Óskar versus Eddan

Þegar maður horfir á Óskarinn og á Edduna fyllist maður í senn stolti og vonleysi. Eddan er skrípó þar sem smæð skemmtanaiðnaðarins er brandari kvöldsins en Óskarinn er fyrirmyndin sem alltaf er utan seilingar.

Íslensk kvikmyndagerð minnir á íslenska pólitík. Það koma tímabil framsókanar- og sjálfstæðisflokks, alþýðu- og sjálfstæðisflokks, alþýðubandalags og bla-bla... Það koma tímabil Friðriks og Balta og Hrafns. Gæludýr sjóðsstjórnar Kvikmyndastofnunar sem veðjaði á hesta sem stundum sofnuðu í ráshliðinu. Svo kemur til Edduverðlauna og meðlamennskan er hafin upp til skýjanna af því það er ekkert annað til samanburðar.

Skrítið að enginn í dómnefnd Eddunnar hafi kjark til að segja að í ár voru kvikmyndirnar því miður ekki hæfar til verðlaunaveitinga. Sorrí, en gerum betur næst...

Kannski er það talandi dæmi um sjálfsmynd Íslands? Það þorir enginn að horfa á hana í fókus.


mbl.is Viltu vinna milljarð? sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband