kemur að lagaramma þjóðfélagsins? Hvað hefur Björn verið að gera síðustu tvo áratugina?


mbl.is Gagnrýnir dóm um flengingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt en satt: BJÖRN SVARAÐI MÉR!

Í gær bloggaði ég um piparúðanotkun lögreglunnar og um leið sendi ég Birni Bjarnasyni póst og lét hann vita af þessu bloggi mínu og myndbandi á mbl.is og bað hann að taka afstöðu. Hann sendi mér svohljóðandi svar:

"Sæll Jón Ármann,

teljir þú lögreglu hafa farið út fyrir heimildir sínar er eðlilegt að beina kæru um það til ríkissaksóknara.

Með góðri kveðju

Björn Bjarnason"

Gott og vel. Það er frábært að búa í þjóðfélagi þar sem dómsmálaráðherra nennir að svara Jóni úti í bæ þótt svarið sé stuttaralegt og efnislega ófullnægjandi. Svar Björns gengur út frá forsendum sem eru ekki til staðar í þjóðfélaginu lengur.

Nú ríkir eftirfarandi ástand:

1. Fólk treystir ekki stjórnvöldum, embættismönnum, þingmönnum, lögreglunni. Við höfum séð alla þessa aðila bregðast og síðan verja gerðir hvors annars. Í augum þessara manna ríkir stríð; þ.e. "þeir gegn okkur" sem dirfðumst að kalla þá til ábyrgðar.

2. Fólk treystir aftur á móti samtryggingakerfi stjórnmálamanna, embættismanna, þingmanna og lögreglunnar. Það stendur óhaggað þó nú síðustu daga hafi komið í ljós brestir, sbr. afsögn viðskiptaráðherra.

3. Björn ráðleggur mér að kæra lögregluna. Við skulum ekki gleyma því að dæmin sanna að það þýðir ekki að kæra lögregluna, sérstaklega ekki til samstarfsmanna eða yfirmanna lögreglunnar. Kærum er nánast átomatískt vísað frá nema til sé myndband, sbr 10-11 málið sem lögreglan hunsaði og sagði bull og þvælu þar til myndbandið sannaði hið gagnstæða.

4. Á Íslandi er til nokkuð sem heitir aðildarskortur. Björn ráðleggur mér að kæra til ríkissaksóknara það sem ég sá á myndbandi á mbl.is. Nú eru íslensk lög þannig ð kærandi þarf að vera aðili að máli annars er kæru vísað frá. Veit Björn þetta ekki eða er hann að gera grín að mér? Er hann ekki lögfræðingur? 

Fyrir atvinnumenn í fréttamennsku þá er hér verðugt rannsóknarefni: Hvað skyldu margir sem urðu fyrir lögregluofbeldi í mótmælunum hafa kært lögregluna? Hvað skyldu margar kærur hafa farið í rannsóknarferli og hvað skyldi mörgum hafa verið vísað frá? Hvað margar sofna í kerfinu? Þetta eru allt góðar og eðlilegar spurningar sem fróðlegt væri að fá svar við.

Jón Ármann Steinsson

www.s.is     jon@s.is

 

 


mbl.is Upphaf á kosningabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleiksást Björns og lögreglunnar

Í þessu áróðursstríði valdstjórnarinnar þá hafa mætustu menn orðið uppvísir að ósannindum.  

Á mbl.is er videofrétt þar sem Stefán J. Eiríksson, sjálfur lögreglustjórinn, lýsir reglum um piparúðanotkun lögreglunnar. Í fréttinni sjáum við lögreglumenn brjóta þessar sömu reglur aftur og aftur á meðan Stefán fullyrðir að; "allir lögreglumennirnir fylgdu þeim reglum sem um valdbeitingu og notkun piparúða gilda..." 

Myndskeiðið sýnir m.a. fólk gera hróp að lögreglunni, lögreglumaður tekur tvö skref afturábak, opnar piparúða og HEFNIR SÍN.  Ég vek athygli á að mótmælandinn notaði ORÐ en ekki OFBELDI. Myndbandið sýnir að lögreglan notar piparúða til að sýna mótmælendum í tvo heimana. Skítt með allar reglugerðir.

Ráðamenn og lögregla virðast í misgóðu sambandi við raunveruleikann en myndbandið lýgur ekki. Ég skora á dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason að gerast boðberi sannleikans og tjá sig um MISNOTKUN piparúða við löggæslustörf - í stað þess að skammast út í mótmælendur og þá þingmenn VG sem sýna þeim samstöðu.

Björn, hvernig væri að kýta smá í lögregluna þegar þeir eru uppvísir að reglugerðarbrotum og ósannindum, svona til tilbreytingar? Hér er myndskeiðið sem sýnir piparúðanotkun lögreglunnar í praxís.


mbl.is Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingin sem Geir skilur ekki

Ísland á að heita friðsamt velferðarríki. Hér er ekki her, byssueign er ekki almenn og menn ræða málin frekar en að láta vopnin tala. Aðstæðurnar núna eru aftur á móti ekki eins og í velferðarríki því velferðarríkinu var stolið meðan ríkisstjórnin svaf.

Forsendurnar fyrir þjóðfélagsbreytingum á Íslandi nú eru ekki frábrugðnar þeim sem ríktu í Frakklandi fyrir byltinguna 1789. Stjórnvöld og forréttindastéttinn skildu ekki fólkið, rétt eins og Geir og kó skilja ekkert nú. Auðmenn og forréttindastéttin heyktu sér yfir félagslegt réttlæti eins og fjármálavíkingar Íslands nú. Réttarkerfið mismunaði fólki. Valdstjórnin var ábyrgðarlaus. Eini munurinn er sá að við þekkjum lýðræði, a.m.k. af afspurn.

Ríkisstjórn Geirs ætti að bregða sér á bókasafnið og lesa mannkynssögu og siðfræðibækur, sérstaklega kaflana sem fjalla um ábyrgð kjörinna fulltrúa í lýðræðisþjóðfélagi. Svo ættu þeir að skammast sín og segja af sér eins og heiðarlegir menn.

Annars heldur byltingin bara áfram...


mbl.is Óslóartréð borið á bálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óspillta, ylhýra Ísland

Íslenska svikamyllan raknar upp smátt og smátt og sýnir að samsæriskenningar að baki bankabólunnar eiga fullan rétt á sér. Moldríkur prins að nafni Al-Thani fékk lán hjá Kaupþingi í gegnum millilið til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi með veðum í hlutabréfunum. Í raun var hann að ljá nafnið sitt til kaupanna en tók enga áhættu. Spurningin er af hverju kaupir atvinnufjárfestir hlutabréf í banka sem er á barmi gjaldþrots? Vinna atvinnumenn ekki heimavinnuna sína áður en þeir fjárfesta tugum milljóna dollara? Al-Thani keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 37.500.000.000 krónur.

Þarna er augljóst plott í gangi til að blekkja fjárfesta til að halda að bréf í Kaupþingi væru eftirsótt af "atvinnufjárfestum" úti í heimi. Svona "plott" er gert með ákveðið markmið í huga. Markmiðið gerir plottið að glæp ef það er verið að blekkja fólk til að fjárfesta.

Fórnarlömbin erum við sem treystum á hlutabréfamarkaðinn til að ávaxta spariféð okkar. Svona blekkingarkaup (ef þau eru þannig samsæri) teljast fjármálaglæpur allsstaðar annarsstaðar en á Íslandi. Hvað skyldi íslenska fjármálaeftirlitið gera nú? Hmm...

Skyldi efnahagslögregla lýðveldisins vera í stakk búin til að rannsaka - og hafa þeir metnað og áhuga til að rannsaka nokkuð yfirleitt?  Efnahagsbrotadeildin notar allar afsakanir og tylliástæður til að losna við að taka mál inn á borð hjá sér. Sorglegt en satt. Það er bæði kunnáttuleysi, skortur á starfsfólki, bödsjettvandamál, sinnuleysi, og svo óttinn við léleg sóknarnýting skaði ímynd embættisins. Fyrir vikið eru tiltölulega fá mál tekin til rannsóknar og þess vegna er Ísland óspilltasta land í heimi...

Jón Ármann Steinsson

www.s.is   jon@s.is


mbl.is Vel gert við Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðið "stjórnvöld" er öfugnefni

Það er sama hvar borið er niður, alltaf er sama vandamálið. Stjórnvöld annað hvort aðhafast ekkert, skilja ekkert, hafa ekki neitt með vandamálið að gera, eða... (listinn er endalaus)

Þessi setning í fréttinni um aðgerðaleysi stjórnvalda er svo vel orðuð að hana mætti "peista" inn í nánast hverja einustu frétt um íslenskt efnahagslíf: „Það er erfitt nú um miðjan janúar að viðurkenna að ráðamenn hafa ekkert gert til að leysa vanda fyrirtækjanna.“

Er þetta eitthvað nýtt eða hefur þetta kannski alltaf verið svona? Það er jú þekkt lögmál í bírókratísku stjórnskipulagi að ef embættismaður tekur enga ákvörðun þá er ekki hægt að álasa viðkomandi fyrir að taka ranga ákvörðun. Sé tekin einhver ákvörðun, þá er komin viðmiðun hvort viðkomandi sé hæfur í starfi. Ábyrgð fylgir ákvarðanatöku. Þess vegna er best að taka enga ákvörðun. Þannig hækka þeir frekar í tign sem aldrei taka ákvarðanir. Þeirra rekkord er klín.

Það sjaldan að einhver bendir á að skortur á ákvarðanatöku sé upphaf stjórnsýsluvanda þá má alltaf benda á einhvern annan sem hefði átt að taka ákvörðunina. Þegar sá aðili er skammaður, rekinn eða fær ekki stöðuhækkun þá eru líkur á að maður sjálfur hækki í tign. Lögmálið er pottþétt og getur ekki feilað.

Spurðu bara Geir Haarde ef þú trúir mér ekki.


mbl.is Neita að tryggja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi??

Það er regin munur á mótmælum og skrílslátum. Svona uppákoma er "mótmælendum" til skammar.

Á vefsíðu Wall Street Journal er þessi stikla um bankahrunið og viðbrögð fólks fram að þessu Kryddsíldarfári.

http://www.marketwatch.com/video/asset/how-iceland-collapsed/F7F0A5B0-EF8C-425C-96D0-6579D5955AFD 

Hingað til hefur umfjöllun verið blessunarlega laus við fréttir af skrílslátum og ofbeldi. Nú er komið nýtt fréttaefni fyrir heimsbyggðina.


mbl.is Mótmælin áttu að vera friðsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

týpísk viðbrögð rannsóknarlögreglu - "bjargaðu þér sjálfur!"

Mig undrar ekki að lögreglan nenni ekki að rannsaka hvítflipaglæpi. Þeir hafa hvorki starfsfólk, kunnáttu né metnað til þess arna. Íslenska efnahagslögreglan er með lélegasta "trakk rekkord" í heimi (nema ske kynni að 3ja heims ríki slái þeim við) og besta aðferð þeirra til að fela eigin vangetu er að hafna málum.

Ef einhver stelur peningum með svikum og prettum (sem sagt þjófnaður sem krefst þess að löggan þarf að hugsa og skilja) þá eru viðbrögðin önnur en ef einhver stelur peningum með því að brjótast inn. Innbrot með tilheyrandi eyðileggingarslóð er eitthvað sem löggan á Íslandi skilur. Sorglegt að glæpir og spilling skuli þrífast á Íslandi útaf vanhæfri lögreglu og vanhæfu ákæruvaldi.

En lögreglunni til málsbóta má segja að þeir hafa ekki haft það fjármagn sem þarf til að sinna öllu sem kemur inn á borð til þeirra. Eina ráðið í vanmættiinum er að segja nei. Meira fjármagn gæfi tækifæri til mannaráðninga og vissulega þarf lögreglan á meiri sérfræðiþekkingu að halda. En af því yfirmenn lögreglunnar eru skipaðir af ráðherra en ekki kosnir beinni kosningu þá veigra þeir sér við að krefjast neins. Síðast þegar lögreglustjóri (Jóhann Ben í Keflavík) krafðist einhvers (þ.e. rekstrarfé svo embættið gæti fúnkerað) þá ákvað ráðherra að breyta "skipulaginu" og við vitum hvernig það fór. 

Það þarf nýja hugsun að baki lögreglumálum á Íslandi. Nú er tækifærið. Þó ég þekki ekki alla þætti FS-13 málsins þá lítur það út eins og lögreglumál - allsstaðar nema á Íslandi.


mbl.is Yfirlýsing frá Róberti Melax vegna FS-13
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband