Semsagt, hálf-stolnar fjađrir...

Ţađ er vitađ mál ađ höfundaréttur á Íslandi er á barnsskónum miđađ viđ hinn siđmenntađa heim. Menn veigra sér viđ ađ leggja mál fyrir dómstóla ţví nánast hvert einasta deilumál um höfundarétt er prófmál. En međ ţessum dómi sýnist mér ađ erlend hugtök eins og "chain of title" og "derivative works" séu orđin marktćkari en fyrr - og dómurinn nú sé lagalegt fordćmi um hvađ má og hvađ má ekki. 

Ţessi tilvitnun í Guđnýju vakti athygli mína: "Hún segir máliđ ekki hafa snúist um fébćtur, heldur hversu langt megi ganga í höfundarrétt annarra. „Ţađ er ekki hćgt ađ stela tónlist, kvikmyndum eđa ganga í skáldsögur annarra, breyta texta ţeirra örlítiđ og gera ţćr ađ sínum," segir Guđný."

Mikiđ vildi ég óska ţess ađ ţessi dómur ţýđi vatnaskil í höfundarétti. Ástćđan er sú ađ eitt svipađ höfundaréttarmál stendur mér nćr:

Ég og Jón Marinósson teiknuđum íslenskt stafróf á sínum tíma og ljáđum Bergljótu Arnalds í sögu hennar Stafakarlarnir og á margmiđlunardisk líka. Svo ţegar höfundarlaun og annađ var ekki taliđ fram, og útgáfufyrirtćki hennar Virago gaf höfundarlaun okkar í afslátt af viđskiptakröfum, og höfundamerkti okkur ekki verkiđ, og fleira í ţeim dúr - ţá vildi ég ekki ađ Bergljót gćfi út okkar myndefni framar. (ég tek fram ađ allt sem stendur hér ađ ofan er stađfest međ dómum hérađsdóms Rvk.) Ég fór í mál útaf sumum (meintum) brotum útgefanda míns en öđrum málum stefndi ég ekki. Ástćđan var íslensk höfundarlög. Ég bý í USA og sé glögglega hversu höfundaverndin er sterk ţar en veik á Íslandi. Ég hefđi miklu frekar vilja sćkja ţetta Stafakarla-höfundaréttarmál í USA eđa EB-löndunum en á Íslandi.

Nýveriđ byrjađi nýr kapituli í höfundaréttarslag um Stafakarlana. Bergljót fékk franskan teiknara til ađ kópíera myndefni okkar Jóns, ţ.e. karakterana og allt heila klabbiđ, og myndskreyta Stafakarlabókina á nýjan leik.  JPV gaf út án ţess ađ blikka auga eđa leiđa hugann ađ "chain of title" eđa "derivative works" eđa hvernig verkiđ varđ til (ţ.e. höfundarétturinn).  Nú er kominn fordćmisdómur svo kannski ég fari ađ hugsa minn gang. Ég hef mótmćlt ţessu "copy & paste" vinnubrögđum á mínu myndefni en JPV og Bergljót gefa lítiđ út á ţađ.

Íslenskur höfundaréttur er 30 ára gömul dönsk samsuđa međ síđari tíma plástrum og kominn tími til ađ breyta ţeim til nútímans. Minnugur ţess ađ flest framfaraspor í íslensku réttarfari hafa orđiđ fyrir ţrýsting frá Evrópusambandinu ţá leyfi ég mér ađ fullyrđa ađ ef evrópskur bótaréttur vćri einhver mćlikvarđi á Íslandi ţá hefđu fébćtur fyrir ađ "stela frá nóbelskáldinu" orđiđ umtalsverđ upphćđ.

En ég er vćgast sagt himinlifandi yfir ađ Guđný Halldórsdóttir vann ţetta mál.


mbl.is Höfundarréttur tekinn alvarlega
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurđsson

Áhugaverđ lesning.

Kjartan Pétur Sigurđsson, 14.3.2008 kl. 07:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband