15.3.2010 | 22:37
Ljótari kassi vandfundinn
Góð hugmynd að byggja hótel. Slæm hugmynd að byggja þetta hótel. Ég smellti á linkinn í fréttinni til að skoða fyrirhugaða hótelbyggingu við Leifsstöð.
Vúff! Ef þetta er fyrsta mannvirkið sem ber fyrir augu þeirra sem koma að heimsækja landið - n.b. hótelið er staðsett við útkeyrsluna frá Leifsstöð - þá sé ég ekki nema eitt jákvætt við það: Frá þeirri stundu verða allar íslenskar byggingar fegurri og tilkomumeiri en þessi. Reyndar held ég að skóflustungan sem tekin var um helgina, þ.e. gapandi sárið í hrauninu, sé meira augnayndi...
Byggja hótel við Leifsstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér, mér klossbrá þegar ég sá myndina af þessum ljóta kassa við Leifsstöð. Mikið klúður á annars góðri hugmynd.
elias (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 23:05
Lítur út eins og gamli Klúbburinn, nema heldur ljótara. Ég vil kalla svona hryðjuverk. Hver fer á svona hótel nema í neyð? Vilja þeir ekki bara byggja svona skápahótel eins og í japan? Þetta er rosalegt.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2010 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.