"við" gegn "þeim"

Séð héðan úr fjölmenninu í Kaliforníu þá er íslenskur veruleiki stundum eins og lélegur farsi enda er hagsmunapotið og þurftafrekjan eins og þéttofið plott í Hollivískri stórslysamynd.

Já, ég er að tala um íslenska landsmálapólitík og hugtakið "við" gegn "þeim".   

Ennþá er til fólk sem finnst réttlátt að tíu atkvæði af mölinni eigi að jafngilda einu atkvæði úr sveit. Af hverju? Jú, malarbúum er ekki treystandi fyrir hagsmunum landsbyggðarinnar. Þú þarf ekki nema snert af framsóknarmennsku til að vita að ef malarbúar réðu ferðinni þá yrðu ekki byggðir vegir, boruð göng, dýpkaðar hafnir eða reist sjúkrahús. "Þeir" myndu nota peningana í annað og landsbyggðin legðist í eyði.

Misvægi atkvæða hefur alltaf verið leikregla númer eitt í íslenskri pólitík. Í skjóli misvægisins þrífst einskonar spilling sem orsakar að hugtakið "við" gegn "þeim" verður óumdeild staðreynd. Ef þingmaður af mölinni var/er á móti vegarspotta á útkjálkaskeri þá var hann á móti landsbyggðinni. Alþingi var vettvangur hrepparígs og hrossakaupa þegar kom að framkvæmdum. Ráðherraskipan eftir kosningar líka. Rígurinn sannaði fyrir þátttakendur að ekki var þorandi að breyta kjördæmaskipan - hvað myndi gerast ef "þeir" fengju að ráða og "við" ekki.

Vúff, sannur íslendingur þorir varla að hugsa þá hugsun til enda.

Vísir punktur is ympraði á viðvarandi hagsmunapoti landsbyggðaráðherra og Kastljós líka.  Kannski mbl.is taki málið fyrir á morgun...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband