Hvað með vegabréfaeftirlit og tollskoðun?

Getur það verið að slúðurmillan hafi mulið nokkur sannleikskorn hér á árum áður þegar Reykjavíkurflugvöllur var eins og einkaflugvöllur útrásarvíkinganna - en þá voru uppi lífseigar kjaftasögur um innflutning á erlendum lagskonum, vinum, viðskiptavinum, og veisluföngum (t.d. kókaín, segir sagan) enda stanslaust partí. Kjaftasagan þá var að öll traffíkin hafi verið eftirlitslaus. Einkavélar lentu og svo löbbuðu menn bara beint út með sinn farangur og sína gesti eins og þeit ættu pleisið. Þegar þeir fóru var sama frjálsræðið.

Þessi tilvitnun í frétt Mbl er dáldið skerí: "Sáralítið eftirlit var með farþegum einkaþotna á umliðnum árum. Við skoðun rannsóknarnefndar Alþingis á farþegalistum kom í ljós að flugrekstraraðilum ber ekki skylda til að halda utan gögnin. Þær upplýsingar sem rannsóknarnefndin fékk um þessi efni voru langt frá því að gefa heildstæða mynd af umfangi flugs eða farþega."

Hver skyldi bera ábyrgð á þessu?


mbl.is Ófullkomnir farþegalistar einkaþotna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu ég hef hugsað þetta síðan 2006. Og kæmi mér það nákvæmlega ekkert á óvart.

Hjalti P Finnsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 18:48

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón,

Ég þekki þetta lítið enda aldrei flogið í neinu nema venjulegum þotum;) en eftir því sem mér skils (og getur vel verið helber misskilningur) þá er nánast ekkert eftirlit með flugi einkaþotna hvar sem er í heiminum.  Tollaeftirlit og vegabréfaskoðun er því lítil sem engin.  Þess má líka geta að Ísland er innan Schengen svo vegabréfaskoðun milli Íslands og annarra Schengen landa er ekki mikilvæg (eða e.t.v. ekki einu sinni þörf - hef ekki flogið til Evrópu utan Íslands síðan ég fluttist til USA 1999)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 12.4.2010 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband