Munurinn á tölvu og manneskju; þ.e. hönnun, stýrikerfi, samvisku, og já, hvað hefur það með skilgreiningu á fóstureyðingum að gera?

Það er margt líkt með tölvum og mannskepnunni.

Tölvan hefur svokallaða "permissions settings" sem má líkja við samvisku mannskepnunnar. Forritari/hönnuður tölvunnar ákveður þessar stafrænu "leyfistakmarkanir" rétt eins og hönnuður mannskepnunar forritaði í okkur samviskuna.

Munurinn er að maðurinn hefur frjálsan vilja til að sefa samviskuna, þ.e. "override the permissions protocol", meðan tölvan hefur ekkert val. Og þá er ég kominn að efni þessarar bloggfærslu, sem sumum kann að finnast langsótt - en skítt með það:

Samviskan segir okkur að það sé rangt at deyða/eyða mannslífi. Hjá sumum okkar breytist þessi leyfisafmörkun þegar kemur að "fóstureyðingu". Ástæðan er sú að við leyfum okkur að skilgreina að fóstur sé ekki endilega mannslíf. Til þess þarf fóstrið að uppfylla viss skilyrði.

Sjónarmið tíðarandans er að raungilt mannslíf verði til einhversstaðar á meðgöngu (mismunandi eftir forsendum) en ekki við getnað. Þetta er frekar langsótt líffræðileg skilgreining því við þroskumst öll jafnt og þétt frá getnaði til dauða. Þörf fyrir skilgreiningu varð til þegar hagsmunir vissra samfélagsafla kröfðust þess. Án skilgreiningar væri fósturyeðing morð.

Það er mikið vald fólgið í því að geta skilgreint. Spurðu sjálfan þig hvort þú sért þess umkominn að skilgreina hvað er mannslíf og hvað ekki. Kannski skiptir útlit fóstursins þá mestu máli fyrir þig, því óþægindaskalinn fer hækkandi eftir því sem fóstrið líkist meira okkur sjálfum.

Hispurslaus umræða um fóstureyðingar er tabú í þjóðfélaginu. En tíðarandinn breytist með aukinni þekkingu og skilgreiningarnar öðlast nýtt gildi þegar við sjáum hvað raunverulega gerist þegar fóstri er eytt. Það er aldrei fallegt. Sama hvernig það er skilgreint. Þess vegna er nauðsynlegt að tala um fóstureyðingar umbúðalaust og efla fræðslu – ekki glansmyndina heldur raunverulega fræðslu.

“Permission settings” eru ávallt þær sömu í mannskepnunni og það er innbyggt í okkur að vernda börnin okkar. Láttu engan ljúga að þér að fóstur sé ekki barn nema að vissum skilyrðum sé fullnægt.


mbl.is Færri ungar stúlkur í fóstureyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka góða færslu, merkilegt í tæknivæddu samfélagi, hverning þekkingu virðist haldið frá fólki.  Minnir á þann tíma að presturinn einn hafði ritninguna á latínu.

Á Íslandi flokkast þessi gjörningur undir heilbrigðisþjónustu, er virkilega hægt að lifa í meiri blekkingu.

Kristinn Ásgrímsson, 31.10.2010 kl. 15:34

2 Smámynd: Rebekka

Hver finnst þér þá að refsingin við fóstureyðingum ætti að vera (ef þær væru bannaðar hér á landi)?

Ég spyr vegna þess að ég les úr pistlinum þínum að þér finnist fóstureyðing vera það sama og að myrða börn, og að þér finnst að fóstur ættu að vera skilgreind sem manneskjur strax við getnað. 

Rebekka, 31.10.2010 kl. 15:41

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Frábær pistill!!

Birgir Viðar Halldórsson, 31.10.2010 kl. 15:43

4 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Góð hugleiðing hjá þér. Við fóstureyðingu er líf tekið, ég held að fáir neiti því. Það er auðvitað ekki fullþroska mannlegt líf, en það er vísir að því.

Meiri hluti þeirra rúmlega 900 fóstra sem er eytt á hverju ári hér á Íslandi hefðu annars orðið manneskjur. Bíðum við, 900 börn? Vá, er ég að skrifa og hugsa rétt! Ímyndið ykkur - 900 manns! 

Þetta tel ég vera undirstöðustaðreyndir. Málið er auðvitað flóknara sbr. ágæta athugasemd Rebekku hér að ofan en held það sé nauðsynlegt að við könnumst við þetta. 

Guðmundur Pálsson, 31.10.2010 kl. 19:27

5 Smámynd: Birnuson

Hvers vegna telurðu að við höfum frjálsan vilja? Hvaða rök eru fyrir því?

Birnuson, 1.11.2010 kl. 01:10

6 Smámynd: Mofi

Ég þakka góða hugleiðingu. Einu sinni í Þýskalandi skilgreindu dómsstólar þar ákveðna þjóðfélagshópa sem ekki einstaklinga og gáfu þannig "leyfi" til að drepa fólk sem tilheyrðu þessum hópum; að minnsta kosti gerðu það ekki refsivert.  Þetta eru 900 börn, 900 einstaklingar sem hefðu getað glaðst, elskað og lifað en þeirra tækifæri til lífs var tekinn frá þeim.

Mofi, 1.11.2010 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband