Aldrei er góð vísa of oft kveðin, þó hún sé um samanburð á tölvum og fóstureyðingum

Munurinn á tölvu og manneskju; þ.e. hönnun, stýrikerfi, samvisku, og já, hvað hefur það með skilgreiningu á fóstureyðingum að gera? Jú, það er margt líkt með tölvum og mannskepnunni.

Tölvan hefur svokallaða "permissions settings" sem má líkja við samvisku mannskepnunnar. Forritari/hönnuður tölvunnar ákveður þessar stafrænu "leyfistakmarkanir" rétt eins og hönnuður mannskepnunar forritaði í okkur samviskuna.

Munurinn er að maðurinn hefur frjálsan vilja til að sefa samviskuna, þ.e. "override the permissions protocol", meðan tölvan hefur ekkert val. Og þá er ég kominn að efni þessarar bloggfærslu, sem sumum kann að finnast langsótt - en skítt með það:

Samviskan segir okkur að það sé rangt at deyða/eyða mannslífi. Hjá sumum okkar breytist þessi leyfisafmörkun þegar kemur að "fóstureyðingu". Ástæðan er sú að við leyfum okkur að skilgreina að fóstur sé ekki endilega mannslíf. Til þess þarf fóstrið að uppfylla viss skilyrði.

Sjónarmið tíðarandans er að raungilt mannslíf verði til einhversstaðar á meðgöngu (mismunandi eftir forsendum) en ekki við getnað. Þetta er frekar langsótt líffræðileg skilgreining því við þroskumst öll jafnt og þétt frá getnaði til dauða. Þörf fyrir skilgreiningu varð til þegar hagsmunir vissra samfélagsafla kröfðust þess. Án skilgreiningar væri fósturyeðing morð.

Það er mikið vald fólgið í því að geta skilgreint. Spurðu sjálfan þig hvort þú sért þess umkominn að skilgreina hvað er mannslíf og hvað ekki. Kannski skiptir útlit fóstursins þá mestu máli fyrir þig, því óþægindaskalinn fer hækkandi eftir því sem fóstrið líkist meira okkur sjálfum.

Hispurslaus umræða um fóstureyðingar er tabú í þjóðfélaginu. En tíðarandinn breytist með aukinni þekkingu og skilgreiningarnar öðlast nýtt gildi þegar við sjáum hvað raunverulega gerist þegar fóstri er eytt. Það er aldrei fallegt. Sama hvernig það er skilgreint. Þess vegna er nauðsynlegt að tala um fóstureyðingar umbúðalaust og efla fræðslu – ekki glansmyndina heldur raunverulega fræðslu.

“Permission settings” eru ávallt þær sömu í mannskepnunni og það er innbyggt í okkur að vernda börnin okkar. Láttu engan ljúga að þér að fóstur sé ekki barn nema að vissum skilyrðum sé fullnægt.

(Þessi bloggfærsla er endurtekið efni við svipaða frétt frá því í október)


mbl.is Bann við fóstureyðingum dæmt ólöglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi fóstureyðingarlög eru tímaskekkja runnin undan rifjum brjálaðra ofsatrúaðra kaþólikka og mega því alveg við endurskoðun og breytingu.

Ágætis færsla hjá þér enga að síður...

Baldur (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 13:30

2 identicon

Mér finnst þetta mjög góð röksemdafærsla hjá þér þó hún sé svolítið krókótt. Ég er sammála þér.

Það er skrítið samfélag sem telur þegnum sínum trú um að hægt sé að eyða því að vild sem mun verða fullveðja manneskja. Það er eitthvað stórkostlega brogað við það. Ég held við þurfum að skoða þessa löggjöf aftur.

Öðru máli gegnir ef líf móður telst í hættu á meðgöngu.

Bóas (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 15:33

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Sammála Bóas

Birgir Viðar Halldórsson, 16.12.2010 kl. 16:46

4 identicon

Áhugaverð útfærsla hjá þér, breytir því samt ekki að kona með utanlegsfóstur getur verið í mikilli lífshættu og mjög ólíklegt er að barnið lifi af þegar það er utanlegs.  Á konan þá að deyja af því að við skilgreinum fóstureyðingu sem morð?  Ég efast um að það sé til kona sem telur að fóstureyðing sé auðveld ákvörðun.  Ég er ein af þeim sem tel að það sé hluti af mannréttindum konunnar að ráða yfir eigin líkama.  Konur hafa orðið óléttar eftir nauðganir og annað slíkt og mér finnst ótrúleg mannvonska að kona sé látin ganga með barn sem kemur undir í slíkum aðstæðum og fæða það.  Veit að þetta eru eldfimar umræður og hver og einn telur að sín skoðun sé rétt enda byggir sá hinn sami á eigin röksemdum og lífssýn. 

Þó er ég heldur alls ekki þeirrar skoðunar að við eigum að taka þessu af léttúð og þetta sé jafnauðvelt og fjarlægja fæðingarblett.  En eins og einhvers staðar segir, ekki dæma neinn nema hafa verið í sömu sporum.

Eigið góðar stundir.

Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 17:08

5 identicon

Takk Guðrún - og já þetta eru alltaf erfið mál sama hvoru megin við borðið menn/konur sitja. En eitt í þínu kommenti vekur mig til umhugsunar af hverju þeir sem mæla með fóstureyðingum taka dæmi sem eru siðferðislega réttlætanleg(ri) þegar kemur að fóstureyðingum en margfalt ólíklegri þegar kemur að raunveruleikanum.

Er til statistík yfir þunganir af völdum nauðgana?

Er til statistík yfir utanlegsfóstur(eyðingar)?

Ég hef ekki slíka statistík en ég væri undrandi ef hún næði 0.1% af heildartölu yfir fóstureyðingar á ársgrundvelli.

En samt eru þetta vinsælustu rökin til að heimila fóstureyðingar almennt...

Jón Ármann Steinsson (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 17:28

6 identicon

Ágætis grein og athugasemdir. Ég tek undir nokkra hér að ofan og er hlynntur lögunum eins og þau voru hér áður á Íslandi. 

Að einungis sé leyfilegt að eyða fóstri ef líf móður liggur við. Mér finnst það einfaldlega heilbrigðara en núverandi ástand.

Mér skilst að hátt í 1000 fóstrum sé fargað árlega með þessu feminista-pródúkti sem lögin eru nú. Það er hreinlega leiðinlegt að lifa við þessa smán.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 23:09

7 identicon

Sæll Jón Ármann,

ég veit ekki hvort til eru opinberar tölur hér á landi um fjölda fóstureyðinga eða ástæður þeirra en ég gerði stutta leit á netinu.  Það sem ég fann sagði í rauninni bara að þar sem ekki er skylda að tilkynna fóstureyðingar eða halda skrá yfir þær í öllum löndum þá er erfitt að taka saman einhverjar tölulegar upplýsingar. 

Hér má sjá tilvitnun í lög á Íslandi um fóstureyðingar http://www.landlaeknir.is/Heilbrigdistolfraedi/Fostureydingar

Enn og aftur segi ég að þetta sé ekki eitthvað sem eigi að vera jafn auðvelt og láta taka af sér fæðingablett en ég ætla ekki að dæma þær konur sem hafa verið í þeirri aðstöðu að þurfa að taka þessa ákvörðun. Hef sem betur fer aldrei þurft að hugleiða þessa ákvörðun fyrir sjálfa mig og vona að þurfa þess aldrei. 

kveðja

Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 02:01

8 identicon

Fóstureyðingar voru 971 árið 2009 kemur fram hjá LANDLÆKNI sbr ábendingu Guðrúnar hér að ofan.

Gera má ráð fyrir að flest þessara lífa hefðu komist til manns. Má ég ganga út frá því að kannski 700-800 verðandi einstaklingum hafi verið fargað af ýmis konar ástæðum sem við teljum réttlætanlegar? Þetta er heill skóli á hverju ári. 40 bekkir!

Þetta er náttúrulega ekki eðlilegt. Er virkilega engin leið til að hlífa þessu lífi?

Bjarni (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband