Skrítið...

Í árslok 2006 var Sjálfstæðisflokkurinn á hausnum og fráfarandi og verðandi framkvæmdastjóri vöktu yfir fjármálunum. Heildarstyrkir frá fyrirtækjum fyrstu 11 mánuðina voru ca 20 milljónir - og viti menn, detta ekki inn í kassann 60 millur kortéri fyrir áramót og fjárhag flokksins var borgið.

Við eigum að trúa því að þetta hafi gerst án þess að nokkur tæki eftir því nema formaður flokksins og nýji framkvæmdastjórinn.

Við eigum að trúa því að 75% af innkomu ársins 2006 hafi farið framhjá Kjartani Gunnarssyni meðan hann var að afhenda eftirmanni sínum búið.

Við eigum að trúa því að Kjartan hafi kvittað upp á bókhaldið hjá endurskoðanda flokksins án þess að taka eftir því að allt var komið í bullandi plús.

Við eigum að trúa því að Kjartan hafi fyrst frétt af styrkjunum í fréttum Stöðvar 2, tveimur og hálfu ári seinna!

Nú er Kjartan í felum og lætur fjölmiðla ekki ná í sig.

Skrítið...

 

 


mbl.is Fengu meiri styrki árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þetta er ekkert skrítið, öflugir (greinilega of öflugir) ungir sjálfstæðismenn voru sendir út að safna fyrir flokkinn vegna þess hversu illa stæður hann var og í tvennum kosningum. Í ljós hefur komið að þessi tvö framlög skera sig úr hvað upphæðir varða og þær eru umfram það sem almennir flokksmenn ættu að telja eðlilegt.

Flokkurinn er hinsvegar ekki til sölu. Ef flokkurinn fengist keyptur þá hefði þetta uppnám ekki orðið innan flokksins við þessar fréttir. Sjálfstæðisflokkurinn er öflugur flokkur vegna öflugra einstaklinga innan hans sem nú gera vorhreingerningu þessa dagana eins og endurreisnarnefndarskýrslan sýnir glöggt. Innri endurskoðun í flokknum mun vafalaust fara með vasaljós í öll horn sem og Rannsóknarnefnd þingsins.

Þetta mál sýnir glöggt að ekki hafa nógu margir innsýn í innviði fjármála hans og úr þessum vinnubrögðum verður og mun verða bætt. Það væri synd ef allt þetta mál leiddi ekki til einhvers góðs og við þetta komu ágallar í ljós. Þeir verða lagaðir.Sjálsftæðisflokkurinn stendur ekki fyrir spillingu og mun ekki sætta sig við hana í eigin ranni. Kjörorð flokksins stendur fyrir innviðum hans, eftir þeim er farið.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.4.2009 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband