1.4.2010 | 14:28
Er kaþólskan dulbúinn spíritismi?
Það sem mer finnst undarlegt við kaþólskuna er hversu lík hún er því sem trúfróðir menn kalla spíritsima - en samt er kaþólska trúarkerfið á móti spíritisma. Að taka menn í "guðatölu" eða "dýrlíngatölu" (sem er að mínu mati eitt og það sama) og síðan sækja eftir "nálegð" við þessar sálir er ekkert annað en spíritismi. Að vísu er ekki miðill á staðnum en kirkjan hefur tekið að sér það hlutverk "in absentia" með því að setja þessar manneskjur á þennan stall.
Dýrlingakúltúrinn og páfadýrkun eru aðaleinkenni kaþólskunnar. Það eru búnar til styttur af viðkomandi, eða gullrammaðar ljósmyndir, og fólk biður fyrir framan þessi skurðgoð - því þetta eru jú skurðgoð, ekki satt? Þeim eru meira að segja færðar fórnir. Það eru samdar bænir til dauðra sbr Maríubænin.
En bíddu við, er ekki fyrsta boðorðið sbr Mósebók: "Þú skalt ekki aðra guði hafa en mig"? Gildir það boðorð þá fyrir alla aðra en kaþólikka? Eða eru kaþólikkar ekki kristnir heldur einfaldlega spíritistar?
PS. Best að játa strax að ég er alinn upp í kaþólsku, var fermdur kaþólskur og hvaðeina, en kvaddi regluveldið fljótlega upp úr því. Verð því tæplega tekinn í dýrlingatölu héðan af...
Jóhannes Páll varla gerður dýrlingur strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki munurinn á Kristnum og kaþolikkum sá;
að kristnir dýrka Krist en María mey og páfinn eru dýrkuð hjá kaþolikkum?
"Þú skalt ekki aðra guði hafa en mig"?
Er hægt að segja að kaþolikkar séu Kristnir ef þeir eru með röð af dýrlingum í kringum sig?
Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 15:38
Það er ánægjulegt að sjá, að ástæðan sem Jón Ármann Steinsson hefur haft fyrir því að yfirgefa móðurkirkjuna, er EKKI sú, að hann hafi haft réttan skilning á trúarkenningu hennar og trúariðkun, heldur þvert á móti sú, að hann misskildi þar meginatriði. Jákvætt er það og lofar góðu, af því að misskilning má þó alltaf leiðrétta og leiða menn aftur til rétts skilnings.
Jón Valur Jensson, 1.4.2010 kl. 19:28
Jón Valur mættur.
Í ljósi þess að um alla veröld hefur kaþólska kirkjan verið bæði vettvangur og skjól hempuklæddra barnaníðinga er ekki komin tími til að banna þessa kirkju? Hvað segirðu það?
valdimar (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 20:42
Ætti þá ekki að leggja niður Barnastofu, Þjóðkirkjuna, skátahreyfinguna bandarísku (sem hefur þó kvartað yfir því að hafa ekki fengið að verja sig fyrir aðkomu slíkra), upptökuheilmili unglinga á Íslandi, fósturheimili o.fl. stofnanir?
Ég hélt það væri frumatriði, að glæpamenn bæru sjálfir ábyrgð á glæpum sínum, sem og aðrir meðsekir, en ekki vinnustaður þeirra eða einhver risafélagsskapur sem þeir kunna að hafa verið pínulítill partur af.
Jón Valur Jensson, 2.4.2010 kl. 02:59
Glæpir kaþólsku kirkjunnar í þessum efnum eru af þeirri stærðargráðu að aðrir aðilar og samtök komast ekki með tærnar þar sem þessi kirkja hefur hælana. Og er jafnframt ljóst að kaþólskir yfirmenn hafa staðið fyrir þöggun og yfirhylmingu, kannski til 'að glæpamenn bæru (ekki) sjálfir ábyrgð á glæpum sínum'. Þar sem vitað er að fá kynferðisbrot komast upp og enn færri eru kærð má ætla að þessir glæpamenn séu ekki 'pínulítill partur' kaþólsku kirkjunnar.
valdimar (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 10:14
Þetta er nú dæmigert um öfgafullar ýkjur, hr. eða frú valdimar, að tala um " að aðrir aðilar og samtök komast ekki með tærnar þar sem þessi kirkja hefur hælana" í þessum efnum, enda fylgir þessu enginn rökstuðningur þar um af þinni hálfu.
Jón Valur Jensson, 2.4.2010 kl. 10:45
Hafa ber í huga, að kaþólska kirkjan (um 1100 milljónir manna) er um 4300 sinnum stærri en Þjóðkirkjan og prestar hennar (um 400.000) eru næstum 3000 sinnum fleiri en Þjóðkirkjuprestar.
Jón Valur Jensson, 2.4.2010 kl. 10:53
Hr eða frú Jón valur, þú telur sem sagt að vegna stærðar kaþólsku kirkjunnar og jafnframt fjölda presta þar á bæ séu þessir glæpir ekkert tiltökumál? Öfgafullar ýkjur segirðu. Eins þú bendir á þá er kaþólska kirkjan fjölmenn, hún er líka mörg hundruð ára. Einmitt vegna þess hafa aðrir aðilar og samtök ekki tærnar þar sem þessi kirkja hefur hælana í þessum efnum.
,,Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá."
valdimar (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 11:37
Já, af ávöxtum kirkjunnar manna má þekkja þá, og ótalmörg eru miskunnarverk einstakra kaþólskra manna og sameinaðra safnaða um stórvirki í hjálpar- og neyðarstarfi. Þú hefur t.d. heyrt getið um hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar, Caritas, Valdimar? En þær eru fjölmargar aðrar, sem og gríðarlegur fjöldi skóla, allt frá barnaskólum og upp í marga háskóla víða um lönd.
Þið eruð ekki að tíunda góðu verkin hér, þau sem unnin eru í trúarhugsjón og af kristinni hvöt og hvatningu, heldur illu verkin hinna tiltölulega afar fáu. Þau verk eru ekki kristin, heldur þvert á móti ókristin, andstæð trúnni, andstæð skyldum kristinna manna, verk sem teljast til hinna mestu synda, þegar verst gegnir, og koma ekki til af trúuðu hugarfari, heldur spilltu, vegna freistingar hins illa.
Gott tré ber góðan ávöxt, en af vondu tré fá menn vondan ávöxt.
Jón Valur Jensson, 2.4.2010 kl. 12:01
Skritið hvað gagnrýnendur trúarbragða eru gjarnir á að rugla saman verkum manna og Guðs verkum. Það þarf ekki kirkju til að menn hylmi yfir brot samverkamanna sinna eða taki rangar ákvarðanir. Hvorki kaþólska né lúterska kirkjan er með einkaleyfi á slíku dómgreindarleysi.
Þó kaþólskan sé að mínu mati afbökun á fagnaðarerindinu þá er kaþólska kirkjan stútfull af einlægu trúuðu fólki. Þetta blogg mitt var eingöngu mitt ófagmannlega álit á því að dýrlingadýrkun væri afbökun.
En af hverju fara umræður á blogginu um Guð og trúmál svona auðveldlega í aðra sálma, - þ.e. að fordæma trúfélag og jafnvel almættið fyrir illvirki örfárra manna? Er svona erfitt að sjá skóginn fyrir trjánum?
jon armann steinsson (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.