"Homeland Security" og saklaus heimsmynd...

Þetta Erlu Óskarmál er ekki eins einfalt og sumir vilja halda. Hér eru nokkur atriði sem hafa gleymst í samhenginu:

1. Það ríkir kaos í innflytjendamálum BNA. Landið hefur verið með opin landamæri og allt landamæraeftirlit í klessu. Flestir þeirra sem er ólöglegur komu með farþegaflugi, máttu vera í nokkra mánuði en fóru ekki heim aftur innan frests - alveg eins og Elva Ósk gerði árið 1995. Nú er byrjað að taka hart á fólki sem ber svo litla virðingu fyrir innflytjendalögum BNA að það brýtur þau ítrekað - eins og Erla Ósk hefur gert og viðurkennir fúslega. 

2. Svo er það heimsmyndin: Bandaríkin eru í stríði við óvin sem er hvorki með skipulagðan her né lítur herstjórn. Þetta er annarskonar kaos sem þýðir að framganga heimavarnarliðs, landamæravarða, hermanna, etc., gagnvart sakleysislegu fólki jafnt sem terroristum eru stundum yfirdrifin. Þessir sömu landamæraverðir keyra heim til sín frá JFK flugvelli og framhjá þeim stað þar sem World Trade Center stóð í denn og sást í 50 km fjarlægð. (Til fróðleiks má geta þess að tilræðismennirnir 19 voru ólöglegir í landinu  - og að hlutfallslega flestir glæpir eru framdir af fólki sem er ólöglegt í landinu (www.judicialwatch.org) - og að meirihluti ólöglegra kemur inn í landið með farþegaflugi - og allar fangageymslur eru yfirfullar - og mikið í húfi að gera ekki mistök í starfi. Þetta er daglegur veruleiki landamæravarða á JFK flugvelli.)

3. Ef maður/kona reynir að komast inn í BNA vitandi það að hann/hún hefur gerst brotleg/ur við innflytjendalög, er þá nokkur ástæða til að hneykslast á því ef viðkomandi er gripinn og send/ur aftur heim? Vonandi eru alir sammála um það sé eðlielegt og að maðurinn/konan þurfi að taka afleiðingum gerða sinna. 

4 . Þá er það meðferðin sem eftir stendur. Umræðan á Íslandi virðist öll ganga út frá því að hér sé kona sem skrapp bæjarferð til að versla og það var brotið á henni af bandarískum yfirvöldum. Málið er að manneskjan ætlaði vísvitandi að brjóta bandarísk lög og hafði komist upp með sama brot einu sinni áður af því landamæraeftirlitið var ekki sem skyldi. Og hún sagði landamæraverðinum frá því! Erla Ósk hefur alla mína samúð að hafa gengið í gegnum þessa reynslu en við hverju bjóst hún? 

5. Og, síðast en ekki síst, hvað vitum við um hvað annað var í gangi þennan dag á JFK og hvað vandamál landamæraverðirnir höfðu við að glíma í að prósessa fólk aðra en Erlu Ósk? Hvað ættu þeir að gera annað en að setja fólk í fangaklefa meðan verið er að vinna úr þeirra málum. Þetta er ekki hótel og það á ekki að vera "þægilegt" að gista - en að sjálfsögðu hefði hún átt að fá að borða og drekka. Ef það er eina réttmæta kvörtunin þá finnst mér mikið jaml og fuður gert úr smámunum. 

Það var eins gott að hún fór ekki í óundirbúna verslunaferð til Íran...


mbl.is Haft samband við heimavarnaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

forréttindaþjóðin ísland og bandarísk lög...

Ég leyfi mér að fullyrða að innflytjendalög USA eru mun sanngjarnari en innflytjendalög á Íslandi.  Þetta Elru Óskar mál er ekki einu sinni fréttnæmt enda er greinilega bara hálf sagan sögð. Venjulegt hugsandi fólk hefði kynnt sér hvað bar að gera til að fá að koma aftur til USA eftir að hafa brotið innflytjendalögin.

Kjarninn í þessum fréttaflutningi er hversu ósanngjarnir landamæraverðirnir voru hleypa ekki konu inn í landið. Og að meðferðin hafi verið ómanneskjuleg á meðan hún beið eftir næstu flugvél heim aftur.

Ég þekki aðeins til þessara mála þar sem ég er að vinna heimildarmynd um innflytjendamál USA og hef skoðað hundruð af svipuðum málum. Handjárn eru eftir því sem ég best ekki notuð nema fólk sé með einhver læti eða líklegt til að skaða sjálft sig. Eflaust hefur konunni brugðið við að vera vísað úr landi og viðbrögðin eftir því. Kannski hafa þeir fundið vínlykt líka en hún segist hafa drukkið eiitt hvítvínsglas í flugvélinni. Svo er það 14 klst biðin án matar og drykkjar. Ein aðferð sem þeir nota er að leyfa fólki að "cool down" og láta það afskiptalaust á meðan. 

 Já, hér er ekki allt sem sýnist...

Forsendurnar fyrir þessari "frétt" eru bull. AÐ ætla að vaða í gegnum vegabréfaskoðun á "íslenskum forréttindum" einum saman er bara bull og að ætla að krefjast afsökunar á framkomu landamæravarða án þess að hafa alla söguna er enn verra bull. Utanríkisráðherra ætti að athuga sinn gang áður en hún fer í þann slag.


mbl.is Mun krefjast afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er verið að tilnefna?

Mér sýnast Eddutilnefningar í ár endurspegla umræðuefnin í þjóðfélaginu frekar en framúrskarandi kvikmyndagerð. Ástæðan fyrir því að ég drep niður penna var frétt á mbl.is þar sem höfundur "Veðramóta" segist undrandi að fá ekki fleiri tilnefningar en 11. Þetta hlýtur að vera húmor – eða hvað?

Jú, efniviður Veðramóta er tíðarandanum hjartfólginn og þá er vert að hampa myndinni umfram ellefu sinnum. En hvaða sögu er Veðramót að segja? Sögu hvers? Hippa í uppreisn? Endurlit miðaldra konu?

Það eina sem stendur upp úr er saga og leikur Heru Hilmarsdóttur. Handritshöfundur hefði betur fylgt hennar sögu – frekar en að vafra út um víðan völl í leit að plástri á samviskubit einhvers hæstaréttardómara (Tinnu G.) sem rammar söguna inn í litlaust og tilfinningalaust fortíðaruppgjör sitt.

Ég spyr bara; “hú kers?”

Veðramót útskýrir ekki af hverju þjóðfélagið höndlaði “vandræðabörn” með þessum hætti – hún fylgir ekki fórnarlömbunum - fylgir ekki gerendunum - fullnægir ekki réttlætisþörf áhorfandans sem vill lifa sig inn í og taka þátt í lokauppgjöri sögunnar. Höfundur kýs í staðinn að segja sögur um hippa sem eru að reyna að fóta sig í fullorðinsheimi, verða fórnarlömb aðstæðna og misskilnings, einn þeirra verður sakfelldur fyrir eitthvað sem enginn skilur hvað er, og leggst í neyslu. Semsagt, mannlegur harmleikur sem gat allt eins hafa gerst í gaggó vest.

Mér er spurn: Var tilnefninganefnd Eddunnar að tilnefna pjáturgylltan myndrammann en ekki sjálfa myndina?

Og hana nú!
mbl.is Saknar nokkurra tilnefninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband