Sönnunarkvöð ákæruvaldsins um afrakstur fíkniefnasölu er djók!

Um daginn kvað hæstiréttur upp dóm yfir dópsölum sem áttu nokkrar milljónir undir koddanum. Ákæruvaldinu var gert að sanna að féð væri afrakstur fíkniefnasölu en það tókst ekki og ákærðu fengu að halda fénu. Nei, þetta er ekki brandari. Þetta er íslenskur raunveruleiki.

Í eðlilegu réttarríki væri sönnunarbyrðin dópsalans. Hann/hún yrði að sanna að féð væri fengið með löglegum hætti og alls óskylt fíkniefnasölu, framleiðslu, geymslu, eða ólöglegri starfsemi yfirleitt. Og ef viðkomandi ætti féð löglega þá ætti hann/hún líka á hættu að það yrði gert upptækt í sekt fyrir fíkniefnabrotið.

Í USA eru allar eignir fíkniefnasala gerðar upptækar meira að segja þær eignir sem þeir eru með í láni eða hús sem þeir stunda fíkniefnasölu í með vitund eiganda.

Dópið étur þjóðfélagið innan frá. Af hverju er íslenska dómskerfið svona lamað þegar kemur að þessum ófögnuði?


mbl.is Fimmti maðurinn handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

afhveju ekki banna áfengi líka!! það er mjög kemískt og ávanabindandi vímuefni ég bara skil ekki þessa djöfulsins þversögn í nútíma þjóðfélagi?

að leyfa eitt en banna annað!?

afhveju ekki bara leyfa það eins og áfengi eða banna áfengi líka? allavega hér er athyglisverð grein

http://www.goaskalice.columbia.edu/1130.html

Svavar (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 20:53

2 identicon

Jón minn, við skulum nú ekki taka USA til fyrirmyndar um hvernig skal taka á fíkniefnavandanum, því það er ekki merki um gáfur að apa eftir einhverju sem hefur sannast til að feila, ár eftir ár eftir ár, í marga marga áratugi.

Með hverju árinu verður dópið í bandaríkjunum sterkara, ódýrara, og auðveldara að nálgast, ásamt því að dópsalar verða ríkari og valdameiri.. og þú vilt fara að þeirra fordæmum? Wut the hell? Eigum við ekki frekar að taka til fyrirmyndar þau lönd sem hafa í raun náð að stígja við fíkniefnavandanum?  

Davíð (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 00:45

3 identicon

Þetta hafa örugglega verið uppsafnaðar atvinnuleysisbætur,,

Bimbó (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband