...en þetta sama orð "ábyrgð" er hlaðið merkingu þegar þessir sömu menn eru í stjórnarandstöðu.
Þá þýðir orðið ábyrgð sko ÁBYRGÐ! Þá fylgir þessu orði kvöð um að ráðherra segi af sér, gjaldi mistakanna, standi reikningsskil gjörða sinna. Þá á orðið ábyrgð að kenna lexíu, þ.e. vera öðrum ráðherrum víti til varnaðar um alla framtíð.
Svo þegar sami maður er sestur í ráðherrastólinn, þá fær orðið ábyrgð allt aðra merkingu.
Skrítin tík þessi pólitík.
Allir þurfa að axla ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn tala um að axla ábyrgð, þá eiga þeir við að stundum segja þeir af sér þegar þeir eru dregnir á hárinu, öksrandi og klórandi úr stólunum.
Annars mundu þeim ekki detta í hug að segja af sér.
Guðmundur Pétursson, 28.1.2011 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.