Já, ræktum áfram gamla góða spillingarakurinn

Það er eins og íslenskir stjórnmálamenn séu heiladauðir þegar kemur að orsökum stjórnmálakreppunnar og fjármálakreppunnar. Þeir vilja halda áfram að vökva sama gamla illgresið af því það er alíslenskt og gróðursett af þeim sjálfum.

Reglugerðir Evrópusambandsins eru velflestar til þess gerðar að koma í veg fyrir spillingu, hindra uppgang fámennishagsmuna á kostnað almenningshagsmuna, uppræta klíkuskap, opna stjórnkerfið til upplýsingar fyrir almenning, afmarka aðkomu hagsmunaaðila að lagagerð, og fleira sem gott getur talist í íslensku samhengi.

Í staðinn gefa Vinstri-grænir út glórulausa alhæfingu gegn öllum breytingum á íslenskri stjórnsýslu:

"Þar til þjóðin hefur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins."

Hvað gæti svo sem versnað ef íslenska stjórnkerfið nýtti sér reynslu Evrópusambandsins?


mbl.is Hagsmunum best borgið utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bara svona upp á forvitni,

"Reglugerðir Evrópusambandsins eru velflestar til þess gerðar að koma í veg fyrir spillingu, hindra uppgang fámennishagsmuna á kostnað almenningshagsmuna, uppræta klíkuskap, opna stjórnkerfið til upplýsingar fyrir almenning, afmarka aðkomu hagsmunaaðila að lagagerð"

Þú meinar af því að það er svo lítil spilling í löndum ESB eins og Ítalíu?

 Og ESB kom í veg fyrir að fámennur hópur í Bretlandi beiti íslendinga hryðjuverkalögum?

Og að opna stjórnkerfið fyrir almenningi, kvað kallarðu þá "kosningu" forseta ESB? Er það ekki klíkuskapur

En eins og þú sérð, þá þrífst spilling ekki í ESB, eða hvað? Hér eru menn að furða sig á því hvað fólki fynnst það sjálfsagt að spilling þrífist innan ESB

http://www.telegraph.co.uk/comment/3644012/Why-arent-we-shocked-by-a-corrupt-EU.html

Innan ESB er leyfilegt að bera mútur á borð hverjum sem er en ekki að þiggja þær, þetta er gert til að auðvelda "viðskipti" hvers konar fyrir útrásarvíkinga ESB þegar verið er að versla td við Afríkuríki og sum Asíuríki. Spurning hver það er sem virðist vera alveg heiladauður, í það minnsta ekki með sjálfstæða hugsun

Brynjar Þór Guðmundsson, 20.11.2010 kl. 18:23

2 identicon

Einmitt Brynjar - allt sem þú nefir er SLÆM reynsla sem við ættum líka að nýta við endurbætur á íslenska stjórnkerfinu. En að hafna öllu sem kemur frá Evrópusambandinu eins og við þurfum ekki að laga neitt hér heima fyrir er ekkert annað en hroki og heimska.

Jón Ármann Steinsson (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 19:00

3 identicon

...já og vel á minnst, SLÆM reynsla annarra er dýrmæt lexía því af henni má læra ódýrara en ef maður gerir vitleysuna sjálfur.

Jón Ármann Steinsson (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 19:02

4 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Vinstri-grænir... er það akgrein á móti umferð?

Birgir Viðar Halldórsson, 21.11.2010 kl. 10:08

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sæll Jón

Ég sagði ekki að það væri allt al slæmt sem kemur frá ESB, vertu ekki að leggja mér orð í munn. Ég var að leiðrétta villu hjá þér varðandi ESB og spillingu þess(sem þú gafst í skyn að væri laust við slíkt)

Breyta stjórnkerfinu? ég vona að þú sért ekki að vísa í það hvernig kosið sé þar á bæ eins og til forseta, utanríkisráðherra eða skipað í stöður. Ef þér vinnst einkavinavæðingin hér hafa verið slæm þá ættirðu að kynna þér hvernig kaupin gerast í Brussel.

ESB hentar ekki þjóðum svo sem Íslandi vegna þess að við erum of langt frá miðstýringunni, þar fyrir utan hentar miðstýring alls ekki ef litið er bara á Sovéttríkin. Saman borið við þær hugmyndir ESB að leggja ofurskatt á flug og skipasamgöngur. Þegar ESB er spurt hvað eyríki eigi að gera þá kemur svarið "Þið takið þá bara lest ef þið ætlið að ferðast eða sendið með lest þá fragt sem þið þurfið að fá/senda". ESB sinnar eru fljótir að seigja " að við hefðum haft áhrif ef við hefðum verið inni en hvað um Möltu, þeir eru í ESB og þeir reyndu að koma í veg fyrir þetta en það var ekki hlustað á þá. Hljómar þetta sem eitthvað gott fyrir okkur. Ég get nemt fleiri dæmi

Nei minn kæri Jón, það er hroki að halda að allt sé svo frábært frá ESB að það þurfi ekki skorðunnar við, þó þar geti laumast góð lög inná milli þá er meirihlutinn lög sem ýmist þarf mikla aðlögun til að geta passað/átt við Ísland

Brynjar Þór Guðmundsson, 21.11.2010 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband