Góð byrjun, slæm smölun

Fórnarlömbin eru vegmóð og máttarvöldin vita að tíminn vinnur með bönkunum og fjármögnunarfyrirtækjum.

Þarna hefðu átt að vera 40 þúsund manns en ekki 400. Það er eins og fólk sé búið að missa svo gersamlega trú á íslenskum stjórnvöldum að það er hætt að nenna að mótmæla - ályktar kannski að mótmæli eru tilgangslaus og þess vegna gengur illa að smala?

Maður skammast sín fyrir íslensk stjórnvöld alveg eins og maður skammast sín fyrir útrásarvíkingana. Eftir á að hyggja þá var danska nýlendustjórnin skömminni skárri, svei mér þá...


mbl.is Mótmælendurnir farnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála því að fleiri þyrftu að mæta, kannski bætist í hópinn. En hvað verður svo um þau sem til dæmis fá á sig kærur eða eru handtekin fyrir mótmæli, gleymd og grafin kannski eins og nímenningarnir? Málið er nefninlega líka að standa saman þegar á hólmann er komið, ekki bara í hita leiksins! Kannski erum við búin að koma þeim skilaboðum til stjórnvalda, að við höfum kannski hátt en við gefumst fljótt upp....vona samt svo sannarlega ekki! :/

Heiða (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 14:44

2 identicon

Þetta er sennilega bara byrjunin.  Ég persónulega mun fá mig lausa frá vinnu þegar næstu mótmæli verða og mæta á svæðið.  Takk til þeirra 400 sem mættu núna. 

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 15:04

3 identicon

Hverju er verið að mótmæla??

  80-90% þeirra sem eru með gengislán á bílunum sínum eru í þokkalega góðum málum. Helmingur þeirra er líklega í betri málum, heldur en þeir sem slepptu því algjörlega að taka bílalán. Eflaust eru síðan 20-30% sem vita ekki aura sinna tala þar. 

  Síðan að klúðrið á þessum málum má 100% rekja til fyrri stjórnar, og að þetta skuli koma upp núna, og jafnvel stjórnarandstaðan reyna að gagnrýna stjórnvöld fyrir þetta, er virklega súrrealískt!!

  Síðan tal um réttlæti!! Fólk sem tók neyslulán á sínum tíma, og sá að það var bundið í erlendum gjaldmiðlum. Vissi að ísl. krónan eru mjög veikur gjaldmiðill, en gerir þetta samt, og það er síðan sérstaklega verðlaunað fyrir glópskuna sína, en svona er víst lögin, en ætla sér síðan meira, en lögin segja.

  Ég held að lágkúra Íslendinga hafi farið í nýjar lægðir í dag 5.júlí 2010. 

  Síðan þegar lántakendur fá þennan dóm, (sem að sjálfsögðu hefði aldrei fallið nema fyrir aljgört efnahaghrun), þá láta þeir eins og spilltir krakkar í sælgætisverslun, og öskra: Meira meira!!

  Ef þeir virkilega halda að með dómi Hæstaréttar hafi rétturinn verið að gefa þeim bílana sína, þá er það stór misskilningur. 

  Hvar annars staðar á jarðkringlunni yrði gert "áhlaup" að seðlabanka, vegna svona máls, en á Íslandi?

Hakkinen (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 15:05

4 identicon

Hakkinen;           

"Hvar annars staðar á jarðkringlunni yrði gert "áhlaup" að seðlabanka, vegna svona máls, en á Íslandi?"

Seðlabankinn kannski kallaði það yfir sig með því að taka stöðu með aðeins öðrum og sannarlega valdameiri samningsaðilanum í þessum málum, -lánveitendum. Hann(SÍ) steig fyrsta skrefið- kannski vegna þess að stjórnvöld ýttu honum útí svo þau þyrftu ekki aaalveg strax að taka afgerandi afstöðu eða koma með ákveðna yfirlýsingu í þessu máli.

Marí (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 15:18

5 identicon

Mari,

  Ég er ekki að skilja þig. 

    Hann er ekki að taka stöðu með einum eða neinum. 

  Hvað kallaði Seðlabankinn yfir sig?

  Þetta snýst ekkert um seðlabankann vs. "fólk". 

     Þetta snýst um að fólk borgi eitthvað til baka af þeim lánum sem það fékk!!  

   Maður veit s.s. að Íslendingar virðast ekki skilja þetta hugtak, eða þykjast ekki skilja það. Útrásarvíkingarnir eru einmitt gott dæmi um það. 

  Ef þú heldur að dómur Hæstaréttar hafi falið í sér bílagjafir til tugþúsunda Íslendinga, þá ert þú einkar veruleikafyrrtur einstaklingur. 

  Eigum við ekki að bíða eftir næstu skrefum réttarins í þessum efnum, og sjá hvað gerist. 

  Það er grundvallarregla í lánastarfsemi að menn borgi vexti. Vextir eða ýmis samningar tengdir gengi hafa margoft fallið og verið gerðir ógildir af dómstólum. Engin þeirra dóma hefur gengið út á það að lántakandinn geti gengið út úr samningnum án þess að borga fjármagnskostnað. 

   Ég skil ekki af hverju fólk er svona reitt. Það slapp fyrir horn með heimsku sína, og þarf að borga margfalt minn til baka, alveg sama hver endanleg niðurstaða verður.  Jú, og hver borgar þá í staðinn, jú erlendir kröfuhafar(gengið styrkist hægar, gjaldeyrishöft o.fl.), jú og síðan íslenskir skattgreiðendur. 

Hakkinen (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 16:05

6 identicon

Hakkinen... er eitthvað lítið milli eyrananna á yður?

Vandræðin sem eru nú eru vegna þess að bankarnir sem Jóhrannar og Nágrímur seldu standa ekki undir verðinu þar sem inneignin (skuldir okkar) eru að hluta til ólöglega til komnar.

Þú virðist hlusta á Nornina sem segir "ekki mér að kenna en gleymir því að hæun var búin að sitja á þingi í 10 ár áður en Davíð kom þangað inn og það á tíma óðaverðbólgu sem lætu ástandið nú líta út eins og ljóskubrandara.

Það sem er að gerast hér er að fólkið sem hlustaði á skjall vinstri hreyfingar sem var reyndar "hægri snú" fylking er orðið brjálað +a þ´vi að hlusta á "þetta er allt að koma"  og "við erum að vinna í þessu".

Afsakanir Jóhrannars eru í raun klípa af L&L því ekki er hægt að kalla svona svín "smjör".

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 17:59

7 identicon

  Þó að ég ætli ekki að fullyrða neitt, þá held ég að Óskar sé dæmigerður fyrir veruleikafyrringuna í þessum litla hávaðasama hópi

Hakkinen (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 18:19

8 identicon

Hakkinen,

Ég vil ekki rífast við þig, né fara útí að greina hvernig manneskja þú ert...þó svo þú heldur þig geta greint um það hvernig ég er osfrv.

Ég tók bílalán sjálf, mjög lítið lán sem ég hef greitt upp. Ég er sko ekki þeirrar skoðunar að fólk hafi dottið í lukkupottinn með dómi hæstaréttar og geti lifað áhyggjulaust og laust allrar sinnar ábyrgðar í sínum eigin lántökum- síður en svo.

Ég var nú eiginlega bara að svara því sem þú spurðir eða veltir fyrir þér, afhverju Seðlabanki þjóðarinnar? og ég skildi það sem svo að þú álitir hann eitthvað yfir mótmæli hafinn? en ég held að við höfum gott af því að mótmæla-eða sýna yfirvaldi okkar aðhald. svo má fólk endalaust segja að þetta sé "bara skríll" sem er að mótmæla aftur og aftur sama fólkið -veit ekkert hvað það er að kalla yfir sig osfrv. en í lýðræðisríki -verður fólk að kunna og geta látið í sér heyra á einn eða annan hátt. það var nú bara skoðun mín eða meining með svarinu:)

Þarsem ég hef nú þegar greitt allt lánið mitt- þá býst ég ekki við neinu tilbaka frá lánastofnuninni sem ég fékk lánið frá. Ég hef enga afgerandi afstöðu tekið í þessu máli vegna þess að mér finnst við ekki vita nákvæmlega allar mögulegar útkomur. hvað gerist ef þessi eða hin leiðin verður valin.

Marí (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband