skýr skilaboð segir Ingibjörg? Ekki þó til okkar?

Er Ingibjörg að halda því fram að þjóðin hafi nú loksins fengið að vita allan sannleikann?

Ég held að ríkisstjórn Geirs skilji ekki að þetta IceSave/IMF mál er ekki einhver bírókratasamningur um veiðiheimildir. Þeir eru að semja um framtíð þjóðarinnar og kjósa að gera það með leynimakki og villu upplýsingaveitu til umbjóðenda sinna - þ.e. þjóðarinnar? Af hverju? Og þegar við mótmælum sundurrotnum aðdraganda núverandi ástands og ráðaleysinu í kjölfarið þá kemur upp fyrirlitningartónn í forsætisráðherra og hann segir sem svo; "já, já, þeir mega svo sem mótmæla...." (umorðun, en þetta eru skilaboðin)  

Treystum við þessari ríkisstjórn í þeim ólgusjó sem framundan er? Skoðum stöðuna: Þetta IceSave mál er bara einn fyrsti kapítullinn í langri sögu. Það eiga fleiri mál eftir að koma upp á yfirborðið sem kalla á afskipti stjórnvalda: Ríkisábyrgðir, Lífeyrissjóðsmál, Seðlabankamál, Fjármálamisferli einstaklinga og stofnana, hlutabréfakaup stjórnmálamanna í einkavæðingarferlinu, komandi stöðuveitingar og svo fjárveitingar til rannsóknaraðila (því nóg verður til að rannsaka), samspil íslenskra laga og EES samningsins (sem IceSave málið tapaðist á), gengismál og leikaraskapur bankanna með gengi krónunnar fyrir ársfjórðungsuppgjör (hvað segir EES samn um það, og ráða þá íslensk lög eða?).

Listinn er endalaus því við erum bara rétt búin að sjá yfirborðið.

Ef Geir og kó verða við sjórnvölinn, munu þeir halda áfram að segja þjóðinni ósatt og gera lítið úr okkur sem höfum áhyggjur af ástandinu? 

 

 

 

 


mbl.is Skilaboðin voru skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband