Hinn langi armur BNA

Viðbrögð Bandaríkjastjórnar við þessu Wikileaks máli eru stórundarleg. Það er eins og þeir skilji ekki muninn á upplýsingaveitu sem brýtur trúnaðareið (sbr sá sem lak upplýsingunum til Wikileaks) og upplýsingaveitu sem er fjölmiðill.

Oft og iðulega í mannkynssögunni hefur stjórnin brotið lög á þegnum sínum. Ég fann þessa tilvitnun hér fyrir neðan á netinu um muninn á "the law and intimidation" sem er kjarni málsins. (Þegar Apple, VISA, Eurocard, PayPal, Amazon og tugir annarra fyrirtækja láta undan "intimidation" og brjóta með því lög á Wikileaks, þá er eitthvað mikið að.)

Hér er tilvitnunin:

"The law is supposed to be a democratically established standard of behavior that is enforced, interpreted and adjudicated with painfully disciplined, fair, and PREDICTABLE consistency."

Bandaríkjamenn eru þjóð sem hefur getað leiðrétt svona hliðarspor eins og þeir eru að taka núna. Við megum ekki rugla saman mönnunum sem eru breyskir og lögunum sem eiga að skapa þeim rammann. Ég held að Bandaríkjamenn eigi eftir að sjá skóginn fyrir trjánum í þessu Wikileaks máli en það tekur tíma.

Nú er frábært tækifæri til að gera Ísland að frjálsu fjölmiðlalandi svo hinn langi armur BNA nái ekki í þá sem vilja birta sannleikann. Skyldu þingmenn Alþingis þora ef þeir eiga á hættu að allt sem þeir hafa sett á samskiptasíður sínar verði afhent Bandaríkjamönnum til skoðunar?


mbl.is „Ég hef ekkert að fela“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á náttúrulega að afhausa þessar kanamellur sem búa á Íslandi hið minnsta

Krímer (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband