12.3.2010 | 03:32
CIA, LSD, hvalkjöt og réttlæti þessa heims.
Sushi kokkur í Los Angeles hefur verið ákærður fyrir að "byrla" veitingahúsagestum hvalkjöt. Alríkislögreglan var með svokallaða "sting operation" sem fletti ofan af glæpakokknum.
Samhengið við eiturbyrlun CIA í Frakklandi eftir stríð er náttúrulega fáránleg. Ennþá hefur enginn verið ákærður fyrir að LSD-eitra fyrir heilu bæjarfélagi nú 60 árum síðar. En sushi kokkurinn situr í súpunni.
Hvalkjöt versus LSD. Hmm...
Við íslendingarnir hér í suður Kaliforníu höldum þorrablót um næstu helgi. Nú er eins gott að vera á varðbergi fyrir FBI og mögulegum "önderkover operatifs" sem gætu slæðst inn á hófið og smakkað á góðgætinu, tekið sýni, handtekið kokkinn. Jafnvel báða kokkana. Það hefur komið upp hugmynd um að kokkarnir okkar klæðist síðum regnfrökkum og útbýti hval og öðru lostæti í húsasundinu við hliðina á hótelinu. Slútandi hattbörð og uppbrettir frakkakragar munu torvelda vitnisburði viðtakenda ef til handtöku kemur. Engir fjármunir munu skipta um eigendur í húsasundinu svo það ætti að vera óhætt fyrir þá sem þiggja bitann. Affarasælla er að þiggja en gefa skv lögum hér vestra. Íslendingafélagið sem selur aðgang að blótinu gæti aftur á móti þurft á góðum lögfræðingi að halda. Svokölluðum "kriminal lojer".
Já, guð hjálpi kokkunum og allri íslensku þjóðinni ef löggan grípur þá glóðvolga með þorramatinn. Ástkæri, ylhýri klakinn kæmist þá í heimsfréttirnar fyrir enn einn glæpinn, (útflutning á ólöglegum fæðuefnum) og það ofan á æseif, bankahrunið, og allt hitt.
Hér er frétt Los Angeles Times um hvalkjötsglæpinn: http://www.latimes.com/entertainment/news/wire/sns-ap-us-whale-sushi-sting,0,2114925.story
Gerði CIA tilraun með LSD á heilu þorpi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 03:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.