Þrotabú Apple-umboðsins og spillt embættismannakerfi

Uppgufaður viðgerðasjóður er ekki eina skítamálið því skipti þrotabús Apple-umboðsins voru tilefni til sakamálarannsóknar vegna brota á gjaldþrotalögum, samkvæmt umsögn fulltrúa dómsmálaráðuneytisins. Málið var að skiptaráðandi Apple "gaf" vildarvini sínum nánast allar eignir búsins með svokölluðum skuldajöfnunarsamningi. Aðrir kröfuhafar fengu eftir því sem ég best veit ekki neitt úr búinu.

En þetta var ekki nema hálft skítamálið. Til að gjafagjörningurinn yrði vildarvininum ekki of mikil byrði í sköttum og afleiddum gjöldum þá bókfærðu þeir kollegarnir niður andvirði hans úr ca 14 milljónum í tvær.

Hvernig er þetta hægt án þess að einhver opinber eftirlitsaðili geri athugasemd? Jú, skiptaráðandi er bæði allsráðandi og eftirlitslaus embættismaður samkvæmt íslenskum lögum. Hann getur gert það sem honum sýnist með eignir þrotabús og þarf ekki að svara fyrir neitt.

Fulltrúi dómsmálaráðuneytis sem las gögn málsins sá engin ráð þar á bæ. Hann ráðlagði að kæra skiptaráðandann fyrir brot á hegningar- og gjaldþrotalögum. Efnahagsbrotadeildin var heltekin af Baugsmálinu á þessum tíma og ráðlagði að fara í einkamál - sem er víst viðkvæðið þar á bæ því hvítflipaglæpir krefjast yfirlegu og gagnrýnnar hugsunar.

Einkamálaleiðin var farin og viti menn - skiptaráðandi neitaði að útskýra gjafagjörninginn og afsláttinn. Honum var stefnt fyrir héraðsdóm Reykjavíkur og krafinn skýringa undir eið en þá hafði hann því miður "misst minnið". Dómarinn sýndi minnisleysinu óvenjulega mikinn skilning. Skiptaráðandinn steig niður úr vitnastúkunni og málið endaði í pattstöðu.

Kannski var skýringin á sinnuleysi dómarans sú að vildarvinurinn sem fékk verðmætin var fyrrum héraðsdómari og kennari við lagadeild Háskólans? Ég held að það sé ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón sem í hlut eiga, þó dómara sé skylt að tilkynna lögreglu um lögbrot sem þeir verða varir við í starfi sínu. Séra Jón og skiptaráðandi eru og verða áfram stikkfrí - og þegar ekkert er rannsakað er Ísland áfram óspilltasta land í heimi.

Þessa dagana er annar hver lögfræðingur að sinna skiptastörfum eða sækja á þrotabú og heimta greiðslu eða skuldajöfnun. Er ekki kominn tími til að setja ný lög og reglur um gjaldþrotaskipti og úthlutun verðmæta úr þrotabúum?


mbl.is Tæmdu viðgerðasjóð áður en félagið fór í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er skrítið að fólkið taki ráðin í sínar eigin hendur?

Er sjálfur á móti því en hef fullan skilning með því fólki sem tapar sér í reiðinni, hringir í Anna eða Benna Ben.

Tómas (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 09:39

2 Smámynd: Steinn Hrútur

Jamm ... spillt og óhæft eins og ég hef sagt: http://steinn33.blog.is/blog/steinn33/entry/1065771/

Steinn Hrútur, 10.6.2010 kl. 09:53

3 Smámynd: Baldur Borgþórsson

Þetta er auðvitað með ólíkindum !

Minnir mig á frétt sem lítið fór fyrir í síðustu viku um skil skiptaráðanda úr þrotabúi BT, til skipta komu 143 milljónir, skiptaráðandi tók sér 130 milljónir og 13 milljónir skiptust á kröfuhafa ! Hélt mér hefði misheyrst, en svo var ekki.

Það er greinilega orðið MJÖG aðkallandi að sett verði SKÝR lög um þessa hluti, því þarna er greinilega algert svarthol opið fyrir þá sem ekki eru með siðferðiskenndina í lagi.

Baldur Borgþórsson, 10.6.2010 kl. 11:23

4 identicon

Jón Á. - Hver eru nöfnin á skiptráðanda og vini hans? Bara svona til viðvörunar fyrir aðra! Annars eru 99 % af lögmönnum á íslandi siðlausir og það versta er, að þeir vita það sjálfir.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 11:33

5 Smámynd: Jón Ármann Steinsson

Apple-umboðið var víst ekki eitt gjaldþrot heldur tvö - en bloggið fjallar um fyrra gjaldþrotið og dómsmálið sem fylgdi yrir sirka 4 árum. En það breytir ekki því að lög og reglur um skiptaráðendur eru djók. Baldur nefnir gott dæmi um hvað líðst í þessum gullgrafarabransa lögfræðinga, sbr gjaldþrot BT. Þessir menn skammta sér og sínum það sem þeim sýnist og þurfa aldrei að svara fyrir gerðir sínar.

Jón Ármann Steinsson, 10.6.2010 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband