21.12.2010 | 16:14
Er þá eitthvað að marka yfirlýsingar bankanna þegar maður skuldar þeim?
Ég rak augun í þetta orðalag í dómi héraðsdóms: "...yfirlýsing Landsbankans til Handelsbanken þann 13. október um yfirtöku ábyrgðarinnar verið röng og ekki í samræmi við fyrirmæli FME. Því hafi hún ekki ein og sér skapað sænska bankanum neinn rétt."
Þarf þá FME að samþykkja allar yfirlýsingar bankanna gagnvart viðskiptavinum sínum - eða gildir þetta bara um yfirlýsingar íslenskra banka (sem eru fallít) til þeirra sem þeir skulda? Hvað með skuldir almennings til gamla Landsbankans? Hefur bankinn heimild til að tjá sig um þær, senda innheimtubréf, yfirlit, stefnur? Þarf FME að blessa allt sem frá þeim kemur í debet og kredit dálkinn til að það sé "aðildarlega" löglegt?
Aðildarskortur er skemmtilegt íslenskt orð. Hvað átti erlendi bankinn að gera - snúa sér beint til FME? Fara framhjá Landsbankanum og beint í þriðja aðila? Undarleg réttvísi í þessu íslenksa dómskerfi svo ekki sé meira sagt.
Sýknaður af 730 milljóna kröfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.