skilgreining á terrorista

Skilgreiningin á hryðjuverki er órökrétt þegar hún á ekki við verknaðinn heldur miðast við atvinnuveitanda gerandans - þ.e. hvor ríkisrekin her hafi farmið verknaðinn eða baráttusamtök án ríkisfangs. 

Tökum dæmi: Hermaður í þjónustu sjálfstæðs ríkis sem sprengir upp hús með óbreyttum borgurum er ekki talinn hryðjuverkamaður heldur stríðsglæpamaður í versta falli - en ríkisfangslaus hermaður (þ.e. skæruliði, liðsmaður í mótspyrnuhreyfingu, etc) sem berst gegn ríkisreknum her telst hryðjuverkamaður fyrir sama ódæðið. Það er ekki verknaðurinn heldur bakhjarlinn sem ákvarðar hvort drápið sé "siðferðilega rétt". Menn þurfa semsagt fagskírteini frá ríkisstjórn til að drepa hvorn annan svo það sé heimsbyggðinni velþóknanlegt.

Nú er Palestína ekki með ríkisrekinn her. Allir sem berjast fyrir Palestínu með vopnavaldi eru því hryðjuverkamenn samkvæmt skilgreiningunni. Þeir sem berjast fyrir Ísrael eru það ekki. Ef herskáir Palestínumenn hefðu smalað Ísraelskum konum og börnum inn í hús og sprengt það í loft upp þá væru allir sammála að það væri hryðjuverk. Hvað segir alfræðibókin þegar hermenn Ísraels smala konum og börnum inn í hús og sprengja það svo í loft upp? Bíðum og sjáum hvað fjölmiðlar segja og líka hversu fljótt menn gleyma...

Getur verið að stjórnmálamenn hafi fundið upp orðið "terroristi" sem réttlætingarstimpil til að útrýma óvinum sem erfitt er að skilgreina af því yfirvald þeirra er ekki þjóðhöfðingi eða ríkisstjórn?   

Í þessu siðlausa stríði milli Ísraels og herskárra Palestínumanna er hvorugur aðilinn með "réttlátan" málstað. Hatrið er blint. Enginn er að leita að varanlegri lausn heldur útrýmingu óvinarins sama hvað það kostar. Báðir stunda hryðjuverkastarfsemi og áróðursvélin malar og malar...

jas

PS. Það er sáralítill munur á vopnaðri baráttu fyrir sjálfstæði þjóðar eða terrorisma. Stofnun Ísraelsríkis var blóði drifin og mörg voðaverk unnin sem samkvæmt skilgreiningu dagsins í dag væru hryðjuverk. Sama má segja um sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna og voðaverk framin gegn bretum og þeim bandaríkjamönnum sem studdu bresk yfirráð. Í dag eru gerendurnir kallaðir "freedom fighters" en ekki "terroristar". Þegar sigurvegarinn skrifar mannkynssöguna þá breytist ýmislegt.


mbl.is Sprengdu hús fullt af fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Góður pistill.

Slagorðið " War on terror " í framhaldi af 9/11 var himnasending fyrir Ísrael. Þannig fengu þeir frítt upp í hendurnar réttlætingu á þeim voðverkum sem þeir hafa framið síðan ´2001.

Kristján Þór Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 10:51

2 identicon

"Getur verið að stjórnmálamenn hafi fundið upp orðið "terroristi" sem réttlætingarstimpil til að útrýma óvinum sem erfitt er að skilgreina af því yfirvald þeirra er ekki þjóðhöfðingi eða ríkisstjórn?"

Það er nákvæmlega tilfellið. Bandaríkjastjórn var svo elskuleg, eftir að hafa farið í stríð við hryðjuverk, að útskýra fyrir heiminum hvað hún átti við með hryðjuverkum og í skilgreiningunni er sérstaklega tekið fram að hryðjuverkahópur sé "sub-national", þ.e. ekki opinber her viðurkennds ríkis.

Sumsé, ef hermenn fremdu sjálfsmorðsárás með því að fljúga flugvélum inn í skýjakljúfa og dræpu tæp 3.000 manns með sér, þá væri það samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjastjórnar ekki hryðjuverk.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 11:57

3 identicon

Er það ekki þekkt úr sálarfræðinni að þolendur ofbeldis verða oft gerendur þegar frá líður? Barnaníðingar hafa sjálfir verið misnotaðir í æsku. Ísraelsmenn eru bara að viðhalda vítahringnum. Með framferði sínu eru þeir að réttlæta framkomu Nasista í Warsjá og öðrum útrýmingarbúðum.

Sigurþór Heimisson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 12:55

4 Smámynd: ThoR-E

Ég rakst á þetta... fyrst þú ert að tala um þessa byggingu sem 40-50 manns dóu í. Ég trúi þessu samt ekki.. og vona að þetta sé ekki satt.

Headline News
Wednesday, January 07, 2009 Ryan Jones

Hamas war crime leaves 40 dead at UN school

Israel is considering filing an official complaint with the United Nations after 40 Palestinians were killed on Tuesday when Hamas terrorists used a UN school as cover while attacking Israeli soldiers in Gaza.

Aerial surveillance released by the Israeli army shows Palestinian forces moving into position next to the school and then firing mortar shells at Israeli troops in another part of the city.

Israeli forces then returned fire in self defense, which in turn set off a series of bombs Hamas reportedly set as booby-traps in the school. Some 40 Palestinians who had taken refuge in the facility were killed.

On cue, the Palestinians, the international media and world leaders blamed Israel for the "massacre."

But Israeli officials noted it was Hamas that had actually committed a war crime by engaging in hostilities from the cover of a crowded protected area, knowingly putting the unarmed occupants at risk. [Fourth Geneva Convention, Annex I, Article 2; Article 28 of the same convention gives legal backing to Israel's right to return fire on the protected area.]

A spokesman for the UN Relief and Works Agency (UNRWA) insisted in remarks to the press that terrorists are not allowed inside the agency's schools, and rejected an internal Israeli army probe that determined soldiers had reacted properly to a threat emanating from the school.

The spokesman was reminded that terrorists had fired from the grounds of the same school in the past, and that one of the teachers at an UNRWA school in Gaza had even been revealed to be an Islamic Jihad bomb maker.

Two local Palestinians who spoke to the Associated Press on condition of anonymity said they saw four terrorists firing mortar shells from a street adjacent to the school just before the Israelis fired back.

Their testimony suggested that the offending terrorists may not have actually been in the school grounds, but close enough to still be using its occupants as human shields.

ThoR-E, 9.1.2009 kl. 13:03

5 identicon

Sigurþór: Þar er ég nú ekki sammála, að þeir séu að réttlæta helförina með þessu eða eitthvað þannig. En þeir eru hinsvegar á ákveðinn hátt að réttlæta mótspyrnu Palestínumanna. Þegar fólk hefur engu að tapa, þá er stutt í ofbeldi.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband