Verklagsreglum Davíðs haldið til "Haga"

Vandamál þjóðarinnar virðist nú sem fyrr eiga uppruna sinn í verklagsreglum og villuráfandi siðferðiskompás þeirra sem stjórna. Davíð gat farið framhjá heilbrigðri skynsemi, nefndum og ráðum þegar hann úthlutaði gömlu ríkisbönkunum til "réttra manna"  í denn. Þeir sem stjórna "björgunaraðgerðum" bankanna og atvinnulífsins nú nota sömu verklagsreglur. Aftur er verið að tryggja að réttir menn fái verðmætin á silfurfati.

Einhver vitur maður (eða var það kona) sagði að lýðræðisþjóðir fengu ávallt þá stjórn sem þær eiga skilið. Kjósendur settu Dabba og kó í þá aðstöðu að þeim tókst eftirlits- og athugasemdalaust að "einkavinavæða" bankakerfið. Nú höfum við kosið yfir okkur ríkisstjórn sem setur björgunarliði efnahagslífsins sömu verkreglur. Nú á aftur að útbýta þjóðarverðmætum eftir pólitískri forskrift kunningjasamfélagsins og sömu stikkorð eru höfð á lofti: traust, reynsla, góðir stjórnendur...

En ef almenningur vill sameinast um kaup á Högum þá er fyrirtækið einfaldlega ekki til sölu. Sem sagt, sama sagan og þegar Landsbanki og Búnaðarbanki voru seldir.

Hefur ekkert breyst? Höfum við ekkert lært? Forsendurnar fyrir "einkavinavæðingunni" að þessu sinni eru, skv mbl.is; "...vísuðu stjórnendur bankans í verklagsreglur, þar sem segir að að áframhaldandi þátttaka eigenda og stjórnenda byggist á því að þeir njóti trausts og þyki mikilvægir fyrir framtíð fyrirtækisins." 

Þeir sem treysta Baugsklíkunni, vinsamlega réttið upp hönd! Skoðið svo bloggfærslu Jóns Geralds Sullenbergers og nýjasta myndbandið hans. Það er fróðlegt innskot í þessu samhengi.

- - - 

PS. Nú er að sjá hvort þessi færsla fær að standa eða hvort henni verður fyrirkomið í skúmaskoti bloggheima þegar sjálfur ritsjóri Morgunblaðsins er hér nafngreindur sem höfundur hinna síðari móðuharðinda. 

 


mbl.is Hlutur í Högum ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Vaknaðu nú af vondum og blautum Samfylkingardraumi - í guðanna bænum - og hættu að lesa áróðurspistlana í DV - mesta sorpriti landsins og Fréttablaðinu - stærsta auglýsingabæklingi Baugsveldisins !!

Þér mun fljótlega líða mun betur !!

Sigurður Sigurðsson, 22.11.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Jón Ármann Steinsson

Ef þú ert að skrifa til mín þá ert þú að reka við í rangar nærbuxur, ef þannig má að orði komast. Elsku vinur, ég er algjörlega sammála öllu þínu bloggi. Ég geri engan greinarmun á framsóknarspillingu, íhaldsspillingu, grænni eða samfylkingar spillingu, fjármálaspilingu, embættismanna- eða baugsspillingu. Meðan markaðslögmálin fá ekki að ráða þá taka aðrir hagsmunir við og þeir eru kallaðir fallegum nöfnum til að villa um fyrir fólki. Horfðu sjálfur á það sem er að gerast með opnum augum en ekki með bauga undir augunum.

Jón Ármann Steinsson, 22.11.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband