Svona verður trúnaðarbresturinn til

Merkilegt nokk þá nýtur íslenska lögreglan enn trausts þó upp hafi komið mál sem sýna að samtryggingarkerfi þeirra lifir góðu lífi. Fyrr eða síðar mun fólki ofbjóða - við höfum þá sömu reynslu erlendis þegar dómskerfið og lögreglan sameinast við hvítþvott þeirra síðarnefndu. Eftir það er á brattann að sækja við að byggja upp glatað traust. Umburðarlyndi Íslendinga gagnvart lögreglunni jaðrar við fábjánahátt, sbr. t.d. Geirfinns og Guðmundarmálið, og fleiri mál sem eru minna þekkt en eru engu að síður út út kortinu.

Skoðum einkenni samtrygginga: Lögreglumenn veigra sér við að vitna gegn hvor öðrum, þeir tilkynna sjaldan eða aldrei lögregluofbeldi, þeir neita staðreyndum jafnvel þó myndbandsupptökur sýni hvað gerðist.

Í þessu tiltekna "mannránsmáli" (já, ég kalla þetta réttu nafni því ef ég hefði tekið manninn svona lögreglutökum og flutt nauðugan útá Granda þá væri ég sekur um mannrán) þá misstu nærstaddir lögreglumenn minnið þegar kom að því að útskýra atburðarásina. Hmm, var það samtryggingin að verki?

En það sem alvarlegra er, er að undirréttur og hæstiréttur komust að ólíkri niðurstöðu yfir sömu staðreyndum - þ.e. að maður hafi verið brottnuminn af lögreglunni á skjön við verkreglur og lögreglusamþykkt. Þessir tveir andstæðu dómar segir okkur að venjulegt fólk getur ekki reitt sig á undirrétt. Dómskerfið er hlutdrægt. Sem sagt, skjaldborgin góða nær út fyrir raðir lögreglunnar enda verða dómarar að trúa á þessa stétt sem færir þeim "sannleikann" á færibandi í sakamálum sem koma fyrir réttinn.

Íslenska lögreglan gæti lært af samtryggingarmistökum lögreglu erlendis. Þar hafa menn reynt að slá skjaldborg um svörtu sauðina í stað þess að leysa þá frá störfum meðan "álitamál" eru rannsökuð. Skjaldborgin hefur haft hryllilegar afleiðingar. Ef íslenska lögreglan tekur ekki á svona málum í dag þá fær lögreglan á sig varanlega ímynd sem sjálfshollur lygari og óvinur fólksins. Þá verða öll vafamál metin lögreglunni í óhag. Glæpamenn verða trúverðugri en lögreglan.

Um afleiðingar þess að halda uppi samtryggingarkerfi lögreglu, sjá eftirfarandi netlinka:

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_cases_of_police_brutality

og

http://brainz.org/30-cases-extreme-police-brutality-and-blatant-misconduct/


mbl.is Engar forsendur til brottvikningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Fullyrðingar þínar um lögregluna eru þér ekki til sóma.

Lögreglan vinnur erfitt starf - starf sem við ættum að virða hvert og eitt einasta okkar.

Það er ömurlegt að lesa fréttir um árás t.d. erlendra ríkisborgara - á lögreglumenn að störfum ( á Laugaveginum ) og refsingin fyrir það er engin.

Réttleysi lögreglumanna er slíkt að það er furðulegt að fólk skuli enn fást´til starfa og eiga svo yfir höfði sér árásir á borð við þína.

Vera má að þið sem látið svona skrif frá ykkur séuð í vondum málum gagnvart lögreluyfirvöldum - ég veit ekkert um það - en hvernig sem allt slíkt er vaxið væri ykkur meir sómi að því að tryggja öryggi lögreglunnar en ekki að draga úr því.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.11.2010 kl. 08:26

2 identicon

Svona athugasemd eins og Ólafs hér að ofan er staðfesting þess að almenningur stendur frammi fyrir vandamáli. Lögreglan er fólk rétt eins og við hin og þeir gera mistök, eru breyskir, og verða þrátt fyrir það að standa undir kröfum okkar um hið gagnstæða.

En þegar þeir gera mistök þá má ekki loka augunum fyrir þeim.

Og þegar einhver bendir á að lögreglumenn séu mannlegir og hafi stundum hagað sér eins og bjánar - þá eiga háttvirtir bloggarar eins og Ólafur Ingi ekki að væna þann sem bendir um að vera "í vondum málum" gagnvart lögreglunni.

Hvað þýðir það - er ég glæpon af því ég er ekki aðdáandi lögreglunnar? Er ég glæpon af því ég vil að lögreglan sé hafin yfir allan vafa þegar kemur að mannréttindabrotum af því lögreglan TEKUR ALLTAF á slíkum málum á hlutlausan hátt.

Í fréttinni sem var tilefni þessa pistils þá fór lögreglan skjaldborgarleiðina, undirréttur líka, en hæstiréttur tók af skarið. Ef lögreglan hefði snefil af sjálfsgagnrýni þá hefði þetta mál aldrei farið dómstólaleiðina heldur hefði fórnarlambið verið beðið afsökunar, fengið bætur, og lögreglumaðurinn sem var dæmdur nú hefði sest aftur á skólabekk.

jón ármann steinsson (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 09:47

3 identicon

Hvað er málið?

Það var ekkert að neinu þarna samkvæmt Hæstarétti nema hvað að það átti að færa manninn á Hlemm frekar en á Granda... Eina málið.

Og af einhverjum ástæðum valdi löggan að gera það sem hefur verið gert í hellingsárafjölda, að fara með manninn út úr bænum til að kælann og fór á Granda frekar en annað. Og sé ég ekki að það skipti máli hvort það var Hlemmur, Grandi eða RVK-flugvöllur. Engin hætta stafaði að aðgerðinni og maðurinn samkvæmt sjónarvottum snældubilaður og æstur, til að byrja með.

En svo róaðist hann þegar farið var úr bænum. Þá er takmarkinu náð.

Það var ekkkert takmark að fara á stöðina smkv lögguni. Hún sá enga ástæðu. Kanski voru þeir eilítið nær miðbænum og fljótari til baka með því að fara á Granda? Hver veit.

En, hæstiréttur hefur alltaf rétt fyrir sér. Þannig er það bara.

Nú þegar fólk er handtekið þá er það alltaf fært á lögreglustöðina þó að mikið þægilegra væri að fara með það styttra í burtu. Punktur. Það viljið þið sum er það ekki?

TÖkum alla heimild frá löggunni til að taka smá ákvörðun og vera jafnvel mannlegir, einmitt það sem við þurfum til að verða líkari BNA.

Tómas (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 11:58

4 identicon

Bendi þér á að lesa 15 grein lögreglulaga þar sem stendur að lögreglu er heimilt að fjarlægja fólk eða vísa því í burtu þannig að ásaka þessa lögreglumenn um mannrán eru mistök í besta falli.

Eina ástæðan fyrir því að þetta mál er sett alla þessa leið er til að fá dómafordæmi fyrir verklagi sem hefur viðgengist í áratugi. Vill benda fólki á að í gamla daga voru menn heppnir ef þeim var skilað í Öskjuhlíðina en aðrir enduðu á Sandskeiðinu.

Þar sem umræddur lögreglumaður var að vinna eftir áratugalangri hefð er ekki forsenda til að vísa honum úr starfi þar sem hann er ekki að brjóta á neinu sem vitað væri að ekki í lagi.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 13:01

5 identicon

Jafn einfalt orð eins og FRELSI virðist sumum torskilið. Nú segir Tómas um fórnarlambið að "Engin hætta stafaði af aðgerðinni og maðurinn samkvæmt sjónarvottum snældubilaður og æstur." Ókei, ef það er réttlætingin, hvernig líst þér á þessa versjón:

Sjónarmið þessa bloggara er að Tómas sé "snældubilaður og æstur" á blogginu. Því hefur þessi bloggari tekið ákvörðun um að gera borgaralega ekki-handtöku og keyra Tómas upp í Öskjuhlíð og skilja hann þar eftir. Þetta er mannleg ákvörðun og fullkomlega eðlileg í íslensku réttarfarssamhengi.

Sér enginn fáránleikan í þessari lögregluaðgerð? Er t.d. einhver tímamörk á hvort svona frelsissvipting sé samkvæmt íslenskri lögregluhefð eða ekki? Hvað ef hann hefði verið keyrður til Hornafjarðar og sleppt út þar. Hvað ef hann hefði verið skilinn eftir í lögreglubílnum yfir nótt? Hvað ef...???

Annað hvort eru menn handteknir eða ekki - skítt með íslenskar lögregluhefðir sem eiga sér ekki stoð í mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna eða stjórnarskrá siðmenntaðra þjóða sem við berum okkur saman við. Ákvæði sem bannar frelsissviptingu á sannarlega heima í nýrri stjórnarskrá. Eða hvað, Tómas?

Jón Ármann Steinsson (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 13:39

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jón Ármann

vissulega geta lögreglumenn gert mistök eins og annað fólk -

Ef maðurinn hefði verið færður á stöðina hefði það verið skráð - skýrsla -

Hann var fluttur annað - leigubílar rétt hjá - hann fékk færi á að slaka á eftir að hafa áunnið sér rétt til áminningar eða ákæru fyrir það sem hann gerði í miðbænum -Hvort er betra fyrir manninn???? 

Þið sem hamist á móti lögreglunni og tætist útaf vinnubrögðum - ( einn skipti af 1000 ??) lögreglunnar ættuð að kynna ykkur vinnuaðstöðu þeirra og réttleysi.

Í mótmælunum fyrir 2 árum var grjóti kastað í lögregluna - þetta fólk var að sinn

vinnunni sinni - var að gæta að öryggi borgaranna - þingmanna sem annara.

Ef þessum árásum á þessa stétt linnir ekki verður þess ekki langt að bíða að hrun verði í stéttinni - þá munu margir væla þegar það vantar að fá lögreglu á staðinn til hjálpar. - því miður - hvorugur bíllinn laus - báðir í útkalli.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.11.2010 kl. 13:56

7 identicon

Ólafur - þú og ég erum algjörlega sammála um að lögreglan eigi betra skilið, bæði í launum, virðingu og vinnuöryggi. Auðvitað á það að vera saknæmt að ráðast á, henda grjóti í, meiða, skaða lögregluna. Mér finnst regin hneyksli hvernig komið er fram við þá af ofbeldismönnum og undirheimalýð að því virðist hengingarlaust. (sbr árásin á Laugaveginum í fyrra)

Ókei, þá er það álitamál frá en eftir stendur að lögreglan er ekki hafin yfir alla gagnrýni. Traust er áunnið en ekki gefið. Traust til lögreglunnar ætti að byggja á "track record" en ekki á samtryggingarkerfi þagnarinnar þegar upp koma mál eins og það sem var kveikjan að þessu bloggi mínu. Sú staðreynd að lögreglumenn sem voru aðilar að þessari aðgerð gátu ekki komið sér saman um hvað hafði gerst (þ.á.m. hvort beitt hafi verið lögregluofbeldi) bendir til þess að samtrygging stéttarinnar svínvirki í praksís.

Samtryggingarkerfi er uppskrift að spillingu, skipulögðum lygum og blekkingum. Svo þegar upp kemst verður lögreglan ótrúverðug, líka þegar þeir hafa ekkert að fela. Við höfum ótal dæmi um slíkt erlendis frá. Svo eru til jámenn lögreglunnar finna aldrei neitt athugvert, sama hvað gerist.

Ég man ekki eftir að íslenska lögreglan hafi nokkru sinni viðurkennt mistök, en kannski hef ég rangt fyrir mér þar. Manst þú eftir slíku tilfelli?

Jón Ármann Steinsson (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband