Ókei, - en bara ekki fresta brottförinni líka!

Hér í fyrndinni var okkur öllum ljóst að Davíð væri einn af landsfeðrum. Hann var á stalli með Bjarna Ben og Sveini Björnssyni, svei mér þá. Þó Davíð væri umdeildur það var framlag hans í stjórnmálum óumdeilt.

Síðan gerðist það að honum var hleypt á beit í hvíldarhaga pólitískra stóðhesta - Seðlabankanum. Þar urðu kaflaskipti í lífshlaupi Davíðs og reyndar allrar þjóðarinnar. (Einhver gáfumaðurinn útskýrði öðrum mönnum betur af hverju fagmenn í fjármálum eru ekki ráðnir í stöðu Seðlabankastjóra. Skýringin er þessi; ef einhver sprenglærður hagfræðingur sækist eftir starfinu á grundvelli menntunar og reynslu, þá er það dæmi um hversu veruleikafirrtur viðkomandi sé - og þar er jafnframt kominn helsta ástæðan til að synja honum starfinu. En ef þú ert aftur á móti með bændaskólamenntun og góðgildur framsóknarmaður þá ertu gjaldgengur og rúmlega það...)

En nú villtist ég aðeins frá aðal umræðuefni dagsins.

Ég ætlaði bara að segja þetta: Mannkynssagan er full af dæmum um hvernig rangur maður á röngum stað á röngum tíma olli ómældum skaða. Kannski ekki viljandi (the road to hell is paved with good intentions, segir máltækið) Mér dettur í hug frægir menn eins og Neville Chamberlain og George W. Bush og fleiri.

Skítt með þó Davið fresti komu sinni á fundi. Það er ekki eins alvarlegt eins og að fresta brottför hans úr embætti Seðlabankastjóra.

 


mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei við skulum ekki fresta brottförinni. Alhliða aðgerðir 1. des, nánar hjá mér.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband