Færsluflokkur: Sjónvarp

Ha, er Reykjavíkurtattúið farið að virka ?

Jón Gnarr er að koma til þó innihaldið vanti stundum í andagiftina. Þetta var greinilega "skólað" viðtal eins og þeir segja í Amrígunni. Gnarrinn er farinn að kunna frasana utan að eins og George W. Bush, jafnvel betur.

En Hanna Birna var sjálf skólabókardæmi um hinn vopnlausa, afdankaða pólitíkus, full af pirringi og ráðleysi. Ekki er svona röfl og mæðufjas líklegt til að afla íhaldinu atkvæða.

En Gnarrinn á örugglega eftir að læra fleiri frasa og æfa sig betur - en hvað gera minnihlutakandídatar þá? Gnísta tönnum: Gnarrrrrr.....


mbl.is Mikil vonbrigði með samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband