Færsluflokkur: Fjármál

Þá verða fundargerðir um útboð og sölu orkumælana opinberaðar - jibbí!!

Já, er ekki kominn tími til að lyfta hulunni af framsóknarvist þeirra Alfreðs Þorsteinssonar og Finns Ingólfssonar.

Árið 2001 fjárfesti Frumherji rúmar 200 milljónir og keypti alla mæla (vatns og rafmagns) af Orkuveitunni - og gerði strax leigusamning þar sem Orkuveitan leigði þessa sömu mæla fyrir tæpar 200 millur á ári. Góður bissness það...

Það verður fróðlegt að sjá hvaða stjórnarmenn voru á þessum fundum, hvað þeir sögðu - og hverjir þeirra greiddu þessum gjörningi atkvæði sitt.


mbl.is Vill aflétta leynd af fundargerðum OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá eitthvað að marka yfirlýsingar bankanna þegar maður skuldar þeim?

Ég rak augun í þetta orðalag í dómi héraðsdóms: "...yfirlýsing Landsbankans til Handelsbanken þann 13. október um yfirtöku ábyrgðarinnar verið röng og ekki í samræmi við fyrirmæli FME. Því hafi hún ekki ein og sér skapað sænska bankanum neinn rétt."

Þarf þá FME að samþykkja allar yfirlýsingar bankanna gagnvart viðskiptavinum sínum - eða gildir þetta bara um yfirlýsingar íslenskra banka (sem eru fallít) til þeirra sem þeir skulda? Hvað með skuldir almennings til gamla Landsbankans? Hefur bankinn heimild til að tjá sig um þær, senda innheimtubréf, yfirlit, stefnur? Þarf FME að blessa allt sem frá þeim kemur í debet og kredit dálkinn til að það sé "aðildarlega" löglegt?

Aðildarskortur er skemmtilegt íslenskt orð. Hvað átti erlendi bankinn að gera - snúa sér beint til FME? Fara framhjá Landsbankanum og beint í þriðja aðila? Undarleg réttvísi í þessu íslenksa dómskerfi svo ekki sé meira sagt.


mbl.is Sýknaður af 730 milljóna kröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílasalar selja lán, bíll fylgir...

Hér í "Jú Ess Ei" er allt í kalda koli og því kemur ekki á óvart að enginn kaupi bila. Helsta vandamálið eru lánakjör eða öllu heldur að það eru ekki lán í boði fyrir fólk flest lengur. Það er stærri skaði en að missa kaupendur því bílasölur í Bandaríkjunum græða meira á vaxtaumbun af bílalánunum en á álagningunni á söluvörunni, þ.e. bílnum. Bílasalinn fær hluta vaxtanna og því vilja þeir helst ekki selja bíla gegn staðgreiðslu. 

Lánshæfi neytenda er mæld í "credit score" sem viðkomandi hefur aflað sér með skilvísum greiðslum af kreditkortum, heimilsreikningum og öðru mælanlegu peningastreymi. Einnig er mælt hversu mikið hlutfall af lánaheimild á kreditkortum viðkomandi er í notkun. Kreditkort hér eru eins og standandi yfirdráttur var á Íslandi fyrir bankahrun. Allir þessir mælanlegu þættir eru hnýttir saman í lánskjaravísitölu viðkomandi.

Fyrir ári síðan þá var nóg að vera með vísitölu undir meðallagi til að fá ágætis bílalán. En ekki lengur. Bílasölur fara á hausin unnvörpum og reyndar á það við um fyrirtæki í nánast öllum geirum efnahagslífsins. Það er allt fast og keðjuverkun fjármagnsflæðisins er brostin, enginn þorir að kaupa neitt eða skuldbinda tekjur sínar á óvissutímum.  Sama er víst að gerast heima á Íslandi og ekki getur Seðlabankinn prentað peninga og afhent fjármálakerfinu eins og verið er að gera hér í amrígu.

Hmm..., - af hverju ekki? Góð spurning en ég á því miður ekki svar við henni. 


mbl.is Bílasala hrynur í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband