10.1.2011 | 14:14
Heiladauðir dómsmálaráðherrar?
Maður trúir þessu bara ekki - hver ákveður að skera niður efnahagsbrotadeild á sama tíma og heimsmet er slegið í bankaútrás, bankaránum og sívaxandi gróðrarstíu af spillingu og hvítflipaglæpum?!
Auðvitað snýr þetta klúður að dómsmálaráðherrum fyrir hrun - n.b. þar sem heiladauði Björns Bjarnasonar er víti til varnaðar. Það er fljótlega upptalið sem sá maður afrekaði í sinni embættistíð, öfugt á við það sem hann hefði átt að gera væri hann starfinu vaxinn. Stólseta Björns var á þeim tíma sem allt sukkið og svínaríið varð til og hæfur maður hefði átt að sjá útfyrir stólröndina. Þá hefði margt farið öðruvísi.
Af hverju erum við endalaust að kjósa yfir okkur óhæfa og heiladauða stjórnmálamenn? Hver er gulrótin fyrir þá sem bjóða sig fram til þings eða sveitastjórna? Launin? Völdin? Hugsjónin?
Kannski er málið að launin eru of lág? Sem þýðir að hæfileikafólk hefur ekki efni á því að vera í pólitík af því launin eru svo miklu lægri en bjóðast í einkageiranum. Þá verður þröskuldurinn inn í stjórmálageiran lægri og meðalmennska og heiladauði þrífst í öllum embættum stjórnkerfisins. Þá vegna sækja blaðurskjóður í pólitík af því þeir þurfa bara að geta bullað fyrir kosningar. Innan um eru svo skemmtikraftar og kolkrabbaprinsar sem þurfa ekki að lifa af þingfararkaupi. Foj bara.
Efnahagsbrotadeild endurskipulögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
63 vinir á Alþingi.
Fjórflokkurinn,
Fjórflokkurinn,
Fjórflokkurinn,
Fjórflokkurinn...
Það hefur ekkert breyst á "nýja" Íslandi. Velferð varð að vonlausri ferð og hreppapólitíkin hefur aldrei grasserað sem nú.
Við þurfum fagfólk á Alþingi!
Birgir Viðar Halldórsson, 10.1.2011 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.