Eitthvað loðið við þennan samanburð

Fréttir dagsins úr efnahagsgeiranum:

Af visir.is: "Rekstrarkostnaður skilanefndar og slitastjórnar Kaupþings fyrir árið 2009 nemur 4.086 milljónum króna."

Á mbl.is les maður að útflutningsverðmæti af heilli loðnuvertíð séu 10 milljarðar:

Hmm... Fjórir milljarðar í rekstrarkostnað fyrir eina nefnd og tíu milljarða innkoma fyrir loðnuflotann.

Það borgar sig greinilega að starfa í endurskoðunar- og lögfræðibransanum. Alltaf nóg að gera í bankavertíðum, bankahruni og líka þess á milli. Fyrst þarf að sýsla með "hagnaðinn" og síðan með tapið.

Svona "feel good" fréttir um 130.000 tonna loðnukvóta og tilheyrandi þénustu fyrir þjóðarbúið missa kraftinn þegar næsta frétt setur allt fjármálasukkið í samhengi...


mbl.is Heimilt að veiða 130.000 tonn af loðnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband