Snúbúar eru líka fólk! Hvað gerist svo ef þessir læknar vilja snúa aftur heim?

Það er mikið gert úr atgerfisflóttanum enda er grasið miklu grænna handan hafsins fyrir sumar stéttir eins og lækna og iðnaðarmenn, svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur hef ég búið erlendis í nokkur ár og þekki því af eigin raun hvernig það er að snúa heim og byrja upp á nýtt. Það er ekki auðvelt.

Og í hverju liggur vandinn. Byrjum á tryggingakerfinu. Ég er ótryggður næstu 6 mánuðina ef ég veikist eða ef ég vil fara í læknisskoðun. Ef ég kem heim veikur þá setur það mig á hausinn strax. Það er eins gott að vera heilsuhraustur ef maður ætlar að bjóða atgerfi sitt fram hér á landi. Ef ég flyt til Bretlands þá dett ég inn í kerfið strax. Ef ég flyt til Danmerkur þá tekur það nokkrar vikur. Ísland er með 6 mánaða regluna. Það fælir fleiri frá en bara lækna.

Börn snúbúa hafa enga stuðningskennslu í íslensku öfugt á við börn nýbúa. Kerfið virðist ganga út frá því sem vísu að íslendingar búsettir í útlöndum tali íslensku á heimilinu en ég þekki það af eigin raun að slíkt er erfiðara með hverju ári barnsins. Orðaforði utan heimilisins og innan verða gerólíkir. Við, "gamla stellið" erum ekki með sömu áhugamál og börnin eða unglingarnir og þá er auðveldast að tala þeirra daglega tungumál, útlenskuna, og íslenskan gleymist.

Fólk sem flytur heim þarf að byrja upp á nýtt. Það borgar sig ekki að taka bílinn með, húsgögnin og heimilistækin því þau eru tolluð upp fyrir alla skynsemi. Ofan á þetta bætist flutningskostnaður sem er út úr kortinu.

Skyldu snúbúar þá fá skattafríðindi eða aðra umbun samfélagsins til að vega upp á móti þessum útgjöldum öllum saman? Nei.

Og það eru fleiri atriði sem maður getur tínt til ef maður nennir. Bottom læn er þetta: Viljum við fá atgerfisfólk aftur heim? Ekki sýnist mér það.


mbl.is Stöðva verður atgervisflóttann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband