20.1.2010 | 00:38
"Save the people of Iceland" - i.e. "ICESAVE" for short
Gat ekki annað en hlegið þegar ég las þessa frétt á mbl.is:
---Stofnuð hefur verið bænaskrá á netinu þar sem hægt er að skrifa undir áskorunina: "Björgum Íslendingum", eða eins og það útleggst á ensku: "Save the people of Iceland"---
Kreppa og hremmingar skapa ný tækifæri og hér er tækifæri til að endurnota frægasta vörumerki Íslands "ICESAVE" enda er það tilvalið nafn á þessa bænaskrá. Hingað til hefur verið hægt að hala inn pening út á vörumerkið. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin.
Skyldi ekki vera hægt að selja þessum samtökum vörumerkið?
Úps. Hver á ICESAVE? Þjóðin eða Landsbankinn?
Spyr sá sem ekki veit...
Björgum Íslendingum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.