Er ekki kominn tími til að Jón borgarstjóri sýni "gnarr-ræði" og...

...geri eitthvað í málum Orkuveitunnar fyrir hönd okkar neytenda?

Það er ekki nóg að sippa sér í kjól og setja á sig hárkollu og skemmta fólki.

Það er alvörudjobb að vera borgarstjóri! Það þarf hörku og snarræði til að koma böndum á þvæluna, sbr þetta OR mál.

Maður borgar ekki orkureikningana með brosi á vör eins og nú er komið...


mbl.is Raforkudreifing OR hækkar um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott með orkumælinn hann er fáránleiki og ekkert annað! Finnur er þjófur og landráðamaður sem býr í fílabeinsturni meðan þegnarnir svelta!

Sigurður Haraldsson, 2.11.2010 kl. 07:57

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Framsókn sér um sína!

Birgir Viðar Halldórsson, 2.11.2010 kl. 08:58

3 Smámynd: Snjalli Geir

Fyrst verður að skoða grunninn að okkar þjóðfélagi svo fólk skilji þetta: "Það er hlutverk ríksivaldsins að arðræna almúgan og púkka undir aðalinn". Ef þessi fróma setning mín er höfð í huga þegar aðgerðir ríkisvaldsins eru skoðaðar þá stenst hún 99.99% skoðun.

Í þriðjaheims ríki sem ég þekki nokkuð vel til væri hægt að fara framá að svona mál (einkavæðing mæla) væru skoðuð. Þar sem við búum í fjórða heims ríki er ekkert hægt að gera.

Tilgangurinn með því að hækka gjald fyrir dreifingu um 40% er að gera samkeppnisaðilunum erfit fyrir og kippa rekstrargrundvellinum undan þeim.

Hvar eru í raun rökin fyrir því að í dag hafi kostnaður við að senda rafmagnið eftir sömu köplunum og hafa legið í jörðu í áratugi hækkað um 40%.

Spillingin í þjóðfélaginu okkar er TAUMLAUS og ef einhverju var stolið fyrir hrun þá hefur það ekki lagast og meiru stolið núna en nokkru sinni áður.

Svo að við höldum þessu til haga þá fór fjármálakerfið á hausinn 2006. Við fengum að vita það haustið 2008. Ríkissjóður fór á hausinn haustið 2008 en við fáum ekki að vita það fyrr en 2012 þegar við loksins föttum það að við getum ekki greitt erlendar skuldir þjóðarbúsins að öllu óbreyttu.

Eina leiðin til þess að redda okkur út úr þessum vanda er að skapa nýjar tekjur fyrir þjóðarbúið og bora eftir olíu á Drekasvæðinu. Svo er náttúrulega spurningin hvort að Finnur fái ekki að kaupa olíulindirnar á 1 kr og leigja okkur þær á skriljónir.

Lifið heil.

Snjalli Geir, 2.11.2010 kl. 09:16

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta er kveðja gnarr til borgarbúa - enda er gerræði=gnarræði.

Þetta með Finn - þetta er arfur frá R-listanum - enn ein afleiðing þess tíma - þakka ykkur Dagur og narr.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.11.2010 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband