Ha, vann Kaupþing söngvakeppni?

Íslensku bankarnir náðu þvílíkum árangri í útlöndum með fagurgala um eigið ágæti. Það má segja að útrásarbankarnir hafi unnið söngvakeppni hrunadansins og verðlaunaféð var lagt inn á æseiv og aðra háávöxtunarreikninga. Eftirfarandi tilvitnun í frétt á visir.is um nýtt nafn Kaupþings, Arion, er því sannmæli um eftirleikinn:

"Arion er helst frægur í grískum goðsögnum fyrir að hafa verið handsamaður af sjóræningjum eftir að hann sigraði tónlistarkeppni á Sikiley. Sjóræningjarnir ásældust vinningsféð hans.

Honum voru gefnir tveir kostir, að fremja sjálfsmorð og vera grafinn með viðeigandi athöfn á landi. Eða vera myrtur á hafi úti og kastað í sjóinn.

Arion keypti sér tíma með því að spila lag fyrir sjóræningjana. Á meðan flykktust höfrungar að vegna tónlistarinnar. Arion stökk þá út í sjóinn og komst á land aftur með aðstoð höfrunganna."

Eins og tíðkast í grískum sögum þá er líkingamálið aðalatriðið. Nú er bara að sjá hvort höfrungarnir séu AGS eða Dabbi eða Jolie eða...??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband