Svínaflensufaraldur eða múgsefjun?

Hér í Los Angeles eru borgaryfirvöld búin að tryggja bóluefni gegn H1N1 flensunni fyrir 500 þúsund manns. (H1N1 er nýtt sjúkdómsheiti, svínaflensa var víst rangnefni enda smitast flensan milli manna en ekki svína og manna) En áfram með smjörið; Arnold fylkisstjóri hefur lýst yfir neyðarástandi. Einstaka skólar eru lokaðir á morgun og þeir skólar sem ekki loka búast við að sumir foreldrar haldi börnum sínum heima. Fréttamaður í sjónvarpinu mældi hversu langt hnerraúði berst í logni og það var hvorki meira né minna en 25 metrar. Bráðamóttökur eru yfirfullar af hóstandi fólki með háan hita og fólki sem vill fá bólusetningu strax. Andlitsgrímur í byggingarvöruverslunum seljast hraðar en hægt er að raða þeim í hillurnar. Skemmtiferðaskip á leið til Mexíkó hafa snúið við og menn eru í alvöru að tala um að loka landamærunum. Þúsundir skólabarna sem búa Mexíkómegin við landamærin og sækja skóla daglega í Bandaríkjunum verður líklega úthýst. Barnfóstrur, garðyrkjumenn, hreingerningarfólk og aðrir sem vinna láglaunastörf og búa þröngt með Mexikönskum löndum sínum eru litnir hornauga sem mögulegir smitberar. Fólk er hrætt.  

Já, þetta lítur ekki vel út - en svo má bæta því við að það hefur ekki orðið vart við eitt einasta STAÐFEST svínaflensutilfelli hér í suður-Kaliforníu. Allir þeir sem talið var að væru smitaðir hér í Kaliforníu voru víst bara með "venjulega" flensu.

Það mun taka nokkra daga að fá staðfest hvort einhver Kaliforníubúi sé smitaður. Hvernig verður ástandið þá? Púh...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..Jón, ekki klikka á málfræðinni...Þúsundum skólabarna sem... verður líklega úthýst.... Í upphafi skyldi endirinn skoða þegar íslenska er töluð svo að halda megi réttu kyni, tölu og falli...annars...

hafliði vilhelmsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband