Er Palm ekki líka vasareiknitölva ?

Mikið er maður orðinn leiður á reiknivillum í fréttum úr viðskiptalífinu, sérstaklega þegar sjálf villan er kjarni fréttarinnar eins og hér í þessari frétt þar sem HP er "...að kaupa farsíma- og smátölvuframleiðandann Palm fyrir 1,2 milljarða dala, jafnvirði 550 milljarða króna. "

Hvað er 1.200.000.000 dollarar sinnum 129 kr ? Er það jafnvirði 550.000.000.000 kr?

Ég held ekki.

Því miður á ég ekki Palm til að reikna svona mörg núll en 1.2 sinnum 129 er sirka 155. Söluverð Palm á þá eflaust að vera 155.000.000.000 krónur, sem er 155 milljarðar en ekki 55.

Æ, hvaða máli skiptir það svo sem - þetta eru allt tölur sem varla komast fyrir í munni manns hvað þá í reiknivél...


mbl.is HP kaupir Palm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband