Lausn vandans er einföld

Palestínuvandamáiið er flókið en lausnin er einföld. Þjóðin þarf að vera frjáls, sjálfstæð og jafningi annarra þjóða á alþjóðavettvangi. (Þá væri þetta sem nú er aðgerast "stríð" en ekki Ísraelsk hernaðaraðgerð gegn hryðjuverkamönnum og nánast innanlandsvandamál) Alþjóðasamfélagið verður að draga af sér slyðruorðið og taka yfir landamæravörslu og lögregluvald á Gaza meðan verið er að koma á friði bæði innan Palestínusvæða og við nágranann Ísrael. Þá fyrst geta milljónir Palestínumanna sem búa í flóttamannabúðum snúið heim. Gaza er bara áminning um sundraða og landlausa þjóð.

Friðarferli er að mínu mati ekki mögulegt nema með utanaðkomandi valdboði, t.d. frá SÞ (sem að mínu mati er tannlaus brauðrisi) sem er því miður ófær um svona aðgerð - getur bara sett plástur á meiddið en ekki læknað sjúkdóma. Báðir deiluaðilar eru fastir í hringrás hefndarvíga og tortryggni. Áratuga voðaverk á báða bóga hafa gert þá óhæfa til að sjá málstað hvors annars eða finna flöt á sameiginlegu existens.

Samlíkingin við "lokalausn" nasista á "Gyðingavandamálinu" er orðin eins og spegilmynd af hvernig Ísraelsmenn virðast ætla að "leysa Palestínuvandamálið". Palestínumenn á Gaza og gyðingar í gettóinu í Varsjá með nasistana við gaddavírsgirðingarnar er óþægilega lík mynd.

 


mbl.is Vill rannsókn á árásunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sællþ Æi.

Lausnin er einföld betri við..

hart (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband