Dýr væri Hafliði allur

Bandaríska kerfið er byggt þannig upp að það er eitthvað í húfi fyrir þig ef þú brýtur á náunga þínum. Þú þarft að borga og þess vegna passar þú þig. Þetta er af hinu góða. 

Á Íslandi er þetta þveröfug enda bæturnar alltaf smáaurar. Ef þú slasast, hlýtur örorku, eða þaðan af verra - hvað eru bæturnar? Formúlan er flókin. Spyrjum tryggingafélögin því þau voru "kjölfestu hagsmunaaðilinn" sem samþykkti lögin áður en alþingi samþykkti þau í denn. Já, greiðendur bótanna smíðuðu lögin, skv blaðafréttum á þeim tíma. Týpískt íslenskt framsóknarhugarfar - tryggingafélögin þurftu jú að borga ef til kæmi. Lögin höfðu áhrif á rekstrarafkomu þeirra. Fullkomlega eðlilegt að þau kæmu að málinu.

Ég fullyrði að Ísland er með lægstu bætur í samanburði við EU og BNA þó ég hafi ekki kannað það sérstaklega til að hafa tölur a hraðbergi. En málið á sér annan flöt sem hindrar möguleika fólks til að leita réttar síns. Ef það er brotið á þér og þú ferð í mál þá þarft þú sjálfur að leggja út lögfræðikostnað og ef þú vinnur málið þá er ólíklegt að rétturinn dæmi þér raunveruleg lögfræðiútgjöld - burtséð frá sjálfum bótunum. Lögfræðikostnaður á Íslandi er hár. Það gæti t.d. kostað þig milljón í lögfræðikostnað að sækja hálfa milljón í bætur. 

Semsagt, áhættan er öll þín megin og af því bæturnar eru svo lágar og fyrst bótalöggjöfin er skrípó þá vill enginn lögmaður taka að sér mál nema fá greitt fyrirfram. Í BNA taka þeir áhættuna með fórnarlambinu. Það er enn ein ástæða fyrir stórfyrirtæki að passa sig og brjóta ekki á litla manninum.

Semsagt, á Íslandi verndar kerfið þann sem brýtur á náunganum. Sorgleg staðreynd, en þetta er nú svona samt.


mbl.is 25 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jú jú. Síðan heyrast alltaf sömu rökin þegar einhver hneykslast á lágum skaðabótum: "Fólk á ekki að hagnast á því að kæra!"

Kannske er það rétt, en það á ekki að tapa á því heldur. Ég veit um fólk sem hefur farið á hausinn eftir að hafa leitað réttar síns - þrátt fyrir að hafa "unnið". En það er allt í lagi, svo lengi sem það "hagnast ekki".

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 7.1.2009 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband