Af hverju eru rúður stjórnarráðsins óbrotnar?

Er ekki best að viðurkenna bara að ákærur og dómsniðurstöður á Íslandi eru tilgangslaust fuður?

Nú hefur Hæstaréttur staðfest að gengistrygging lána sé ólögleg. Og hvað gera stjórnvöld þá? Jú, í fyrsta skipti í Íslandssögunni gefa Seðlabanki og Fjármálaeftirlit út "tilmæli" til lánveitanda um að þeir skuli taka sér hærri vexti en frjálsir samningar kváðu á um - og það afturvirkt og löngu eftir lánaviðskiptin voru gerð! Ótrúlegt en satt!

Gefum okkur aðeins breyttar forsendur: Hvað ef gengi krónunnar hefði EKKI FALLIÐ en myntkörfulánin hefðu samt verið dæmd ólögleg? Hefðu þá gilt 2 - 3% vextir áfram út samningstímabilið, - eða hefði Seðlabanki og Fjármálaeftirlit gefið út "tilmæli" um 14.7 % vexti afturvirkt eins og nú?

Auðvitað hefði SÍ og FME ekki bært á sér og lágu vextirnir fengju að standa. Þessir kónar eru að bregðast við nú til að vernda eigin hagsmuni en ekki til að koma á réttlæti. Ríkið er hagsmunaaðili að reyna að "leiðrétta" dóm sem féll ríkinu í óhag. Þeir gátu valið milli þess að setja lög eða gefa út "tilmæli". Tilmælaaðferðin var valin og SÍ og FME notuð sem frontur svo ekki kæmi illa lyktandi bremsufar í buxur stjórnarliða.

Er hér komið upp enn eitt tilefnið til að stefna íslenska ríkinu fyrir mannréttindadómstól Evrópu? Ekkert okkar sem unnum dómsmálið er í aðstöðu til að "leiðrétta" eitt né neitt. Enginn fer eftir okkar tilmælum um að vextir haldist óbreyttir. Okkur er bara ætlað að borga. Lögbrjótarnir, þ.e. fjármögnunarfyrirtækin, eru vernduð enn og aftur enda fara hagsmunir þeirra saman við hagsmuni ríkisins. Gamla Ísland lifir enn...

Af hverju fylkist fólk ekki út á götur og torg með potta og pönnur að vopni? Ég er mest undrandi á að allar rúður stjórnarráðsins eru óbrotnar...


mbl.is X-mál og ákærur vegna hruns vofa yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband