Færsluflokkur: Ferðalög

Hvað með vegabréfaeftirlit og tollskoðun?

Getur það verið að slúðurmillan hafi mulið nokkur sannleikskorn hér á árum áður þegar Reykjavíkurflugvöllur var eins og einkaflugvöllur útrásarvíkinganna - en þá voru uppi lífseigar kjaftasögur um innflutning á erlendum lagskonum, vinum, viðskiptavinum, og veisluföngum (t.d. kókaín, segir sagan) enda stanslaust partí. Kjaftasagan þá var að öll traffíkin hafi verið eftirlitslaus. Einkavélar lentu og svo löbbuðu menn bara beint út með sinn farangur og sína gesti eins og þeit ættu pleisið. Þegar þeir fóru var sama frjálsræðið.

Þessi tilvitnun í frétt Mbl er dáldið skerí: "Sáralítið eftirlit var með farþegum einkaþotna á umliðnum árum. Við skoðun rannsóknarnefndar Alþingis á farþegalistum kom í ljós að flugrekstraraðilum ber ekki skylda til að halda utan gögnin. Þær upplýsingar sem rannsóknarnefndin fékk um þessi efni voru langt frá því að gefa heildstæða mynd af umfangi flugs eða farþega."

Hver skyldi bera ábyrgð á þessu?


mbl.is Ófullkomnir farþegalistar einkaþotna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótari kassi vandfundinn

Góð hugmynd að byggja hótel. Slæm hugmynd að byggja þetta hótel. Ég smellti á linkinn í fréttinni til að skoða fyrirhugaða hótelbyggingu við Leifsstöð.

Vúff! Ef þetta er fyrsta mannvirkið sem ber fyrir augu þeirra sem koma að heimsækja landið - n.b. hótelið er staðsett við útkeyrsluna frá Leifsstöð - þá sé ég ekki nema eitt jákvætt við það: Frá þeirri stundu verða allar íslenskar byggingar fegurri og tilkomumeiri en þessi. Reyndar held ég að skóflustungan sem tekin var um helgina, þ.e. gapandi sárið í hrauninu, sé meira augnayndi...


mbl.is Byggja hótel við Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband