En hvað ef OR vildi eignast aftur alla orkumælana í eigu Finns Ingólfssonar?

Alfreð Þorsteinsson seldi gjaldmæla Orkuveitunnar til Frumherja árið 2001 fyrir 260 milljónir og svo var gerður leigusamningur þar sem OR leigði þessa sömu mæla fyrir tæpar 200 milljónir á ári.

Frá því að mælarnir voru seldir reiknast mér til að OR hafi borgað tæpa 2 milljarða í leigu. Flott fjárfesting það fyrir Frumherja.

En hvað kemur þetta mælamál FInni Ingólfssyni við? Jú, eftir stutta seðlabankasetu, sem og stuttan og farsælan viðskiptaferil, þá eignaðist Finnur ráðandi hlut í Frumherja og á enn.

Víkur þá sögunni til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2010. Setjum þessi milljarðaleigugjöld OR í samhengi við hækkandi orkuverð Reykvíkinga og fjöldauppsagnir. Væru fleiri krónur til í kassa OR ef mælarnir væru enn í hennar eigu?

Af hverju var mæladíllinn góður bissness árið 2001 þegar augljóst var að það myndi kosta milljarða að leigja mælana af Frumherja um ókomna framtíð? Hvaða "viðskiptahvatir" lágu þar að baki? Af hverju getur OR ekki átt sína eigin mæla?

En stóra spurning er og verður; er útleið úr þessum ótímabundna leigusamingi fyrir báða aðila? Og, hvað ef OR vildi nú kaupa þessa sömu mælana af Finni Ingólfssyni og Frumherja til að spara með því milljarða í leigugjöld? Eru þeir til sölu? Og sé svo, hvað er þá eðlilegt söluverð orkumæla sem gefa af sér tæpar 200 milljónir á ári í hreinar leigutekjur? Varla 260 millur??

Núverandi leigusamningur milli OR og Frumherja lýkur árið 2014. Hvað kosta nýjir mælar þá? Varla 260 millur eins og söluverðið var til Frumherja 2001? Meikar sens að kaupa mæla og hætta að leigja af Frumherja?

En víkjum þá að núverandi ársleigu: Hvað ef OR vildi fá lækkaða mælaleiguna í ljósi slæmrar afkomu, stöðu heimilanna og s.frv.?

Jón Gnarr - vinsamlega láttu hlutlausan aðila skoða þetta mál?

Fleiri málsmetandi pólitíkusar gætu látið að sér kveða þegar málið kemst í hámæli: Svandís Svavarsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir (sem sátu í stjórn OR) geta kannski útskýrt söluna, leigusamninginn og framlenginguna? Reyndar vissu þær ekkert þegar DV spurði um þennan díl í miðri búsáhaldabyltingunni 2009 - en kannski hafi spurningin vakið forvitni þeirra þá og þær viti eitthvað núna?

ATH: Þetta blogg mitt er er að mestu byggt á fréttum DV sem stendur sig mun betur en aðrir miðlar þegar kemur að svona málum. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá trúi ég því sjálfur staðfastlega að Finnur Ingólfsson sé heiðarlegur bissnessmaður og hafi ekki brotið neitt af sér í þessu máli né í öðru sem á hann hefur verið borið. Hann er bara svo klár að eiga alla hitaveitu- vatns- og raforkumælana okkar.


mbl.is Harma fjöldauppsagnir hjá OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er snilld

Borga borga

4000 manns eiga allt

restin á ekkert

samt kjósa þeir sem eiga ekkert

hina sem eiga allt

það er líka snilld

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 21:28

2 identicon

Það er nú svo að hið blessaða evrópusamband og EES samningurin segir að söluaðili OR má ekki eiga mælana sem selt er eftir og því þurfti að láta þá fara úr húsi  OR

starfsmaður (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 22:37

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er háalvarlegt mál við verðum að verjast þessum viðbjóði stjórnsýslunar!

Sigurður Haraldsson, 22.10.2010 kl. 02:08

4 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Finnur Finnur að hann er ekki á topp 10 listanum hjá landanum?

Birgir Viðar Halldórsson, 22.10.2010 kl. 10:07

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

víst er Finnur á topp 10 listanum - ásamt Jóni Ásgeiri - Björgólfunum báðum- KB bankastjórunum báðum - Landsbankastjórunum báðum - Ólafi Ólafssyni -og  Hannesi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.10.2010 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband