16.11.2008 | 17:25
...já, en Geir bað um vinnufrið?
Kosningar eru eina vonin. Tvö megin einkenni þessarar ríkisstjórnar eru; hún er í engum tengslum við fólkið í landinu og hún telur sig ekki bera neina ábyrgð. Kosningar myndu leiðrétta það. En Geir vill sitja áfram yfir kálinu.
Um daginn bað Geir Haarde þjóðina um vinnufrið til að vinna okkur út úr vandanum. Til hvers þarf Geir vinnufrið? Hann hafði vinnufrið til að koma í veg fyrir þessa katastrófu og gerði ekkert. Þannig varð vandinn til. Geir og kó sváfu í vinnunni.
Hvar í heiminum getur pólitíkus sem klúðrar starfi sínu leyft sér að biðja um vinnufrið og traust að laga skaðann eftir sig - í stað þess að taka ábyrgð á gerðum sínum, segja af sér og hleypa hæfari mönnum að? Jú, á Íslandi. Þar ber enginn ábyrgð. Hvorki á orðum sínum né gerðum.
Hér er nærtækt dæmi: Einn daginn getur Geir Haarde sagt að IMF setji engin skilyrði fyrir láni og við trúum honum og vörpum öndinni léttar. Svo skilur enginn af hverju ekkert gengur að fá lánið. Síðan þegar Geir verður uppvís að ósannindunum og í ljós kemur að IMF setur heldur betur skilyrðin, afarkosti öllu heldur - þá er það bara allt í fína lagi.
Vill einhver taka að sér að skilgreina hvenær stjórnmálamaður segir ósatt og hvenær hann er svo úr tengslum við starfið sitt að svona "misskilningur" getur talist eðlilegur? Í framhaldi má spyrja hvort sá sami stjórnmálamaður sé hæfur til að stýra okkur út úr vandanum þegar hann veit ekki hvað er í gangi? Við skulum ekki gleyma að þessi sami stjórnmálamaður var við stjórnvölinn þegar vandinn var búinn til? Eða var það Davíð? Ég ruglast stundum...
Hver ber ábyrgð á að þjóðin stendur frammi fyrir versta efnahagsáfalli í Íslandssögunni - eða eru menn svo barnalegir að halda að stjórnvöld séu ábyrgðarlaus? Skoðið hagtölurnar. Lánahlutföllin. Gengisákvarðanir. Kaup Seðlabanka á veðbréfum. Ábyrgðirnar. Voru Geir og kó bara að æfa lögreglukórinn?
Nú hefur Geir svarað ótal mikilvægum spurningum undanfarnar vikur og við eigum að taka svörin trúanleg. Enda á þjóðin að geta treyst því sem forsætisráðherra segir. Þangað til við stöndum hann að ósannindum. Héðan í frá verðum við að sannreyna allt sem Geir segir með heimildum frá þriðja aðila?
Nú biður Geir um frið til að vinna áfram að lausn vandans. Hvort eigum við að gefa Geir og kó vinnufrið - eða eigum við að gefa Geir og kó endanlega frí úr vinnunni?
![]() |
Vilja kosningar í upphafi nýs árs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2008 | 23:41
Arfleifð Davíðs; tómarúm eftir sterkan leiðtoga
Það er algengt að sterkir leiðtogar velji sér hirð jámanna til að lengja valdatíma sinn. Innan hirðar dafna ekki sterkir leiðtogakandídatar því þeim er ekki vært í nálegð þess sem ræður. Þegar sterki leiðtoginn hverfur af vettvangi skilur hann eftir sig tómarúm sem er oft fyllt af bírókrata sem hefur unnið sig upp með jámennsku við leiðtogann. Þannig skiptast á sterkir og veikir leiðtogar og við sjáum það víða í mannkynssögunni. Þetta er ekki alsæmt kerfi því ef sterkir kandídatar fara gegn sterkum leiðtoga þá er hætta á klofningi í stjórnmálaflokkum, valdaráni í alræðisstjórnkerfi, konungsmorði í erfðaveldi, - semsagt átökum sem best eru leystar með kosningum í lýðræðisþjóðfélagi.
