Færsluflokkur: Evrópumál

Já, ræktum áfram gamla góða spillingarakurinn

Það er eins og íslenskir stjórnmálamenn séu heiladauðir þegar kemur að orsökum stjórnmálakreppunnar og fjármálakreppunnar. Þeir vilja halda áfram að vökva sama gamla illgresið af því það er alíslenskt og gróðursett af þeim sjálfum.

Reglugerðir Evrópusambandsins eru velflestar til þess gerðar að koma í veg fyrir spillingu, hindra uppgang fámennishagsmuna á kostnað almenningshagsmuna, uppræta klíkuskap, opna stjórnkerfið til upplýsingar fyrir almenning, afmarka aðkomu hagsmunaaðila að lagagerð, og fleira sem gott getur talist í íslensku samhengi.

Í staðinn gefa Vinstri-grænir út glórulausa alhæfingu gegn öllum breytingum á íslenskri stjórnsýslu:

"Þar til þjóðin hefur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins."

Hvað gæti svo sem versnað ef íslenska stjórnkerfið nýtti sér reynslu Evrópusambandsins?


mbl.is Hagsmunum best borgið utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðum orðalag ráðuneytisins:

Í fréttinni stendur: "Utanríkisráðuneytið segir, að alþjóðlegum lögum um fjármálastarfsemi sem framfylgt á Íslandi." MÍN ATHUGASEMD: Orðið "framfylgt" er fullyrðing um að lögunum sé fylgt eftir með aðgerðum. Þetta vita allir að er rangt. Er ekki kominn tími til að gera úttekt á hvaða lögum er framfylgt í raun - og hvaða kærur ná fram að ganga í kerfinu og hvaða kærur sofna í meöförum eða er vísað frá. Það væri athyglisverð stúdía svo ekki sé meira sagt.

"Þá sé landið aðili að innri markaði Evrópusambandsins með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og því gildi sömu lög og reglur um fjármálastarfsemi og í Evrópusambandinu, þar á meðal um peningaþvætti og eftirlit með fjármálastarfsemi." MÍN ATHUGASEMD: Það er eitt að hafa lög á bókunum og annað að fylgja þeim eftir. Ef löggjafinn, lögregla og eftirlitsstofnanir hefðu fúnkerað á Íslandi þá væri ekki svona komið fyrir þjóðinni eins og nú er.

"Að auki taki Ísland þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn peningaþvætti." MÍN ATHUGASEMD: Ókei, hvar er árangurinn að því samstarfi? Hefur verið flett ofan af einhverju misjöfnu í íslenskri fjármálastarfssemi sem um tíma var ein sú umsvifamesta í Evrópu - eða er Ísland gersamlega laust við peningaþvætti? Vissi ráðuneytið um fjármagnsflutninga til og frá skattaparadísum suður í Karíbahafi, Rússlandi og víðar og fullyrða þeir nú að allt var þar með felldu?

Trúverðugleiki stjórnvalda hefur ekkert breyst við að Geirsstjórnin stóð upp úr stólunum. Sami hugsunarhátturinn gildir ennþá. Það er greinilegt.


mbl.is Alþjóðlegum lögum framfylgt hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband