Kannski Finnur Ingólfsson geti lánað OR milljarð eða tvo?

Orkuveitukreppan er skítamál og afleiðing pólitískrar spillingar. Það er löngu tímabært að stinga á kauninu og hreinsa út.

Meðan Finnur Ingólfsson var seðlabankastjóri og flokksbróðir hans Alfreð Þorsteinsson stýrði Orkuveitunni seldi OR alla hitaveitu- og rafmagnsmæla höfuðborgarsvæðisins til Frumherja fyrir rúmlega 200 milljónir.

Á þeim tíma mátti Finnur ekki vera í prívat bissness embættis síns vegna - svo kjaftasagan segir að hann hafi látið leppa sig víða og svo greitt götu leppanna með viðteknum framsóknaraðferðum. Kannski er þetta haugalýgi runnin undan rifjum pólitískra andstæðinga - hvur veit? En meðan engin rannsókn hefur farið fram á mælasölu OR þá standa kjaftasögur jafnfætis pólitískum hreinlífiskenninum.

Síðan þegar Finnur losnaði úr embættinu þá fór hann beint út í bissness - big bissness. Og viti menn, hann keypti meirihlutann í Frumherja ehf. Sá hlutur hlaut þá að vera mikils virði enda var fyrirtækið með tekjuáskrift upp á ca 200 milljón á ári kr frá OR. Samningurinn við OR var semsagt rúmlega milljarðs virði að frádregnum kostnaði. Hvað skyldi Finnur þá hafa borgað fyrir allt fyrirtækið?

Dæmið leit sem sagt vel út Frumherja megin enda góður bissness að fjárfesta rúmlega 200 milljónir í eign sem gefur tæplega 200 milljónir í leigutekjur á ári.

Annað má segja um hagsmuni Orkuveitunnar: Hvaða snillingur hjá OR reiknaði út að að væri góður bissness fyrir OR að fá 200 millur í kassann og borga þær strax aftur í leigu á næsta fjárhagsári? Hvaða snillingur seldi þar á bæ trúði því að svona leigusamningi væri hægt að rúlla til baka án þess að það kostaði margfalt söluverð mælanna? Hvernig verður svona "díll" til? Hver ber ábyrgðina? Það þarf ekki að spyrja að því hver ber skaðann. Það erum við.

Staðreyndin er að OR gerði samning við Frumherja til sjö ára frá 2001 og sá samningur var endurnýjaður til annarra sjö ára 2008. Ef þessum sjálfvirka leigusamningi yrði rift þá þarf OR að endurfjármagna alla mæla höfuðborgarsvæðisins og skipta þeim út fyrir mæla Frumherja. OR gæti keypt mælana aftur af Finni en bókhaldslega hljóta þeir að vera milljarða virði fyrir Frumherja enda gefa þeir fyrirtækinu stöðugar leigutekjur til margra ára.

Ég hef ekki nákvæmar tölur en mér reiknast til að leigutekjur Frumherja séu kr. 2.000.000.000.00 á þessum áratug sem er að líða. Þetta er óþarfa kostnaður fyrir OR og orkuaupendur.

Setjum þessa tvo milljarða í samhengi: Mælaútgerð OR kostaði smáuara í samanburði en öll mæladeildin var að ég held 5-6 stöðugildi.

En það er auðvelt að vera með æsing og dylgjur þegar allar tölur og samningar eru "trúnaðarmál" og okkur hulin.

Nú hefur Finnur sagt opinberlega að arðsemistölur um mælakaup og leigu sem hafa birst í fjölmiðlum og bloggheimum séu ýktar og út úr kú. Þetta sé ekki svona góður bissness heldur bölvað basl eins og allt annað í kreppunni. En frumherjinn Finnur hefur ekki birt neinar tölur til að hrekja þessa slembiútreikninga. Hann situr frekar undir ámælinu og spillingaraðdróttunum. Skrítið...

Kannski Jón Gnarr vilji vera svo vænn að opinbera þennan gjaldpóst eða einhver hjá OR taki af skarið??

Hér er hugmynd fyrir borgarstjóra - hvernig væri að slá lán hjá Finni til að hjálpa Orkuveitunni? Ekki veitir af.


mbl.is Höfuðstöðvar seldar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband