Færsluflokkur: Matur og drykkur
3.12.2010 | 19:24
Á að kúga smásölubransann til að selja matvörur yfir kostnaðarverði?
Sumt í íslenskri verslunarhugsun meikar ekki sens. Eins og t.d. að þetta sé siðferðislega rangt gagnvart neytendum - sjá tilvitnun úr frétt mbl þar sem Kostur kvartar yfir lágu vöruverði í Bónus:
"Sem dæmi má nefna að innkaupsverðið á 1 lítra af nýmjólk sem Kostur greiðir Mjólkursamsölunni er 101 kr. með virðisaukaskatti, en verðið á sömu vöru hjá Bónus er 98 kr."
Nú vill Kostur koma í veg fyrir að Bónus selji vörur undir innkaupsverði á þeim forsendum að það sé neytendum til góðs.
Þetta er óskiljanleg röksemdafærsla. Ef þetta væri regla sem smálsöluverslun yrði að fara eftir þá væri hún eingöngu til þess að hækka vöruverð. Og hver græðir á því? Ekki neytendur. Svo mikið er víst.
Kostur og aðrir sem eru í samkeppni við Bónus verða bara að sætta sig við að vöruverð ræður hvar meðaljón verslar í matinn. Ef Bónus býður betur þá sækja neytendur þangað. Skrítið að Kostur og aðrir sem hrópa hæst um frjálsa og haftalausa verslun vilja straffa þá sem bjóða bestu verðin og knýja fram hærri vöruverð.
Kostur má gjarnan selja mjólkurlíterinn á 97 krónur án þess að ég ásaki þá um ofríki...
Ríkið leiðrétti ofríki Bónuss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.11.2010 | 12:49
Alltaf sama tregðan og hræðsla við breytingar
Þetta EES ferli er að verða eitt augljósasta dæmið um tregðu landans að breyta því sem er að hrjá þjóðfélagið, stinga á kýlið og hreinsa út.
Skoðum Bændasamtökin og allt það hagsmunabattarí. Ég heyrði góða skýringu á núverandi kerfi en hún er svona:
EES reglugerðir kveða á um að ráðuneyti landbúnaðarmála sé alfarið í forsvari fyrir þessum málaflokki en í íslenska kerfinu er ekki nema 20-30% af "valdinu" í höndum ráðuneytisins - restin er hjá "fagaðilunum" sjálfum og þeirra hagsmunasamtökum. Kannski er þessi skýring rétt analísa á sjálfskipuðu verndarkerfi fagaðila í landbúnaði og sjávarútvegi. Hún hljómar allavega mjög íslensk.
Er það þá furða að þessir "fagaðilar" vilji ekki taka þátt í ferli sem hefur það markmið að gera þá valdalausa og áhrifalitla í hreppapólitískum skilningi. Þá er farinn klíkuskapurinn, samtryggingin, spillingin, og í staðinn kemur regluveldi sem er ekki að þjóna Palla frænda eða Jóni útí sveit. Hvað yrði þá um niðurgreiðslur, mjólkurkvóta, tómataverðið, alla styrkina...? Vúff, válistinn er endalaus.
Bændur eru sem stétt eru háðir breytingum sem þeir hafa enga stjórn á. Þjóðfélagið breytir neysluvenjum og bændur þurfa að aðlaga sig að því. Veðrið breytist, tún kala eða sauðburður mistekst, bændur aðlagast. Innflutnings- og tollareglur breytast og bændur aðlagast. Er nokkuð skrítið að þeir vilji hafa smá kontról í kerfinu sem hlúir að rekstrargrundvelli "fagsins". Þetta er íslenska aðferðin.
EES aðferðin gefur minna færi á spillingu meðan íslenska kerfið er í endalausri framsóknarvist. EES aðferðin þýðir líka að bændur þurfa að aðlaga sig að reglum sem hafa sannað sig á meginlandinu að virki og þeir munu ekki hafa nema lítil áhrif á. Það verða þjáningar við þær breytingar en vandinn liggur ekki í nýju reglunum heldur núverandi kerfi sem byggir á stundarhagsmunum fagsins og íslenskri pólitík - sem sagt gildum sem hafa ekki reynst okkur vel.
Rökin sem bændur (og EES andstæðingar) nota nú gegn yfirvofandi aðlögun eru skondin. Fyrst var talað um kostnað og óþarfa fjáraustur. Já en það er Evrópusambandið sem borgar okkur milljarða til að vinna þessa vinnu! Æ, æ, - en þá var talað um að þetta væru mútur. Og enn er talað digurbarkalega um allan kostnaðinn við undirbúning og aðlögun, bla, bla, bla. Það er sama þótt Ísland sé þiggjandinn og kostnaðurinn fari inn í efnahaginn hér til að skapa störf og verðmæti og þekkingu. Veitir nokkuð af slíku, spyr ég. Hvaða skaði er að því að nýta þetta tækifæri til að laga íslenska stjórnsýslu? Jú, hagsmunahóparnir munu á missa fótanna í kerfinu. Það er orsök tregðunnar. Ekkert annað.
Maður er minnugur þess að talsmenn tregðunnar hér eru sömu "fagaðilar" og mótmæltu komu símans á sínum tíma. Nánast allar breytingar í íslenska stjórnkerfinu undanfarna áratugi hafa verið fyrir atbeina EES og sumar hafa verið sársaukafullar. Ein sú fyrsta var í dómskerfinu þegar Evrópusambandið skikkaði okkur til að skilja í milli sækjanda og dómara á lægsta dómstiginu, - arfur okkar frá nýlenduveldi dana. Þá var líka vælt og skælt. Alltaf sama tregðan...
Neituðu að lána starfsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)