Nú er komið upp ófremdarástand í Sjálfstæðisflokknum sem gæti endað með klofningi. Fyrrverandi leiðtogi flokksins hagar sér eins og hann stjórni þeim mönnum sem stjórna landinu. Núverandi leiðtogi flokksins talar eins og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hann hefur alist upp í kjöltu Davíðs og hans helsti kostur þar var að tjá sig fálega og hrífa engann til fylgis við sig vegna augljósra leiðtogahæfileika sinna.
Í fjölmiðlum tjáir seðlabankastjóri sig eins og stjórnmálamaður en ekki eins og embættismaður. Maður hefur heyrt að hann eigi harma að hafna gagnvart útrásarvíkingum, fjölmiðlakóngum og matvörukaupmönnum. Sagt er að hann hafi verið með yfirlýsingar í veislum og sagt hitt og þetta. Svo er sagt að seðlabankastjóri sé hefnigjarn maður og hafi séð tækifæri til að jafna gamlar skuldir með því að fella Glitni - og hefniblindan hafi verið slík að hann sá ekki afleiðingarnar fyrir, enda ekki fagmaður í bankastjórastarfinu. Þetta verður almannarómur í litlu þjóðfélagi þar sem fólk er að reyna að skilja hvar ábyrgðin liggur, spyr og fær engin svör.
Sé þetta allt dagsatt, eða bara lífseigar villuupplýsingar, þá mega stjórnvöld ekki láta eins og ekkert sé. Hvernig væri það hægt þegar við blasir hrun efnahagskerfisins og forsjáanleg harðindi heillar þjóðar í áratug? Af hverju taka stórnvöld ekki á þessu máli eins og tíðkast í lýðræðisríkjum? Upplýsa fólkið? Kalla menn til ábyrgðar gerða sinna? Vilja þau frekar að áreiðanlegar fréttir, dylgjur og kjaftasögur skiptist á um að upplýsa þjóðina um hvaða valkosti Davíð hafði þegar Glitnismálið kom inn á borð til hans - eða hvaða valkosti hann hafði fyrir tveimur árum til að koma í veg fyrir það - og forða okkur þar með frá núverandi ástandi? Er þetta aðgerðarleysi stjórnvalda nú kannski sönnun þess að við þurfum nýja leiðtoga, nýja menn við stjórnvölinn sem skulda engum greiða og stjórna ekki í skugga fyrirrennara sinna? Eða þurfum við bara fleiri jámenn til að þæfa málið?
Sé eitthvað til í öllu þessu fjargviðri sem fjölmiðlar og bloggsíður eru að birta (og ég hef stílfært og stytt hér að ofan) þá myndi sterkur forsætisráðherra víkja embættismanninum Davíð Oddssyni frá, þó áhættan sé að Sjálfstæðisflokkurinn klofni. En veikur forsætisráðherra myndi eflaust taka áhættu á að kljúfa flokkinn með því að láta Davíð sitja áfram. Báðir kostirnir eru slæmir. Bírókratinn Geir er í vanda staddur og því freistar þriðji möguleikinn eflaust mest; að bjóða Davíð stöðuhækkun og finna fyrir hann feitari bita á ríkisjötunni. Væri sá biti á annað borð til því seðlabankinn er engin horrim. Stöðuhækkun væri bírókratíska leiðin út úr klúðrinu. Skítt með vilja þjóðarinnar. Skítt með allt tal um ábyrgð.
Sjálfstæðisflokkurinn lengi lifi! Ég meina "Nýi Sjálfstæðisflokkurinn"...
Jón Ármann Steinsson
PS. Fréttamannafundur forsætis- og utanríkisráðherra í dag opinberaði hver er sterkari leiðtogi af þeim tveimur. Ingibjörg kom fyrir eins og starfandi forsætisráðherra á þeim fundi. Úr tómarúmi Geirs heyrðum við bírókratískar neðanmálsgreinar, jaml og fuður þegar Ingibjörg gerði hlé á máli sínu til að anda. Hún hafði svörin sem Geir hafði ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2008 kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 09:38
tregða til sjálfskoðunar
Íslendingar eru ekki tilbúnir að skoða eigin gerðir með gagnrýnisaugum. Hvorki í dómsmálum, pólitískum uppgjörsmálum né þegar kemur að efnahagslegu siðferði eða meintum efnahagsbrotum eins og hér um ræðir.
Við skulum ekki gleyma því að helstu breytingar á íslensku réttarfari hafa orðið vegna þrýstings frá Evrópubandalaginu og útaf EES. Það er ekki nema örstutt siðan að rannsóknarfulltrúar bæjardóms fóru með bæði ákæruvald og dómsvald - já, sami maður þurfti að ákæra og gera svo upp við sig sekt viðkomandi. Okkur finnst þetta fáránlegt í dag en í denn var þetta kerfi varið með kjafti og klóm af þeim sem sátu við kjötkatlana.
Nú halda menn kannski að hægt sé að skoða fjármálasukk og spillingu með hlutlausum augum. Ég tel að það sé barnaskapur þar til við höfum fjarlægst þetta tímabil sem nú er að ganga yfir. Kannski er "kerfið" tilbúið í slíka sjálfsskoðun þegar (eða ef) við þurfum að ganga í Evrópubandalagið og taka upp lög og viðmið sem eru áratugum framar en okkar eru í dag. Núna verður sjálfsrýni kerfisins hálfkák eins og hingað til.
Í íslenskri réttarfarssögu eru fá eða engin fordæmismál fyrir svona brotum eins og hér er ýjað að. Ef það finnast slík fordæmi erlendis þá eru þau ekki gjaldgeng í samanburðarrökfræði sakarvaldsins þegar íslensk löggjöf er á kardimommubæjarstigi miðað við EB lög. Ég hef enga trú á íslensku réttarkerfi þegar hvert einasta efnahagsbrotamál er prófmál og engir fordæmisdómar eru rannsakendum eða dómendum til hliðsjónar. Í slíku umhverfi taka rannsóknir langan tíma og Baugsmál verða að "norminu" en ekki undantekningunni.
![]() |
Ítreka kröfu um rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 16:46
ENRON og íslensku gulldrengirnir
af Wikipedia.org - svona til samanburðar...
Enron had created offshore entities, units which may be used for planning and avoidance of taxes, raising the profitability of a business. This provided ownership and management with full freedom of currency movement, and full anonymity that would enable the hiding losses that the company was taking.
These entities made Enron look more profitable than it actually was, and created a dangerous spiral in which each quarter, corporate officers would have to perform more and more contorted financial deception to create the illusion of billions in profits while the company was actually losing money.
This practice drove up their stock price to new levels, at which point the executives began to work on insider information and trade millions of dollars worth of Enron stock.
The executives and insiders at Enron knew about the offshore accounts that were hiding losses for the company; however the investors knew nothing of this.
Chief Financial Officer Andrew Fastow led the team which created the off-books companies, and manipulated the deals to provide himself, his family, and his friends with hundreds of millions of dollars in guaranteed revenue, at the expense of the corporation for which he worked and its stockholders.
![]() |
Aðdragandi hrunsins rannsakaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.11.2008 kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 07:39
Hafskipsmálið skoðað? Tja, ætli það...
Ég hef enga trú á sjálfsrýni kerfisins. Kerfiskarlarnir hafa engan hag af því að opna gömul skítamál, sérstaklega ekki ef þau tengjast embættismönnum eða pólitíkusum sem eru ennþá í áhrifastöðum.
Kerfið hafnar átomatískt öllum svona beiðnum og það þarf átök til að ná þeim í gegn. Ef einhver þjóðfélagsrýnir tæki sig til og skoðaði kærur, kvartanir og/eða rannsóknarbeiðnir almennings/fyrirtækja á hendur íslenskum embættismönnum, lögreglunni, réttarkerfinu, etc., þá tel ég að niðurstaðan yrði verðug sem námsefni í "afneitunarsálarfræði" í HÍ - en ekki heimild um gagnsætt og spillingarlaust stjórnkerfi.
Halda menn virkilega að litla Ísland hafi komist svona ofarlega á lista yfir spillingarlaus stjórnkerfi heimsbyggðarinnar af því hér er engin spilling? Ó nei, við erum svona ofarlega á listanum af því við lokum augunum fyrir frændsemis- og einkavinavæðingu, samtryggingu kerfiskarlanna, bankasölu til stjórnmálamanna, einokun á varnarliðsframkvæmdum, lóðaúthlutunum til ættingja og vina, og öðru sem vestræn þjóðfélög létu ekki viðgangast.
Gangi þeim vel með Hafskipsmálið - eftir önnur 20 ár eða svo.
![]() |
Hafskip enn í skotlínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 20:59
Hafskipsrannsókn - ha, ha, ha...
Þvílíkur barnaskapur að halda að íslenska embættismannakerfið eða dómskerfið sé þess umkomið að rannsaka sjálft sig og komast að hlutlausri niðurstöðu. Meira að segja hvítþvottsrannsókn hefur ekki gerst á Íslandi nema að undangengnum pólitískum raftaríðingum. Rannsókn kerfisins á sjálfu sér hefur ALDREI endað með öðru en humm og tja og nýjum bónuðum geislabaugum.
Hafskipsmálið var rammpólitískt á sínum tíma og er jafn talandi dæmi um gloppótt réttarkerfi og Geirfinnsmálið, svo ekki sé minnst á Baugsmálið. Við skulum ekki gleyma því að löggjöf á Íslandi er áratugum á eftir nágrannaríkjunum þegar kemur að fjármála og fyrirtækjarekstri. Gott nærtækt dæmi; ef stjórnarmaður/eigandi í erlendu almenningshlutafélagi tæki þaðan lán og keypti fyrirtæki og seldi það síðan almenningshlutafélaginu á margföldu verði þá væri það talinn auðgunarglæpur - en á Íslandi er þetta í fínu lagi og hluthafarnir, fjármálaeftirlitið, stjórnmálamenn, almmenningur segir ekki bofs. Halda menn virkilega að áratugagamalt Hafskipsmál fái þá kerfisskoðun sem það á skilið þegar nýrri mál og miklu augljósari eru hunsuð? Þar er líklegur brotaaðili ríkið sjálft, embættismannakerfið og dómskerfið. Áttu annan...?
Meðan versti réttarglæpur Íslandssögunnar - Geirfinnsmálið - stendur óendurskoðaður finnst mér hæpið að Hafskipsmálið fái eðlilega skoðun. Það endar með hvítþvætti eins og hefðin er á Íslandi. Kerfið er einfaldlega ekki með þann siðferðisþroska (með innbyggðum samtryggingum, kunningatengslum, siðferðisbrestum) til að geta litið í spegil og kreist úr graftarkýlunum.
![]() |
Hvetja til rannsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2008 | 13:41
...hvílíkur léttir að vera
Að hugsa sér að fyrir 100 árum gat blökkumaður átt á hættu að vera dæmdur fyrir að vera á ferð í bíl með hvítri konu ef "grunur" var um að hann hefði eitthvað "ósæmilegt" í hyggju.
Ég heyrði um konu í suðurríkjunum sem var með blökkumannablóð í æðum en hún var hvít á hörund. Þessi kona reyndi vísvindandi að halda sig frá sól svo hún tæki ekki lit. Sólbrúnkulaus taldi hún sig vera "nógu hvíta" til að geta talist hvít. Skilgreiningin "white enough" sýnir hversu fáránleg fílósófía kynþáttafordómar eru. Það sem var í húfi fyrir hana var hvorki meira né minna en frelsið. Hún var nefnilega nógu hvít til að vera frjáls því þetta var fyrir þrælastríðið. Það eru ekki nema 150 ár eða svo.
![]() |
Jack Johnson verði náðaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt 8.10.2008 kl. 04:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2008 | 05:08
Eingöngu eðjótar skrifa glæpasögur...
Fyrir rúmum áratug sagði Arnaldur við mig yfir bjórglasi að hann hugðist skrifa glæpasögu. Ég átti ekki til orð: "Ertu brjálaður, maður. Það er bókmenntalegt sjálfsmorð! Veistu ekki hvað kom fyrir háæruverðuga hæfileikamenn eins og Leó Löve lögfræðing sem skrifaði glæparómana á íslensku - menn horfðu á hann með eiturglyrnum og hornaugum eins og hann væri skrítinn. Nei, Arnaldur," sagði ég af sannfæringu, "enga vitleysu. Haltu áfram að skrifa kvikmyndagagnrýni fyrir Moggann og þér mun farnast vel. Glæpasögur á Íslandi eiga enga framtíð fyrir sér..."
Þessi ráðlegging til vinar er dæmi um lífsreglu númer eitt. "ef þig langar til að gera eitthvað utan alfaraleiðar, EKKI hlusta á ráðleggingar vina og kunningja heldur farðu eftir því sem hjartað segir."
Nú, rúmum tíu árum síðar, er Arnaldur mest lesni rithöfundur mörlandans og víðar, þrátt fyrir "góð ráð" frá besservisserum eins og mér.
Reyndar var þetta frekar hávær krá. Eftir á að hyggja þá held ég að Arnaldur hafi ekki heyrt orð af því sem ég sagði fyrir skvaldri. Sem betur fer. Heimurinn er betri fyrir vikið.
![]() |
Arnaldur í The Times |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 05:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2008 | 01:50
Er Geir Harði með Pé Err í hjarta?
Smánarlegar bótaupphæðir fyrir fórnarlömb Breiðuvíkurmálsins eru minnismerki um skilningsleysi valdamanna á hvað "bæturnar" eiga að tákna. Geir Harði og lögmaður ráðuneytisins virðast ekki skilja að þessar bætur eru ekki tölur úr kredit dálki ríkisbókhaldsins heldur tákn um útrétta sáttahönd kerfisins til fórnarlamba þess.
Ef Geir Harða og kó finnst bæturnar sanngjarnar í núverandi smánarmynt þá ættu þeir kannski að skoða PR gildi þess að hækka þær því Pé Err gildið er præsless. Málið er að þessi ríkisstjórn er sú þurrkuntulegasta sem ég man eftir. Nú er lag fyrir Geir og kó að setja upp mannlega ásýnd.
Hér er planið: Geir Harði og lögmaður forsætisráðuneytisins sýna hversu stórt og gæfuríkt hjarta slær bakvið myndugleikan með því að smíða endurbætt og hærra bótafrumvarp. Þjóðin myndi kaupa hjartagæskuna eins og skot. Allir græða: Geir Harði fengi atkvæði fyrir innrætið um alla framtíð og kannski prik hjá almættinu líka. Svoi yrði krækt fálkaorðu á ráðuneytislögmanninn fyrir gæfuríkt æfistarf, þar með talið afskipti hans af Breiðuvíkurmálinu sem málssvara lítilmagnans - hvur veit?
En þangað til þessir ráðamenn sjá heildarmyndina þá verður þessi bótakafli enn einn smánarbletturinn á kerfinu - kerfi sem virðist ekki þess umkomið að setja upp mannlega ásýnd, ekki einu sinni sem stundargrímu.
![]() |
Harma framgöngu forsætisráðuneytisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2008 | 07:24
Ég er líka reiður!
![]() |
Fimm stig gefa 375 þúsund krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)