Slumdog - eldgömul saga í nýjum búningi

Kvikmyndin Slumdog Millionaire er Charles Dickens saga nútímans. Sem sagt, eldgömul saga byggð á klassísku ævintýraþema: Smælinginn (sonur karls og kerlingar í koti) leysir þrautir (sigrast á mótlætinu) án hjálpar (þ.e. fyrir eigin færni og trú á sjálfan sig) og snýr svo aftur sem sigurvegari (umbreyttur, endurborinn) hafandi unnið hjarta prinsessunnar og hálft konungsríkið. Þetta þema er að finna víða í Biblíunni, Grimms ævintýrum, Þúsund og einni nótt, Íslendingasögunum, - listinn er endalaus.

Einhver gáfumaður sagði að það væru bara til 9 sögugerðir til í heiminum. Slumdog er í raun ástarsaga, þ.e. barátta við utanaðkomandi öfl sem vilja hindra elskendur að ná saman. Það er ekkert frumlegt við það, svo sem. Ástarsagan hefur verið sögð svo oft í svo mörgum útgáfum að við erum hætt að sjá formúluna fyrir atburðunum. En  söguramminn (Indland og "raunveruleg" lífsbarátta) og frásagnarmátinn (kaflaskipt þrautaspil þar sem fortíðin geymir lausnir að gátum nútímans) er það sem gerir þessa nýju útgáfu svona heillandi. 

Hér í Hollívúdd er búið að analísa sögur niður í frumeindir til að reyna að skilja hvað grípur áhorfandann.  Í UCLA í denn kenndi Lauri Hutzler mér margt sniðugt sem hefur nýst mér í minni vinnu við handritagerð og þá sérstaklega handritalækningar. Hér er vefsíðan hennar og ég mæli með að áhugamenn um bíó og sjónvarp skrái sig á póstlistann hennar. 

jon@s.is   -    www.s.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband