Ég vil kaupa orkumælinn minn af Finni Ingólfs - og hana nú!

Hvað getum ég og þú gert til að lækka orkureikningana?

Hmm... Látum okkur nú sjá. Hvað ef ég býðst til að kaupa mælana í húsinu mínu af Finni Ingólfssyni?

Maður á erfitt með að skilja af hverju það er ekkert gert í þessu mælasölumáli OR. Hugsa sér að einkaaðili geti fjárfest rúmlega 200 milljónir í orkumælum borgarbúa og fái til baka tæplega 200 milljónir í leigutekjur af sömu mælum á ári í ótakmarkaðan tíma. Það gera kr. 2.000.000.000.00 á þessum áratug sem er að líða síðan samningurinn var gerður, þ.e. frá 2001. Semsagt tveir milljarðar í aukinn orkukostnað fyrir mig og þig - peningar sem ekki hefði þurft að borga Finni og kó.

Ávöxtun Finns og Frumherja er með því besta sem gerist og jafnast á við gott píramídaskím.

Svona bissnessdílar takast best ef mærðir framsóknarmenn sitja báðum megin við borðið. Alfreð Þorsteinsson sat Orkuveitumegin. Sá mæti maður hlýtur að hafa vitað að þessum samningi milli Orkuveitunnar og Frumherja yrði aldrei hægt að rifta. OR er í gíslingu Frumherja og þarf annað hvort að kaupa nýja mæla í hvert hús eða halda áfram að leigja af Finni.

Á meðan leigusamningurinn er í gildi eru Frumherji og Finnur fá milljarða í áskrift og varla er það til lækkunar á orkureikningunum okkar. Þess vegna vil ég bara kaupa mælana mína af Finni og hætta að taka þátt í þessari framsóknarvist!

Af hverju er ekki til stjórnvaldsapparat sem rannsakar eingöngu spillingu í embættismannakerfinu og hefur ákæruvald? Sú spillingarstofa gæti nýtt eigin rafmagnsreikninga sem tilefni til að opna fyrsta málið...

PS. Af vefsíðu orkuvaktarinnar:

Ýmsir sparnaðarmöguleikar fyrir hendi
Fyrirtæki geta gert ýmislegt til þess að hagræða hjá sér í raforkukaupum og raforkunotkun. Almennur orkusparnaður er eitthvað sem ávallt er mikilvægt að hyggja að en fleiri leiðir geta skilað umtalsverðri hagræðingu. Þar má nefna rétt val á gjaldskrá og samningar um afsláttarkjör við orkusala. Orkuvaktin býður fyrirtækjum greiningu á hagræðingarmöguleikum í raforkukaupum þeim að kostnaðarlausu.


mbl.is OR hækkar gjöld enn frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka fyrir að vera upplýstur um þetta. Langar að spyrja hvort Frumherji eigi bæði rafmagns og heitavatnsmæla á dreifisvæði OR.

Skora á Orkuveitu Reykjarvíkur að gera samning þennan opinberan og upplýsa um eðli og umfang leigugreiðslna fyrir þá og eins þjónustuþá  er OR. fær á móti svo almennir eigendur geti lagt upplýst mat á samning þennan.

Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband