Færsluflokkur: Heimspeki

Aldrei er góð vísa of oft kveðin, þó hún sé um samanburð á tölvum og fóstureyðingum

Munurinn á tölvu og manneskju; þ.e. hönnun, stýrikerfi, samvisku, og já, hvað hefur það með skilgreiningu á fóstureyðingum að gera? Jú, það er margt líkt með tölvum og mannskepnunni.

Tölvan hefur svokallaða "permissions settings" sem má líkja við samvisku mannskepnunnar. Forritari/hönnuður tölvunnar ákveður þessar stafrænu "leyfistakmarkanir" rétt eins og hönnuður mannskepnunar forritaði í okkur samviskuna.

Munurinn er að maðurinn hefur frjálsan vilja til að sefa samviskuna, þ.e. "override the permissions protocol", meðan tölvan hefur ekkert val. Og þá er ég kominn að efni þessarar bloggfærslu, sem sumum kann að finnast langsótt - en skítt með það:

Samviskan segir okkur að það sé rangt at deyða/eyða mannslífi. Hjá sumum okkar breytist þessi leyfisafmörkun þegar kemur að "fóstureyðingu". Ástæðan er sú að við leyfum okkur að skilgreina að fóstur sé ekki endilega mannslíf. Til þess þarf fóstrið að uppfylla viss skilyrði.

Sjónarmið tíðarandans er að raungilt mannslíf verði til einhversstaðar á meðgöngu (mismunandi eftir forsendum) en ekki við getnað. Þetta er frekar langsótt líffræðileg skilgreining því við þroskumst öll jafnt og þétt frá getnaði til dauða. Þörf fyrir skilgreiningu varð til þegar hagsmunir vissra samfélagsafla kröfðust þess. Án skilgreiningar væri fósturyeðing morð.

Það er mikið vald fólgið í því að geta skilgreint. Spurðu sjálfan þig hvort þú sért þess umkominn að skilgreina hvað er mannslíf og hvað ekki. Kannski skiptir útlit fóstursins þá mestu máli fyrir þig, því óþægindaskalinn fer hækkandi eftir því sem fóstrið líkist meira okkur sjálfum.

Hispurslaus umræða um fóstureyðingar er tabú í þjóðfélaginu. En tíðarandinn breytist með aukinni þekkingu og skilgreiningarnar öðlast nýtt gildi þegar við sjáum hvað raunverulega gerist þegar fóstri er eytt. Það er aldrei fallegt. Sama hvernig það er skilgreint. Þess vegna er nauðsynlegt að tala um fóstureyðingar umbúðalaust og efla fræðslu – ekki glansmyndina heldur raunverulega fræðslu.

“Permission settings” eru ávallt þær sömu í mannskepnunni og það er innbyggt í okkur að vernda börnin okkar. Láttu engan ljúga að þér að fóstur sé ekki barn nema að vissum skilyrðum sé fullnægt.

(Þessi bloggfærsla er endurtekið efni við svipaða frétt frá því í október)


mbl.is Bann við fóstureyðingum dæmt ólöglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...then they came for me

Fyrst gerðu þeir lögtök útaf gjaldföllnum bílalánum en ég hélt kjafti af því ég skuldaði ekki bílalán.

Svo gerðu þeir lögtök útaf gjaldföllnum myntkörfulánum en ég hélt kjafti af því ég skuldaði ekki myntkörfulán.

Svo gerðu þeir lögtök útaf gjaldföllnum húsnæðislánum en ég hélt kjafti af því ég skuldaði ekki húsnæðislán.

Svo gerðu þeir lögtök gjaldföllnum icesave skuldbindingum en þá var enginn eftir í landinu til að mótmæla…

---

Í þýskalandi á uppgangstímum nasista hélt prestur að nafni Martin Niemöller ræðustúf sem hér fylgir í enskri þýðingu en skilaboðin má stílfæra yfir á íslenska einstaklinga og lánastofnanir, sbr útgáfuna hér að ofan:

THEY CAME FIRST for the Communists, and I didn't speak up because I wasn't a Communist.

THEN THEY CAME for the Jews, and I didn't speak up because I wasn't a Jew.

THEN THEY CAME for the trade unionists, and I didn't speak up because I wasn't a trade unionist.

THEN THEY CAME for the Catholics, and I didn?t speak up because I was a Protestant.

THEN THEY CAME for me and by that time no one was left to speak up.


mbl.is Níu uppboð á Selfossi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama og að vera pínulítið óléttur...

Hvaða máli skiptir hvort Árni Johnsen er fyrsti eða annar eða þriðji þingmaður í sínu kjördæmi? Er útstrikunaraðferðin einhverskonar lýðræðislegt "ulla bjakk" á frambjóðendur eða alvöru kjósendavald?

Hvað ef frambjóðandi er útsmoginn loforðasölumaður sem smalar vildarvinum sínum í prófkjör? Ef frambjóðandi veit að fólk muni strika hann út í kosningum þá snýst "kosningabaráttan" um að troða sér nógu ofarlega á lista svo útstrikanir nái ekki að koma viðkomandi út af þingi.

Þetta er einfalt reikningsdæmi. Ef prófkjörsþátttakendur Sjálfstæðisflokksins eru t.d. þúsund manns en kjósendurnir tugir þúsunda þá er prófkjörið aðal baráttuvettvangurinn. Það er búið að raða spilunum í stokkinn þegar hinn "venjulegi kjósandi" mætir í kjörklefann. Val kjósandans snýst þá um frambjóðandann sem hann vill EKKI kjósa - semsagt, það er búið að snúa lýðræðinu á haus.

Svona system gerir prófkjör að aðalatriðinu og kosningarnar verða aukaatriði, nánast formsatriði. Það er búið að setja atburðarásina í farveg sem prófkjörið ákveður. Lítið brot flokksbundinna kjósenda getur stjórnað því hverjir komast á þing og frambjóðandinn veit jafnvel hverjir það eru og getur ráðið sínum ráðum og útbýtt loforðum til að komast á lista.

Eins og gamli heimilislæknirinn minn sagði; "Það er ekki hægt að vera pínulítið óléttur." Annað hvort er þetta lýðræði eða ekki. En ég held að þetta "prófkjörskerfi" sé séríslensk útgáfa af pólitískri spillingu. 


mbl.is Árni Johnsen niður um þingsæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Johnsen, prófkjör og útstrikanir

Já, þetta er skrítið system þegar "prófkjörskjósendur" velja frambjóðendur á lista og kjósendur velja flokka. Þetta er einskonar tvöföld kosning,- prófkjörið skiptir öllu því menn kjósa listann (samherjana) en ekki endilega frambjóðendur sem eru á listanum.  Þeir sem sigra í prófkjöri eru garanteraðir á þing - skítt með sjálfar kosningarnar...

Er þetta lýðræði eða flokksræði? Er hollusta við flokka grunnurinn að lýðræði á Íslandi.

Hér er samviskuspurning: Hvað ef sjálfur Steingrímur Njálsson kynferðisglæpamaður væri frambjóðandinn í fyrsta sæti?

En skoðum raunveruleikann. Ég man að í síðasta prófkjöri fékk Árni Johnsen ca 1000 atkvæði og ca 1.200 útstrikanir í sjálfum kosningunum. Semsagt, með mínus 200 atkvæði komst Árni Johnsen á þing. Er það lýðræði eða flokksræði? Þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn voru sem sagt knúðir til að kjósa flokksframbjóðanda sem þeir vildu ekki - mann sem hafði verið dæmdur fyrir þjófnað á almannafé. Mann sem kunni ekki að skammast sín. Sorglegt...

En þetta var á þeim tíma sem Ísland var óspilltasta land í heimi. Það er talandi dæmi um "spillingarvakt" kerfisins í þá daga að Árni varð uppvís um stuld fyrir atbeina sendibílstjóra Þjóðleikhússins  en ekki lögreglu eða ríkisendurskoðunar, svo dæmi séu nefnd.

En skilvirkni kerfiisins til málsbóta er rétt að benda á sakaruppgjöf Árna small í gegn á met tíma. Hún kom að vísu bakdyramegin í pólitískum klíkuskap félaga hans í Sjálfstæðisflokknum og er enn eitt sorglegt dæmið um siðblinda stjórnmálamenn og veikburða réttlætiskennd kjósenda.

Það verður fróðlegt að sjá hversu margir strika Árna út í þessum kosningum - þ.e.a.s. ef það verður gert opinbert sem er jú eðlilegt - eða hvað?

Mín skoðun er að menn eins og Árni Johnsen eiga ekkert erindi í stjórnmál fyrr en þeir standa upp og biðja þjóðina fyrirgefningar og viðurkenna brot sitt. Við erum öll breysk og ófullkomin. En við erum ekki siðblind. Eða hvað...?


mbl.is Tími prófkjara liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveigjanleg siðferðiskennd?

"Sælir eru fattlausir því þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir" segir máltækið. Ég hef reyndar ekki notað það í fjurtíu ár fyrr en í dag þegar ég skildi að Geir fattar ekki. Það er undarlegt að fólk yfir meðalgreind með reynslu í stórnmálum, óstjórn þar á meðal, skuli ekki skilja samhengi eigin tilveru. Geir er ekkert einn um að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Kannski standa stjórnmálamenn of nálægt vandamálinu. Þeir sjá það ekki af því þeir geta ekki horfst í augu við þá staðreynd að þeir áttu þátt í að búa vandamálð til. Þeir eru vandamálið!

Sagan á eftir að dæma svefntíma Geirs í ráðherrastól og lærlingstíð hans hjá meistara Davíð. En það er augljóst að Geir er ófær um að dæma sig sjálfur eða sjá hvað honum ber að gera. Það vantar eitthvað í pakkann. Kannski er það siðferðiskenndin?

Jón Ármann Steinsson

www.s.is    jon@s.is


mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband